Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 26
Allt fyrir börnin 8. mars 2019KYNNINGARBLAÐ Með puttann á púlsinum í brjóstagjafarráðgjöf MÓÐURÁST: Sérvöruverslunin Móðurást hefur verið starfrækt við Lauga veginn í um sautján ár. Í versluninni fást ýmsar ungbarnavörur sem henta vel fyrir börn frá fæðingu fram á annað ár og hvort sem þau eru á brjósti eða ekki. „Ég sel allt frá snuðum, leikföngum og fatnaði til barnakerra og vagna, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Guðrún Jónasdóttir, menntaður brjóstagjafarráðgjafi og eigandi verslunarinnar. Menntaður brjóstagjafarráðgjafi „Mín sérstaða er sú að ég veiti ráðgjöf í brjóstagjöf. Staðreyndin er sú að mæður, þá sérstaklega nýbakaðar mæður, fá mikið af upplýsingum frá umhverfi sínu um hvernig þær eigi að haga brjóstagjöfinni. Oft geta þessar upplýsingar verið misvísandi því þær byggjast að miklu leyti á persónu­ legri reynslu. Auðvitað er alltaf gott að ráðfæra sig við fólk sem hefur reynslu af brjóstagjöf, en það er líka mikilvægt, sérstaklega ef það koma upp einhver vandamál, að tala við menntaðan brjóstagjafarráðgjafa. Ég fer til dæmis í endurmenntun á fimm ára fresti til að viðhalda menntun minni. Það er sífellt verið að gera nýjar rannsóknir og próf­ anir á þessu sviði. Einnig koma nýjar vörur á markaðinn og því er mikil­ vægt að vera með puttann á púls­ inum til þess að geta veitt bestu og persónulegustu ráðgjöf sem hugsast getur,“ segir Guðrún. Leigir út mjaltavélar og ungbarna- vogir Þegar Guðrún stofnaði verslunina var um sannkallaða frumkvöðla­ starfsemi að ræða sem rekin var af fallegri hugsjón. Guðrún hóf árið 1992 að kaupa brjóstadælur og leigja þær út. „Ég eignaðist sjálf fyrirbura árið 1987 og upp úr því stofnuðum við nokkur saman stuðningshóp fyrir fyrirburaforeldra. Þá áttaði ég mig á því að þetta vantaði hér á Íslandi. Ég keypti mjaltavélar dýrum dómum og leigði þær út. Einnig fór ég að leigja út vogir fyrir ungbörn. Svona var enginn að gera á Íslandi og ég gerði mér fljótt grein fyrir því að það vantaði mikið upp á þjónustuna við mæður nýfæddra barna.“ Ómetanleg tilfinning „Við leigjum bæði ungbarnavigtirnar og mjaltavélarnar út um allt land, en það eru því miður sárafáar sér­ vöruverslanir fyrir ungbörn að finna á landsbyggðinni. Því gera margir sér ferð til Reykjavíkur til þess að fá ráðgjöf hjá mér í brjóstagjöf og skoða vöruúrvalið. Ég er mjög lánsöm að geta starfað við það sem ég hef unun af að gera og þykir mér alltaf vænt um að heyra aftur frá þeim sem ég hef veitt ráðgjöf. Það er ómetanleg tilfinning að vita til þess að maður hafi getað hjálpað.“ Kvarta sáran yfir skorti á með- göngusundfötum „Auðvitað er ég með gríðarlegt úrval af alls kyns brjóstagjafarvörum og ráðlegg konum með börn á brjósti hvaða vörur þær geti notað til þess að auðvelda brjóstagjöfina. Einnig var ég að fá stóra sendingu af bæði brjóstagjafarhöldurum og meðgöngusundbolum. Konur hafa kvartað sáran yfir því að lítið úrval sé af slíkum vörum á Íslandi og því vil ég bæta úr því með því að bjóða upp á gott úrval af þessum vörum. Ég er einnig með frábært úrval af burðarsjölum og burðarpok­ um fyrir börn,“ segir Guðrún. Skemmtileg leikföng Þroskaleikföngin frá Lamaze og Chicco eru sívinsæl og dúkkan Lottie er ótrúlega skemmtileg fyrir eldri börn. Dúkkan er í réttum stærðar­ hlutföllum og einnig fæst fjöldi fylgi­ hluta fyrir hana. Leikföng handa þeim allra yngstu. Þess má geta að Móðurást er eina verslunin á Íslandi þar sem Silvercross­barnavagnarnir fást. Annars eru bara netverslanir með þessa vagna. Nánari upplýsingar má nálgast á vefversluninni modurast.is. Sumar vörur eru eingöngu til sölu í vefversluninni en það er engu að síður hægt að sækja þær í versl- unina. Móðurást er staðsett að Laugavegi 178, við hliðina á gamla útvarps- húsinu. Sími: 564-1451 Netfang: modurast@modurast.is Opnunartími er alla virka daga kl. 11–18 og laugardaga kl. 12–16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.