Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 23
FÓKUS - VIÐTAL 238. mars 2019 snemma að vandamáli hjá honum en hann hætti að drekka aðeins 22 ára gamall, eftir tvær áfengismeð- ferðir. „Ég heyrði einhvern Ameríkana segja: „First it was fun, then fun with problems, then problems.“ Þannig var þetta hjá mér. Tvisvar sinnum gerði ég tilraun til að hætta að drekka. Í fyrra skipt- ið áður en ég fór í leiklistarskól- ann árið 1996 en byrjaði aftur eft- ir þrjá mánuði. Eins og svo margir alkóhólistar hélt ég að ég hefði náði tökum á þessu. Þetta hefði einungis verið unglingavandamál sem eftir á að hyggja er svolítið fyndin ranghugmynd. Ég byrjaði á að drekka aðeins léttvín en ekki leið á löngu þar til að ég var kom- inn aftur í sterkt. Árið 1999 fór ég aftur í meðferð og varð edrú 14. apríl það ár. Ef ég held áfram því sem ég á að vera að gera fagna ég tuttugu ára edrúafmæli í vor.“ Björgvin segist hafa fengið mik- inn stuðning frá foreldrum sínum á þessum tíma. Gísli hafði sjálfur gengið í gegnum þetta og Edda verið aðstandandi. „Mamma fræddi mig mikið um þetta, sem hjálpaði mér mikið. Því ég skildi ekki af hverju ég gerði alla þessa hluti sem ég gerði. Mér fannst ég ekki vera ég og þetta var ekki það sem ég vildi standa fyrir. Hún sagði mér að þetta væri svo- lítið eins og að vera Dr. Jekyll og Mr. Hyde, en ég yrði samt að taka ábyrgð á gjörðum mínum og ég yrði að hreinsa upp skítinn.“ Náttúrulegt að leika konu Það styttist í frumsýningu á söngleiknum Matthildi, sem byggður er á frægri barnabók Roalds Dahl. Söngleikurinn var frumfluttur í Bretlandi árið 2010 og hefur slegið í gegn á West End og Broadway. Gísli Rúnar þýddi verkið og Björgvin fékk hlutverk Karítasar Mínherfu, hinnar illu skólastýru. Er erfitt að leika konu? „Nei, þetta er mér mjög nátt- úrulegt. Ég byrjaði ferilinn sem transkona í leikritinu um hina þýsku Hedwig, fljótlega eftir út- skrift. Hárkollan sem ég nota núna er meira að segja nákvæmlega eins greidd og sú sem ég var með í Hedwig. Þessi nýja er hins vegar grá en ekki hvít þannig að ég verð eins og kynskiptingurinn orðinn eldri,“ segir Björgvin og hlær dátt. „Það skiptir mig ekki máli hvort ég leik konur eða menn, en ég elska að fá að leika svona villtar persón- ur.“ Matthildur fjallar um stúlku sem þróar með sér ofurkrafta í baráttu sinni gegn ranglætinu í heiminum. Foreldrar hennar eru sinnulausir og því þarf hún að kenna sér sjálf lesa. Karítas Mín- herfa er persóna sem þolir ekki hæfileika annarra og reynir að koma í veg fyrir að þeir fái að njóta þeirra. Beitir hún því allan bekk- inn ofbeldi og einelti en Matthild- ur berst á móti með sanngirninni og réttlætinu. Hefur þú leikið svona fól áður? „Aldrei svona illmenni, nei. En mér finnst gaman að takast á við þetta. Margir leikarar segja að það sé langskemmtilegast að leika illmennin. Þau eru svo litríkar persónur.“ Þú hefur verið mikið í barna- efni og barnasýningum. Finnst þér það skemmtilegra en að sýna fyrir fullorðna? „Ég verð nú að segja „bæði betra“ eins og í auglýsingunni. Það er mjög krefjandi að leika fyrir börn því að ef þeim leiðist fara þau að tala og gera eitthvað ann- að. Þú verður að halda athygli þeirra allan tímann. Fullorðið fólk er krefjandi líka en það felur betur það sem því líkar ekki. Mér finnst gott að blanda þessu saman.“ Draumurinn að rætast núna Það er ekki hægt að segja annað en að Björgvin Franz hafi snúið aftur í leikhúsið með hvelli eftir langt hlé. Í fjögur ár bjó fjölskyld- an í Minnesota, var við nám og Björgvin sá ekki fyrir sér fram- tíð í leikhúsi. Til dæmis stofnaði hann kvikmyndaframleiðslufyrir- tæki með félaga sínum, Óla Birni Finnssyni. Hafa þeir framleitt stuttar myndir fyrir Hafnarfjarðar- bæ og ferðaþjónustufyrirtæki. Endurkoma hans í leikhúsið kom honum sjálfum hvað mest á óvart. „Árið 2011 hafði ég starfað samfleytt í skemmtanabransanum í tíu ár. Í leikhúsinu, Stundinni okkar, veislustjórn, uppistandi og töfrum. Að kúpla sig út úr þessu um tíma var mjög hollt, bæði fyrir mig og fjölskylduna. Þegar ég svo steig aftur á sviðið í Elly hafði ég ekki verið í leikhúsi í tíu ár. Ég var búinn að gefa þann draum upp á bátinn, en ekkert í neinu fússi eða leiðindum. Síðan hringdi Gísli Örn í mig fyrirvaralaust og bauð mér að leika Ragga Bjarna og Villa Vill og ég ákvað að grípa gæsina.“ Björgvin ólst upp í nálægð við leikhúsið og hefur í gegnum tíðina unnið flest störf innan þess. Þegar hann gerðist loks leikari þurfti hann að vinna með þær væntingar og tilfinningar sem hann hafði gagnvart faginu. Í fyrstu stóðust þessar væntingar ekki að fullu og því tók hann sér ótímabundið hlé frá leikhúsinu. „Núna finnst mér sem draumurinn sem ég hafði um leikhús sé að rætast. Allt sem mig langaði í er ég að fá núna. Eftir að ég var búinn að sleppa tökunum og hélt að ég væri ekkert að koma inn aftur. Ég fæ að takast á við æðisleg hlutverk, með æðislegu fólki og í æðislegu húsi og setja minn stimpil á. Ég fæ núna að vera leikari á mínum eigin forsendum.“ Björgvin segist passa sig á því að plana ekki ferilinn langt fram í tímann heldur vera opinn fyrir öll- um tækifærum sem gefast. Hann hafi þó sýn og takmörk sem hann vilji enn ná, til dæmis í kvikmynd- um. Stéttaskipting statistanna Á sínum yngri árum fékk Björg- vin þráhyggju fyrir Hollywood og þangað ætlaði hann til þess að verða stjarna. Það var ekki fyrr en hann fór út í nám sem hann hætti að hugsa um það. Björgvin hefur ekki leikið í mörgum kvikmynd- um en hann á þó eina Hollywood- mynd á ferilskránni. Það er stríðs- myndin Flags of Our Fathers eftir Clint Eastwood sem var að hluta kvikmynduð á Íslandi. Björgvin var í statistahlutverki sem stjak- settur hermaður. „Ég sést þarna í mýflugumynd en þetta tók tvo sólarhringa í tök- um,“ segir Björgvin þegar hann rifjar upp þetta ævintýri. „Ég fékk sem sagt næstum því að upplifa það að vera Hollywood-stjarna. Ég fékk til að mynda ekki aðstöðu í hjólhýsi með nafninu mínu á heldur lítið herbergi inni í hjól- hýsi og á hurðinni var svona rifinn miði sem á stóð „impaled marine“ sem var sem sagt allur glamúr- inn,“ segir Björgvin og hlær. En það var auðvitað alveg súrrealískt að taka þátt í þessu. Sviðsmyndin var risastór og kastarar úti um allt. Heilu gámarnir af gervivopnum og búningum. Ég átti eina setningu í myndinni: „Ma, ma, he’s killing me!“ og það fór heill dagur í að læra ameríska hreiminn á henni.“ Það voru ekki aðeins Ís- lendingar sem voru fengnir í statistahlutverkin. Könum var flogið til Íslands til þess eins að deyja. „Þetta voru áhættuleikarar sem voru sérfræðingar í að deyja á flottan hátt og margir hverjir með langan feril að baki. Ég tók líka eftir skýrri stéttaskiptingu á með- al statistanna. Þar sem ég var með línu í myndinni fékk ég hlýja úlpu á milli taka á meðan þeir tallausu máttu þola kuldann,“ segir Björg- vin og brosir. Hápunkturinn var að sjálfsögðu að fá að hitta leikstjórann sjálfan, sem tökuliðið kallaði aldrei neitt annað en „the boss.“ Eastwood er mikill fullkomnunarsinni, vildi skoða allt og hitta alla. Þar á meðal hinn stjaksetta hermann. „Ég gleymi þessu aldrei,“ segir Björgvin. „Hann sneri baki í mig og það var sterkur kastari yfir hon- um. Hann var hár og grannur með húfu á höfðinu. Þegar hann sneri sér svo við til að heilsa mér sá ég hor hangandi niður úr nösinni á honum. Mér var mjög létt og hugs- aði: „Já! Dirty Harry er mannleg- ur.“ Hann var mjög almennilegur en hann var með sama svarið við öllu: „Nice.“ Ég sagði honum að kalla mig Franz þar sem Björgvin væri of flókið. Þegar kom að sen- unni minni kallaði hann mig svo Hans. En maður leiðréttir ekki Dirty Harry.“ n BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins Gylfaflöt 6-8 / S. 587 6688 / fanntofell.is „Eins og svo margir alkó- hólistar hélt ég að ég hefði náði tökum á þessu Edrú í 20 ár Hætti að drekka eftir tvær áfengis- meðferðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.