Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 29
Allt fyrir börnin 8. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ „Raunveruleg áhrif bæði til skemmri og lengri tíma litið“ HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR: Ég brenn fyrir starfinu því ég finn að það hefur raunverulega áhrif til góðs fyrir fólk sem býr við erfiðar félagslegar aðstæður,“ segir Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar, í samtali við DV. „Það er ekki auðvelt fyrir fólk að leita til okkar eftir neyðaraðstoð en þegar ekki er til matur fyrir börnin þegar enn er vika í næstu mánaða- mót getur inneignarkort í matvöru- verslunum skipt sköpum. Fólk kemur líka til okkar eftir fatnaði sem við höfum fengið gefins og við veitum aðstoð við lyfjakaup í neyðartilfellum,“ segir Sædís. Aðstoða barnafjölskyldur „Við leggjum sérstaka áherslu á að aðstoða barnafjölskyldur þar sem velferð barna er í algerum forgangi hjá okkur. Við aðstoðum foreldra í upphafi skólaárs því að skólagöngunni fylgja ýmis útgjöld svo sem vegna íþrótta og tómstunda. Fyrir jólin veitum við foreldrum sér- staka aðstoð svo fjölskyldan geti átt gleðilegar stundir saman og foreldrar geti gefið gjafir sem börnin hafa sett á óskalistann. Við vitum að minningar um ljúfa samveru fjölskyldunnar styrkja sjálfsmyndina sem er svo mik- ilvægt að hafa í góðu lagi.“ Sumarbúðir fyrir fjölskyldur við Úlfljótsvatn „Núna erum við að undirbúa spennandi starf fyrir fjölskyldur í sumar. Annars vegar sumarfrí fyrir barnafjölskyldur í sumarbúðum Skáta við Úlfljótsvatn 11.–14. júní nk., en þetta er í sjötta sinn sem við skipuleggjum dagskrána með Hjálpræðishernum á Íslandi. Við höfum fengið frábær skilaboð frá fjölskyldum sem hafa tekið þátt í þessu með okkur. Flestar þeirra hafa ekki haft efni á því að fara í sumarfrí í lengri tíma og það er mömmunum kærkomið að geta slappað af, sleppt því að elda og bara leikið sér með krökkunum.“ Ræktaðu garðinn þinn „Ræktaðu garðinn þinn heitir hitt verkefnið sem við bjóðum fjölskyldum að taka þátt í núna í sumar. Við erum svo heppin að hafa fengið til liðs við okkur garðyrkjufræðing sem leiðbeinir þeim fjölskyldum sem vilja, í að rækta eigið grænmeti í Seljagarði í Breiðholti. Markmiðið er aftur að stuðla að gæðastundum fjölskyldunnar til að setja í minninga- bankann.“ Innblástur og hvatning „Við félagsráðgjafar Hjálparstarfs kirkjunnar veitum fólki sem hingað leitar ráðgjöf um úrræði í samfé- laginu og bjóðum upp á ýmiss konar valdeflingarverkefni. En fyrst og fremst hlustum við á fólkið sem er sjálft að leita leiða út úr erfiðum aðstæðum. Um daginn kom til okkar kona með heimabakaða og ljúffenga köku. Hún sagðist bara vilja þakka fyrir sig. Að ráðin sem hún hefði fengið hefðu reynst henni svo vel og að hún væri nú komin á gott ról. Það eru svona skilaboð sem gefa okkur sem hér störfum innblástur og hvatningu um að halda starfinu ótrauð áfram.“ „Það er gott að standa upp frá skrifborðinu og bregða á leik með fólkinu sem við vinnum með,“ segir Sædís Arnar dóttir félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar en hér er hún ásamt fjölskyldum sem búa við erfiðar aðstæður í sumar­ búðum Skáta á Úlfljótsvatni. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð frá fjölskyldunum sem hafa tekið þátt í sumarfríinu við Úlfljótsvatn enda mikið við að vera,“ segir Sædís. „Það er hægt að eiga frábærar samverustundir við að rækta eigið grænmeti svo ég tali nú ekki um gleðina þegar kemur að uppskerunni,“ segir Sædís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.