Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 48
48 8. mars 2019FRÉTTIR E ltihrellar eru yfirleitt með persónuleikaröskun, ekki geðsjúkdóm. Það veitir þeim ánægju að hafa völd yfir öðrum. Eltihrellir er yfirleitt skil­ greint sem manneskja sem eltir og fylgist með annarri manneskju á ákveðnu tímabili. Þetta er því tegund af áreiti sem oftast hefur þann tilgang að valda ótta. En svo hefur enska orðið „stalking“ líka verið notað yfir þá sem elta frægt fólk sem það sækist eftir upplýs­ ingum um eða kynnum við, þá er tilgangurinn ekki endilega að valda ótta. Þetta er tegund af of­ beldi. Það er mikilvægt að gerend­ ur átti sig á að þeir eru að beita of­ beldi sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur. Þetta hefur Margrét Valdimars­ dóttir, sem kennir tölfræði og af­ brotafræði við HÍ, og er sérfróð um mál tengd lögreglu og afbrotum, meðal annars að segja um elti­ hrella: „Þeir hafa skort á hvötum sín­ um og það veitir þeim ánægju að upplifa að þeir hafa völd yfir öðr­ um. Algengt er að eltihrellar hafi almennt tilhneigingu til að beita ofbeldi.“ En hvaða þekktir Íslendingar hafa lent í þeirri erfiðu lífsreynslu að vera eltir af ofbeldismönnum? DV birtir hér nöfn og frásagnir nokkurra þekktra Íslendinga. List­ inn er án efa lengri og þá er líklegt að fjöldi Íslendinga hafi ekki opn­ að sig opinberlega um þessa erfiðu lífsreynslu. Á sta Kristrún Ragnarsdóttir og fjölskylda hennar máttu þola alvarlegar hótanir og ofsóknir frá nafnlausum einstaklingi í tvö ár. Ásta er gift tónlistarmanninum Valgeiri Guð­ jónssyni og eiga þau saman þrjú börn. Lögreglan upplýsti málið á sínum tíma en saksóknari neitaði að gefa út ákæru, enda var eigin­ maður geranda vel tengdur inn í dómskerfið. DV ræddi við Ástu, sem áður hefur rætt málið við Vikuna. Valgeir hefur einnig rætt þetta áður við DV. Átján bréf á tveimur árum Nafnlaus hótunarbréf tóku að berast laust fyrir aldamótin. Ásta hafði áður starfað sem forstöðu­ maður við Námsráðgjöf Háskóla Íslands í átján ár. Hún lenti þar í átökum við þrjá starfsmenn sína vegna persónulegra vandamála í einkalífi þeirra og áfengisvanda. Tveir þessara starfsmanna höfðu til margra ára verið sam­ ferða henni í námi og nánir heim­ ilisvinir að auki áður en ósköp­ in skullu yfir. Á þeim tíma hafði einnig nýr rektor tekið við sem tók á málum með þeim hætti að Ásta lét af störfum. Ásta hafði í gegn­ um árin verið ötull málsvari nem­ enda og náð að rétta hlut þeirra. Í hugskotum þeirra sem bíða lægri hlut í málum getur blundað undir yfir borðinu reiði sem brýst stund­ um út á mismunandi vegu þegar tækifæri gefst. Skort á stuðningi við Ástu rek­ ur hún til slíkra viðbragða. Þessi viðsnúningur leiddi til þess að Ásta hætti hún störfum í háskól­ anum og hóf eigin ráðgjafarstofu. Rétt eftir starfslokin fóru bréfin að berast og Ástu grunaði í fyrstu að þau kæmu frá einni af fyrrverandi samstarfskonum hennar enda voru fyrstu bréfin uppfull af fag­ legu níði. Alls bárust þeim átján bréf á tveimur árum. Þau innihéldu hótanir um líkamsmeiðingar af margvíslegum toga, íkveikju og rætinn róg af ýmsu tagi. Bréfið sem hratt rannsókn lögreglunnar af stað af fullum þunga var metið mjög alvarlegt en það innihélt hvítt duft. Átta ára dóttir þeirra opnaði bréfið. Ofsóknirnar höfðu mikil áhrif á alla fjölskylduna, ekki síst Ástu sjálfa. „Þetta var morð, tilfinningalegt morð. Þetta gerði það að verkum að ég hrundi. Ég gat ekki verið ein, gat ekki keyrt bíl og hætti að mæta á mannamót. Hvar sem ég var þurfti ég alltaf að hafa varann á mér og hafa útleið. Börnin okk­ ar voru aldrei látin ganga heim úr skóla. „Það að vita ekki hver ger­ andinn var, var sérstaklega erfitt,“ segir Ásta og það tekur mikið á hana að rifja upp þennan tíma. „Þetta eru ör sem aldrei gróa.“ Flokkaði og greindi hótanirnar Ásta þurfti að leita sér læknis­ aðstoðar og hún segir það hafa tekið hana mörg ár að geta orðið virk í samfélaginu á nýjan leik. Bakgrunnur hennar í fræðunum hafi þó hjálpað við að takast á við þetta. „Þegar ég hugsa til baka stend­ ur upp úr sú mikla sorg að missa af stórum hluta lífs barnanna. Ég fór í veikindafasa og gat ekki veitt þeim það sem móðir ætti að geta veitt börnum og ótti minn smit­ aðist yfir á þau. Þessi ógn er svo djúpstæð. Þú veist ekki hver er þarna úti í myrkrinu og þú veist ekki hvenær gerandinn ætlar í raun að láta til skarar skríða og láta verða að hótununum.“ Var hvert bréf jafn hræðilegt eða vandist þetta? „Nei, þetta vandist aldrei. Bréf­ in fóru í raun hríðversnandi.“ En ég notaði minn faglega bakgrunn til að rannsaka og flokka óhugnað­ inn sem stóð í bréfunum. Mér fór að takast að greina í þeim megin hótunarflokka. Einn þeirra laut að grófum misþyrmingum, þá alltaf faglegt níð, einn um manninn minn þar sem spilað var inn á af­ brýðisemi og svo framvegis. Þegar ég var byrjuð á að lesa bréfin og greina efnið á þennan hátt náði ég betri stjórn á óttanum og reyndi að virkja hugann á rökrænum forsendum. Þannig vann ég með rannsóknarlögreglunni og með hennar hjálp fikraði ég mig fram veginn í leitinni að mögulegum geranda. Tímaþáttur atburða sem nýttir voru til að lýsa og tæta niður persónu mína var líka mikilvægur í greiningarferlinu. Það reyndist mér mikill styrkur að geta tekist á við tilfinningarnar rökrænt og rætt og beitt skipulagðri hugsun. Rannsóknarlögreglumaður sem stýrði málinu reyndist mér ómet­ anlega vel og hann sýndi aðstæð­ um okkar allra einstakan skilning og virðingu.“ Hvítt duft Ásta er þakklát lögreglunni fyrir það hvernig þessu máli var sinnt og fylgt eftir. En lögreglan á jafn­ an erfitt með að takast á við mál á borð við þetta sökum fjárskorts. Rannsóknarlögreglan fylgdist með þeim og vissi af þeirra máli. Alvarlegasta atvikið var þegar bréfið með duftinu barst á Ægis­ síðuna, þar sem fjölskyldan bjó á þeim tíma. Þá var miltis­ brandsógnin í hámæli. „Dóttir mín, þá átta ára, tók bréfabunka upp og setti hann á borðið í forstofunni. Þá fór duft út um allt og hana fór að svíða í aug­ un og eldroðnaði í framan. Lög­ reglan og sjúkrabílar komu undir eins og ég fékk algjört taugaáfall. Það var verið að hræða okkur og láta okkur halda að þetta væri miltisbrandur, en við efnagrein­ ingu kom í ljós að þetta var sódi, hjartarsalt og eitthvað fleira.“ Málið upplýstist en saksóknari neitaði að taka það Eftir tveggja ára ógn fengu þau loks orðsendingu sem gat beint leitinni á rétta braut. Barst þá óhugnanlegur tölvupóstur, frá Hotmail­netfangi, sem var látið líta út eins og hann kæmi frá bróð­ ur Ástu. Í honum stóð að fylgst væri með þeim í hverju horni. „Við vorum með yndislega au­ pair stúlku sem fór þá upp á sitt einsdæmi og tilkynnti póstinn til „einelti á Hotmail“. Í fyrstu hafði verið talið að ekki yrði unnt að rekja sendinguna og til þess þyrfti dómsúrskurð í Bandaríkjunum. En sem betur fer brást Hotmail skjótt við og því var hægt að rekja IP­töluna. Við þá rakningu stað­ festist grunur minn sem ég hafði rætt við lögregluna um. Við­ komandi hafði vitaskuld neitað. Slóðin var sem sagt sem rakin og viðkomandi þá tekin nauðug í DNA­prufu sem sýndi samsvörun gagnvart lífsýnum á tveimur bréf­ anna.“ Þannig var að viðkomandi kona, sem er nú látin, var doktor í sálfræði, en ekki ein af þeim sem höfðu orsakað að Ásta hætti í starfi forstöðumanns, heldur kona sem átti harma að hefna frá því fimmtán árum áður, þegar Ásta hafði betur í faglegu máli sem háskólarektor studdi Ástu í. Rannsóknarlögreglan undirbjó málið mjög vel og sendi til sak­ sóknara, en saksóknari vísaði málinu frá. Eiginmaður geranda var hæstaréttarlögmaður, og annar af starfsmönnum Námsráðgjaf­ ar sem Ásta hafði bent á í upp­ hafi, var stjúpdóttir fyrrverandi ríkissaksóknara sem blandaði sér í málið þegar sú ábending kom upp. Það var mikið áfall fyrir Ástu og fjölskyldu hennar og augljós sönnun á frændhygli og spillingu í íslensku samfélagi þar sem nánd og krosstengsl hafa mikil áhrif á niðurstöður. Nú var þetta augljóst hegn- ingarlagabrot, hvaða svör fenguð þið frá saksóknara? „Að það væri ekki hægt að staðfesta að verstu bréfin, sem ekki fannst DNA á, væru frá sama aðila. Þessi tvö bréf sem voru með sýnunum á voru ekki með beinum líflátshótunum, en engu að síður mjög ógnandi og við­ bjóðsleg. Þótt IP­tala tölvunnar sem Hotmail ­tölvupósturinn hefði verið rakin til tölvu eig­ inmanns gerandans á heimili þeirra hjóna, dugði það ekki til að ríkissaksóknari teldi það nægar sannanir til að ákæra í málinu.“ Áfall að mæta dóttur geranda Ásta segist ekki í neinum vafa um að gerandinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða, auk þess að vera haldinn alvarlegum áfeng­ isvanda. Ásta hitti gerandann aldrei eftir að þetta kom upp, en vegir fjölskyldnanna áttu eftir að skarast engu að síður. „Tvö barna okkar völdu sálar­ fræði sem háskólanám og dóttir okkar, sem fékk duftið úr bréfinu á sig, er nú í framhaldinu í doktors­ námi í taugavísindum. Önnur dóttir gerandans er í sama fagi og samleið óhjákvæmileg. Sem betur fer er ekki samasemmerki á milli gjörða foreldra og barna þeirra og í þessu tilfelli eru líkindin sem dagur og nótt.“ Ásta segist hafa smám saman náð að byggja sig upp með hjálp góðs geðlæknis sem hún leitaði til snemma í hótunarferlinu. „Lækn­ irinn er kona og mikill fagmað­ ur og enn í dag nýt ég hennar lið­ sinnis. Málið allt hefur markað djúp spor hjá allri fjölskyldunni. Ég er ekki ekki jafn illa á mig kom­ in í dag, en ég hef aldrei náð mér að fullu.“ FRÆGIR ÍSLENDINGAR SEM HAFA VERIÐ OFSÓTTIR AF ELTIHRELLUM EINS OG Í HRYLLINGSMYND – ÁSTA KRISTRÚN OG VALGEIR GUÐJÓNSSON Kristjón Kormákur Guðjónsson Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is / kristjon@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.