Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 9
8. mars 2019 FRÉTTIR 9 ÍSLENDINGAR SEM HORFIÐ HAFA ERLENDIS Í mars 1960 greindi Lögberg- Heimskringla frá því að blað- inu hefði nýlega borist úrklippa úr morgunblaðinu Province í Vancouver, þar sem sagt var frá undarlegu hvarfi 62 ára íslensks karlmanns að nafni Halldór Halldórsson. Halldór var á þess- um tíma búsettur ásamt systur sinni, Önnu Halldórsdóttur, í fá- tækrahverfi í borginni Burnaby, austan við Vancouver, en hverfið var þekktur samastaður heimil- islausra einstaklinga. Að kvöldi 1. apríl 1959 fór Halldór til nágranna síns, Dans Morgan, og var í miklu upp- námi. Hann greiddi Morgan tíu dollara sem hann skuldaði hon- um og sagði síðan: „Dan, nú hef ég loksins eft- ir allan þennan tíma komist að því, hver myrti dóttur mína. Ég ætla upp í borgina að gera eitt- hvað í því máli.“ Halldór hvarf því næst út í myrkrið og hefur ekki sést síðan. Fram kemur í frétt Province að ekkert hafi verið tilkynnt um hvarf Halldórs á sínum tíma og að engar skýrslur væru til hjá lögreglu um hann eða dóttur hans. Nágrannar Halldórs lýstu honum sem „hæglátum manni“ og voru áhyggjufullir yfir hvarfi hans. Flestir þeirra töldu þó lík- legt að lögreglan hafi ekki viljað snerta á málinu þar sem yfirvöld „létu sig lítið skipta um afdrif fólksins í þessi hverfi.“ Blaðamaður Province ræddi einnig við systur Halldórs, Önnu, sem þá var á sjötugs- aldri og kvaðst hún vera viss um bróðir sinn hefði verið numinn á brott eða þá myrtur. Sagði hún að Halldór hefði fyrr um daginn farið og keypt matvæli, mál- ingarbursta og málningu. Hann hefði síðan komið til baka en Anna var þá ekki heima. Þegar hún kom heim, voru matvæl- in og málningarvörurnar þar, en bróðir hennar var horfinn. Þá sagðist Anna hafa tilkynnt hvarf bróður síns til lögreglunn- ar í Vancouver en málið hefði þó aldrei verið rannsakað. Árið 1930 hófu íslenskir togar- ar fyrst sölu á ísfiski í Cuxhaven í Þýskalandi, þegar togarinn Gyllir seldi þar fyrsta farminn sinn. Um 35 árum síðar, þann 6. febrúar árið 1965, hvarf ung- ur sjómaður af togaranum Skúla Magnússyni sem var í söluferð í Cuxhaven. Um var að ræða Jón Pétursson tvítugan pilt frá Hólmavík. Vitað er að Jón fór ásamt tveimur skipsfélögum sín- um að skoða bæjarlífið en varð viðskila við þá og sást ekki eftir það. Vikulöng leit lögreglu bar engan árangur. Í Morgunblaðinu var hvarfinu lýst á þennan hátt: „Hann kom ekki til skips á fimmtudaginn, er togarinn skyldi sigla heim. Var beðið eft- ir honum á aðra klukkustund. En síðan var hvarf mannsins til- kynnt umboðsmanni skipsins og ræðismanni Íslands í Cuxhaven. Gerði hann lögreglunni aðvart og hefur verið leitað síðan, án árangurs.“ Aðfaranótt 17. júní 1986 hvarf Guðný Helga Hrafnsdóttir Tuliníus í Noregi. Guðný var einungis 19 ára gömul og hafði dvalið í Noregi í skamman tíma. Þrátt fyrir víðtæka leit á sjó og landi fannst ekkert sem gat stað- fest lát hennar og er hvarfið enn í dag óupplýst. Í júní 1988 rituðu systkini Guðnýjar minningargrein í Morgunblaðið þar sem þau sögðust hafa gefið upp alla von um að finna systur sína lífs eða liðna „eftir tveggja ára ör- væntingarfulla leit“: „Guðný hafði um skeið þjáðst af sálrænum erfiðleikum, en virtist vera á góðri leið með að sigrast á vanda sínum og við erum sannfærð að ef Guð- ný hefði þraukað aðeins lengur hefði hún getað ráðið niðurlög- um hans.“ Fram kom að Guðný var fjórða barn foreldra sinna og fyrsta dóttir þeirra. Hún hafði hæfileika á mörgum sviðum, þótti afbragðs píanóleikari, fyrir- myndarnemandi og með mikla skáldskaparhæfileika. Ung- lingsárin reyndust henni erf- ið en hún blómstraði að sögn systkina sinna þegar hún var við nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð, tók þátt í margs kon- ar menningar- og félagsstarfi og eignaðist fjölmarga vini með- al nemenda og kennara „sem margir áttu eftir að reynast henni vel í erfiðleikum hennar síðasta æviárið.“ „Halldór Heimir Ísleifsson, lækn- issonur frá Hvolsvelli, var í hag- fræðinámi í Bandaríkjunum um miðbik níunda áratugar síðustu aldar. Árið 1987 kom hann heim og vann hér í einn vetur. Árið eft- ir hélt hann aftur út og ákvað að halda áfram námi í North Texas University. Hann var þá 25 ára gamall. Hann tjáði fjölskyldu sinni að hann ætti gamlan og góðan bíl vestan hafs og hygð- ist aka um Bandaríkin áður en hann byrjaði í skólanum.“ Þannig hefst grein eftir Björn Jón Bragason sem birt var í DV um eitt sérstæðasta manns- hvarf Íslendings í útlöndum. Fjölskylda Halldór hafði af því áhyggjur að hann væri einn á ferð í ókunnugu landi, en Hall- dór kvaðst þekkja vel til vestan- hafs og sagði enga ástæðu til að örvænta. Skömmu eftir að Hall- dór kom út hafði hann samband við fjölskyldu sína. Þann 14. mars 1988 hringdi Halldór frá Kaliforníu til skólafé- laga síns í Texas og bað hann um að senda sér peninga fyrir flug- farseðli svo hann gæti flogið til baka til Texas. Bíl Halldórs hafði þá verið stolið og öll skilríki hans voru horfin. Skólafélagi hans símsendi peningana en þegar Halldór birtist ekki fóru menn að hafa hafa af honum áhyggjur. Bíll Halldórs fannst í smábæ, þrjá kílómetra frá landamærum Mexíkó, og taldi lögreglan í San Diego að hann hefði jafnvel farið suður yfir landamærin. Upplýs- ingum um Halldór var dreift víðs vegar um Bandaríkin og Kanada, en ekkert fannst sem varpað gat ljósi á hvarf hans. Á endanum drógu ættingjar þá ályktun að Halldór væri látinn. Kristín Ís- leifsdóttir, systir Halldórs, sagði: „Við upplifðum þá sorg sem flestir upplifa sem misst hafa náinn ættingja.“ Annar ættingi sagði: „Við vonuðum en það má segja að vonin hafi ein verið eftir og bænin. Óvissan var hræðileg.“ Dag einn í október árið 2000 hringdi síminn á heimili fjöl- skyldu Halldórs. Mágur hans svaraði í símann og hinum megin á línunni var Halldór. Hann hafði þá verið týndur í 12 ár og var orðinn 38 ára gamall. Afráðið var að kalla fjölskylduna saman, sem hringdi aftur til hans þremur klukkustundum síðar. Urðu miklir fagnaðarfundir með- al foreldra hans og fjögurra syst- kina. Halldór flutti svo um haustið til Íslands og hóf störf sem byggingaverkamaður. Þótti hann ósérhlífinn, duglegur og hvers manns hugljúfi. Í gegnum tíðina hafa íslenskir blaðamenn ítrekað reynt að fá Halldór til að tjá sig um hvarfið en hann hefur ávallt gefið þau svör að um sé að ræða einkamál hans og fjölskyldu hans. JÓN GUNNAR PÉTURSSON GUÐNÝ H. HRAFNSDÓTTIR TULINÍUS HALLDÓR HALLDÓRSSON HALLDÓR H. ÍSLEIFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.