Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 52
52 8. mars 2019FRÉTTIR EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Bubbi Morthens hefur notið mik- illar velgengni. En fylgifiskar frægðarinnar eru ekki eintóm gleði. Bubbi var ofsóttur í fyrsta sinn árið 1982 af manni sem átti við geðræn vandamál að stríða. „Ég hef oft lent í því að vera með „stalker“. En fjórir hafa geng- ið svo langt að það hefur verið einhver ástæða til þess að hafa áhyggjur af því.“ Í eldri umfjöllun DV kemur fram að þessi maður taldi að Bubbi hefði stolið lögun- um hans og krafðist þess að hann leiðrétti það fyrir þjóðinni. „Hann vildi að ég myndi viður- kenna að hann ætti öll lögin mín, þar á meðal Ísbjarnarblús. Ég þurfti ekki að vita meira til þess að vita að maðurinn væri ekki í lagi. Ég vissi það um leið og ég fékk fyrsta bréfið frá honum. Það fór ekki á milli mála þegar hann fór að tala um að hann hefði samið Ísbjarnarblús. Og ég hefði stolið laginu af honum.“ Maðurinn skrifaði les- andabréf í Morgunblaðið þar sem hann hélt þessu fram og fékk bréfið birt. Í framhaldinu sendi hann hvert bréfið á fæt- ur öðru á Bubba og urðu bréf- in alltaf furðulegri. Bréfin fjölluðu meira og minna um að hann ætlaði annaðhvort að drepa Bubba eða meiða hann ef hann fengi ekki kredit fyrir lögin. Lögreglan gerði ekkert í málinu. „Þetta var í raun orðin svo mik- il geðveiki að það var ekki hægt að horfa fram hjá þessu lengur. Hann sendi mér ítrekað líf- látshótanir og þetta var ofbeldishneigður mað- ur. Eftir að hann réðst á gamlan mann og slasaði hann mjög illa var hann tek- inn úr umferð og settur inn. Þá linnti ofsóknunum loksins. Það er enginn glað- ur þegar hann lendir í svona aðstæðum, en þetta var nú ekki það svæsnasta sem ég hef lent í.“ Þá liðu nokkrir mánuðir en þá tók næsti eltihrellir við. Nú var það kona. „Hún sendi mér bréf. Stundum var hún búin að klippa út stafi og raða þeim saman þannig að þeir mynduðu morðhótanir. Svo sendi hún mér snöru, byssukúlur og ösku í litlum líkkistum.“ Þetta gekk í nokkra mánuði. Þriðji eltihrellirinn var karlmaður sem þjáðist af mikilli vanlíðan að sögn Bubba. Var hann sannfærð- ur um að Bubbi gæti bjargað hon- um. Kom hann sér fyrir á tröppun- um og beið eftir Bubba. Stundum svaf hann þar. Hann trúði því að Bubbi gæti rekið úr honum illa anda. „Hann kom sér bara fyrir með plötubunkann á tröppunum hjá mér. Það var engin leið til að losna við hann. Börnin mín voru mjög hrædd við hann. En ég held að hann hafi ekki verið ofbeldis- hneigður. En það var mikil sorg í honum.“ Seinna fóru að berast hótanir frá honum: „Ég lét það ekki koma mér úr jafnvægi en þegar hann hótaði að skaða börnin mín fór ég í hann. Hann kom æðandi til mín alveg kolgeggjaður, froðufellandi og snarbrjálaður og hótaði börn- unum mínum. Þá fór ég í hann. Ég lagðist þungt á hann og tók hann niður. Það er ekki gaman að þurfa að slást við svona menn, en ég vissi ekki til hvers hann var vís.“ Fljótlega eftir þetta var mað- urinn vistaður á stofnun og fékk þá hjálp sem hann þurfti á að halda. Bubbi sagði í viðtalinu að það væri oft ekki fyrr en eitthvað slæmt gerðist, einhver yrði fyrir skaða, sem tekið væri á málinu. Þá hélt einn maður að Bubbi væri djöfulinn vegna fæðingar- dagsins. Bubbi lýsti því á eftirfar- andi hátt: „Hann hélt að hann þyrfti bara að opna á mér hausinn til þess að sanna mál sitt. Þegar hann væri búinn að því myndi fólk sjá að hann hefði rétt fyrir sér. Ég væri í raun djöfullinn. Þetta var mjög veikur maður.“ Lögregla fékk að vita frá lækn- um að Bubbi gæti verið í hættu staddur og hringdi í Bubba. Hann mátti alls ekki opna ef það bank- að yrði upp á hjá honum. Fjöl- skyldan var heima en Bubbi sagði ekkert. „Hann var svo stoppaður af þegar hann var á leiðinni til mín til að sanna mál sitt. Sem betur fer fyrir hann og kannski fyrir mig líka varð ekkert úr því. Honum var svo komið fyrir á viðeigandi stofnun þar sem hann fékk hjálp.“ Gestur stakk Bubba „Ég var einu sinni stunginn með eggvopni á mínu eigin heimili. Þá fyrst kom lögreglan. Það var í eina skiptið sem hún hefur brugðist hratt og örugglega við.“ Bubbi var með gest hjá sér. Skyndilega hafði manneskja kom- ið inn og taldi að hún ætti óupp- gert mál við tónlistarmanninn. „Þessi manneskja kom óboð- in inn til mín, var hleypt inn fyrir slysni. Hún var mjög ógnandi og lamdi frá sér. Þannig að ég tók ákvörðun um að fylgja henni út. Hún átti ekkert að vera þarna og ég var að reyna að koma henni út. Okkur lenti síðan saman með þessum afleiðingum. Ég var stunginn í lærið með eggvopni, ég veit ekki hvað það var, hníf- ur eða eitthvað.“ Fjölskyldan var öll heima og börnin horfðu upp á þetta gerast. Þá sagði Bubbi um eftirköstin: „Þetta er ein tegund ofbeld- is. Svipað ofbeldi og blöðin beita fólk stundum. Stundum hafa blöðin tekið menn fyrir og lagt þá í einelti. Þetta er svipuð tilfinn- ing. Meðan á þessu stendur verð- ur röskun á daglegu lífi. Þetta hef- ur líka áhrif á sálarlífið og ég finn fyrir þessu. Þetta er ekki eitthvað sem ég humma bara fram af mér, heldur hefur þetta áhrif á mig. Þegar ég fer út úr húsi á morgn- ana horfi ég í kringum mig og skima eftir því hvort það sé ein- hver að fylgjast með mér. Þegar ég er á gangi lít ég við til að athuga hvort einhver sé að fylgjast með mér. Þegar ég kem heim á daginn lít ég til hægri og vinstri áður en ég fer inn. Hægt og rólega verður maður, kannski ekki hræddur, en var um sig og óöruggur.“ ÍTREKAÐ HÓTAÐ AÐ DREPA BUBBA – VILDI SKOÐA HEILA HANS Í DV frá árinu 2010 er fjallað um nokkra þekkta Íslendinga sem hafa verið beittir ofbeldi af elti- hrellum. Þar sagði: „Tilfelli Bjarkar var með því versta sem þekkist. Maður að nafni Ricardo Lopez varð hug- fanginn af henni og lét hana ekki í friði árið 1996. Það kórónaði óhugnaðinn þegar hann reyndi að senda Björk bréfsprengju, en breska lögreglan náði að stöðva hann í tæka tíð. Með sprengjunni fylgdi myndband af manninum, þar sem hann sýndi nákvæmlega hvernig hann bjó til sprengj- una, rakaði svo á sér höf- uðið, málaði sig í framan og framdi loks sjálfsmorð.“ BJÖRK GUÐMUNDS- DÓTTIR – REYNDI AÐ SENDA BJÖRK SPRENGJU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.