Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 14
14 8. mars 2019FRÉTTIR H ugsunin á bak við sameigin lega forsjá er sú að báðir foreldrar beri sömu skyldur gagnvart barninu. Þrátt fyrir það þá verður lögheimilislausa foreldrið ósýni­ legt í kerfinu,“ segir Eva Björk Sveinsdóttir verkefnastjóri en hún telur löngu tímabært að heim­ ila tvöfalda lögheimilisskráningu, þar sem báðir foreldrar eru skráð­ ir sem forsjáraðilar. Eva Björk á tvo syni, 16 og 13 ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum en þegar hjón­ in skildu árið 2008 var þeim ráð­ lagt að hafa sameiginlega forsjá yfir drengjunum. Í kjölfarið var sá eldri skráður með lögheimili hjá Evu og sá yngri hjá föður sínum. Eva Björk segist hafa rekið sig á það æ oftar undanfarin ár að sam­ eiginleg forsjá hefur í raun ekkert gildi hjá hinu opinbera. „Okkur var tjáð af fulltrúa sýslu­ manns á sínum tíma að sameigin­ leg forsjá væri normið í dag, það er að segja ef annað foreldrið er ekki vanhæft. Við gerðum ráð fyrir að við myndum hafa sameiginleg réttindi varðandi allt,“ segir Eva Björk í samtali við blaðamann. Á þessum tíma, árið 2008, voru rafrænar skráningar ekki eins al­ gengar og í dag, líkt og Eva bendir á. „Í dag er allt orðið meira og minna rafrænt, eins og að bóka læknatíma, sækja um sjúkrakort, sækja um skólamáltíðir, unglinga­ vinnu og svo framvegis, en þannig var það ekki þegar við skildum. Allar þessar stofnanir eru með tengingu við Þjóðskrá og sækja sínar upplýsingar þaðan. Þess vegna erum við alltaf að reka okk­ ur á vegg af því að í Þjóðskrá er einungis pabbi stráksins skráður sem foreldri hans. Eva Björk nefnir sem dæmi að þar sem hún er „umgengnisfor­ eldri“ samkvæmt kerfinu þá geti hún ekki stofnað bankareikning fyrir yngri soninn, eða skráð hann í tómstundir eða í mötuneytis­ áskrift í skólanum. Þá getur hún ekki skoðað sjúkrasögu sonar síns á netinu þar sem einungis lög­ heimilisforeldrið hefur aðgang að slíkum upplýsingum. „Eitt fáránlegasta dæmið kom upp núna um daginn þegar við fengum sent bréf frá Sjúkra­ tryggingum Íslands þar sem fram komu upplýsingar um heilsu sonar míns. Bréfið var stílað á manninn minn, stjúpföður sonar míns, en ekki mig,“ segir Eva jafn­ framt en þegar hún leitaði til Sjúkratrygginga fékk hún þau svör að samkvæmt reglum ætti að stíla bréf á elstu kennitölu heimilisins. „Maður spyr sig hreinlega hvort þetta stangist ekki á við persónu­ verndarlög, að senda sjúkraupp­ lýsingar á aðila sem er ekki skyld­ ur viðkomandi.“ Fær ekki að tryggja soninn Eva Björk og núverandi eiginmað­ ur hennar eiga samtals sex börn og eru tvö þeirra, eldri sonur Evu og stjúpdóttir hennar, skráð með lög­ heimili hjá þeim. Hin fjögur búa hjá þeim aðra hverja viku. Sam­ kvæmt skilmálum tryggingafé­ lagsins eru aðeins þeir sem búa á lögheimilinu skráðir undir heimil­ istrygginguna. „Til dæmis, ef son­ ur minn brýtur sjónvarpið heima hjá okkur þá þýðir það að ég þarf að leita í tryggingar fyrrverandi mannsins míns. Samt hef ég ekk­ ert að segja um það hvernig hann er tryggður hjá pabba sínum. Mér finnst það mjög undar­ legt að ég geti gert allt fyrir yngri son minn, og stjúpdóttur mína, en ekkert fyrir eldri son minn, sem ég sá um að koma í heiminn og ala upp jafnt á við pabba hans,“ segir Eva jafnframt. „Það er ömurlegt að þurfa stöðugt að segja við eldri son minn : „Nei, ég get ekki gert þetta, þú verður að spyrja pabba þinn.“ Eva tekur fram að vissulega skilji hún ástæður þess að það sé ríkinu í hag að hafa lögheimilis­ skráningu á einum stað. Þá sé skiljanlegt að tryggingafélög vilji koma í veg fyrir möguleg bótasvik með því að tryggja einungis þá sem skráðir eru á lögheimili. Það hljóti þó að vera hægt að koma í veg fyrir slíkt með öðrum hætti. „Ég skil ekki af hverju það er ekki búið að uppfæra kerfið hjá Þjóðskrá fyrir löngu, þannig að börn séu skráð hjá báðum foreldr­ um, en ekki bara lögheimilisfor­ eldrinu. Það er sjálfsagt að báðir foreldrar séu skráðir forsjáraðilar. Það sjá það allir að þetta kerfi er fyrir löngu orðið úrelt, enda er það sniðið í kringum þessa hefð­ bundnu vísitölufjölskyldu. Það er mjög sárt og leiðinlegt að geta ekki sinnt sínu eigin barni vegna þess að samkvæmt kerfinu er ég ekki foreldri þess.“ „Löggjafinn á ekki að gefa öðru foreldrinu ríkari rétt“ Umræðan um tvöfalda lögheimil­ isskráningu og ójafna réttarstöðu foreldra í forsjármálum hefur far­ ið hátt undanfarin misseri. Í sept­ ember síðastliðnum lögðu þing­ menn Viðreisnar fram frumvarp til laga sem heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum for­ sjárforeldrum. Fram kom í greina­ gerð að þegar foreldrar hafi tekið ákvörðun um að fara sameiginlega með forsjá barns í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita, en hvort á sínu heimilinu, þá eigi löggjafinn ekki að gefa öðru foreldrinu ríkari rétt en hinu til ákvarðanatöku um hagi barnsins. Samband íslenskra sveitarfé­ laga studdi ekki hins vegar frum­ varpið en í umsögn sambandsins, sem skilað var inn í október síð­ astliðnum, segir meðal annars að tvöföld lögheimilisskráning barna „geti haft veruleg áhrif á þjónustu og útgjöld sveitarfélaga, ekki síst í skólamálum.“ Um þessar mundir liggja fyrir drög í samráðsgátt Stjórnarráðsins að frumvarpi til breytinga á barna­ lögum auk breytinga á ýmsum lögum sem varða skipta búsetu og meðlag. Fram kemur í greinar­ gerð að markmiðið sé að stuðla að sátt og jafnari stöðu þeirra foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala það upp saman á tveimur heimilum: „Þetta nýja fyrirkomulag gerir ráð fyrir að foreldrar geti alfarið unnið saman í öllum málum er varða barnið. Samningur um skipta búsetu barns gerir því ríkar kröfur til foreldra um samstarf, virðingu, tillitssemi og sveigjan- leika. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að búseta barns verði að vera nákvæmlega jöfn á báðum heimilum. Almennt skal gera ráð fyrir því að barn búi álíka jafnt til skiptis hjá foreldrum, en að öðru leyti er það í höndum foreldra að finna það fyrirkomulag sem hent- ar best þörfum barnsins. Foreldrar skulu komast að samkomulagi um hjá hvoru þeirra barn eigi lögheimili og hjá hvoru þeirra barn eigi búsetuheimili. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að samningur um skipta búsetu sé háður staðfestingu sýslumanns. Með hliðsjón af ríkum kröfum um samstarf foreldra og sameiginlega ákvarðanatöku er ekki gert ráð fyrir að dómstóll geti dæmt skipta búsetu barns þegar foreldra grein- ir á.“ n PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI Er ekki móðir sonar síns samkvæmt kerfinu: „Það er mjög sárt og leiðinlegt að geta ekki sinnt sínu eigin barni“ Segir að sameiginleg forsjá hafi ekkert gildi hjá hinu opinbera„Þess vegna erum við alltaf að reka okkur á vegg af því að í þjóðskrá er einungis pabbi stráksins skráður sem foreldri hans Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Eva Björk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.