Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 39
Allt fyrir börnin 8. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ Stútfull sýning af drama og húmor SÖNGLEIKURINN CLUELESS: Clueless er rómantískur gamansöngleikur um hina vinsælu Cher, sem býr með móður sinni (Mel) og þernu (Lucy) í risastóru húsi í Beverly Hills. Cher finnur tilgang í því að hjálpa fólki í ástamálum, og það að taka fólk í yfirhalningu (eða make-over) veitir henni stöðugleika í kaotískum heimi. Hins vegar rekst hún aðeins á vegg þegar plön hennar ganga ekki upp og allt virðist vera að fara á versta veg,“ segir Anna Katrín Einarsdóttir, leikstjóri sýningarinnar sem Verðandi, leikfélag FG, setur upp í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Af hverju völduð þið Clueless? „Okkur langaði að setja upp verk með sterkum kvenkarakter í aðalhlutverki. Svo er þetta líka bara svo klassísk og skemmtileg kvikmynd. Auk þess hefur þetta verk aldrei verið sett upp á Íslandi, og þangað til í síðasta nóvember hafði það aldrei verið útfært fyrir svið. Clueless er alveg fullkomin fyrir söngleikjaformið þar sem myndin er frekar ýkt í leik og allri stíliseringu. Hún er stútfull af drama og húmor sem skemmtilegt er að leika sér með og yfirfæra á sviðið.“ Það er lagður töluverður metnaður í sýninguna. Þið eruð með nýja leikgerð og fjöldi manns sem kemur að verkinu. Viltu segja nánar frá því? „Þetta er heljarmaskína og það kemur fjöldi nemenda að sýningunni, eða hátt í 100 manns í heildina. Lokaútkoman sem áhorfandinn sér á sviðinu er aðeins toppurinn á ísjakanum, það eru svo margar deildir sem komu að því að gera sýninguna að veruleika. Þessi uppsetning er svo alveg ný leikgerð upp úr myndinni og textarnir og lögin frumsamin af tónlistarkonunni Hildi. Ég komst ekki að því að það væri verið að setja upp söngleik off-Broadway fyrr en eftir að ég var byrjuð að vinna handritið. Það hefði verið fróðlegt að sjá það en ég komst því miður ekki út.“ Er þetta ekki búið að vera skemmtilegt ferli? „Ferlið er búið að vera alveg æðislegt! Frá upphafi til enda. Við hófum æfingar á verkinu síðasta haust, þar sem við vorum að vinna saman í spuna á senum og finna hin ýmsu hreyfimynstur með Söru Margréti, danshöfundi verksins. Æfingar með handriti byrjuðu svo strax í janúar á þessu ári. Við lögðum mikla áherslu á að mæta öllu með opnum huga og takast á við vandamálin um leið og þau birtu- st. Við það skapaðist svo jákvæð stemning, allt í einu voru öll „mistök“ gjafir. Það er búið að vera ótrúlega gaman að prófa hinar ýmsu hug- myndir og sjá þær lifna við á sviðinu.“ Hvernig var að leikstýra hópnum? „Þetta er í fyrsta skipti sem ég leikstýri þessum hóp, og í rauninni fyrsta skipti sem ég tek að mér að leikstýra svona stóru batteríi. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta tækifæri, og það traust sem mér var falið við uppsetningu á þessu verki. Svo eru þau svo fáránlega hæfileikarík öllsömul og gefa atvinnuleikurum ekkert eftir! Við vorum óvægnar við að gefa þeim krefjandi verkefni og þau tóku þeim fagnandi og af mikilli fagmennsku. Hæfileikarnir einskorðuðust ekki bara við leikhópinn heldur flæddu þeir um allar deildir sem komu að verkinu. Ég er viss um að við eigum eftir að sjá marga af þessum krökkum á svið- um og tjöldum landsins, og á bak við þau,“ segir Anna Katrín að lokum. Það er um að gera að næla sér í miða á þennan frábæra söngleik á tix.is Næstu sýningar eru: 7. mars kl. 20 8. mars kl. 20 9. mars kl. 18 10. mars kl. 20 11. mars kl. 20 12. mars kl. 20 13. mars kl. 20 14. mars kl. 16 15. mars kl. 20 16. mars kl. 20 17. mars kl. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.