Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Page 8
8 8. mars 2019FRÉTTIR Ráin er alhliða veitingahús í hjarta Reykjanesbæjar MATSÖLUSTAÐUR SKEMMTISTAÐUR RÁÐSTEFNUR ÁRSHÁTÍÐIR VEISLUR ÍSLENDINGAR SEM HORFIÐ HAFA ERLENDIS Íslenska þjóðin hefur fylgst harmi slegin með leitinni að Jóni Þresti Jónssyni sem hvarf í Dyflinni fyrir tæpum mánuði. Jón Þröstur er fjögurra barna faðir og er angist fjölskyldu hans allt að því áþreifanleg, eins og von er. Fátt er jafn óhugnanlegt og þegar einstaklingar hverfa sporlaust af yfirborði jarðar. Frá því um miðja síðustu öld hafa hátt á annan tug Ís- lendinga horfið á erlendri grundu. Í sumum tilfellum hafa jarðneskar leifar viðkomandi fundist mörgum árum síðar en önnur tilfelli teljast óupplýst. DV tók saman nokkur dæmi sem öll eiga það sameiginlegt að aldrei fannst tangur né tetur af hinum horfnu. Það var aðfaranótt mánudagsins 26. febrúar árið 1951 að vélskip- ið Víkingur frá Seyðisfirði lagð- ist að bryggju í hafnarborginni Aberdeen á austurströnd Skotlands. Einn sjómaðurinn um borð hét Hjörtur Bjarnason. Þetta var hefðbundin ferð, afl- inn var seldur á mánudeginum, olía tekin og síðan gert klárt fyr- ir brottför. Vitaskuld fóru skip- verjar í land til þess að lyfta sér örlítið upp fyrir áframhaldandi veiðar. Þrír skipverjar fóru á hótelið Stanley til að borða um sjöleytið; Björn Einarsson, fyrsti vélstjóri, og hásetarnir Þorgeir Jónsson og Hjörtur Bjarnason. Eftir tæpa tvo klukkutíma vildu Þorgeir og Hjörtur út en Björn ákvað að sitja áfram. Þegar átti að sigla daginn eftir var Hjört hvergi að finna. Í kjölfarið var skipulögð leit um alla borgina. Leitin bar ekki árangur og var skipstjóran- um á Víkingi gert að fresta sigl- ingunni um tvo daga á meðan hvarfið yrði rannsakað. Þegar Hjörtur fannst ekki að þeim tíma liðnum fékk skipstjórinn heimild til að sigla og hélt þá til Íslands. Hjörtur var fimmtugur að aldri, ókvæntur og barnlaus. Hann var talinn hið mesta prúð- menni og hafði oft verið gerð- ur að formanni á bátum. Skip- verjunum þótti ósennilegt að Hjörtur hefði fallið í höfnina og drukknað. Þá var talið úti- lokað að Hjörtur hefði fyrirfar- ið sér, þar sem ekkert benti til þess í fari hans. Leit var hætt í Aberdeen þann 8. mars 1951. Ragna Esther Sigurðardóttir var ung Reykjavíkurmær á stríðsár- unum þegar hún varð ástfangin af bandarískum hermanni, Emerson Lawrence, eða Larry eins og hann var kallaður. Þau gengu í hjónaband á Íslandi árið 1946 og fluttust síðan búferl- um til Portland í Oregon-fylki, þar sem Ragna tók upp nafnið Esther Gavin. Þegar til Ameríku var komið missti Ragna fljót- lega tengslin við fjölskyldu sína. Hjónin ættleiddu síðar meir tvö börn saman en eiginmað- ur Rögnu reyndist vera úlfur í sauðargæru og mátti hún þola hrottalegt ofbeldi af hans hálfu. Hjónin skildu og fékk Ragna þá fullt forræði yfir börnunum en árið 1951 var þeim komið fyrir hjá fósturforeldrum. Árið 1952 hvarf Ragna spor- laust , þá 23 ára gömul, en lengi vel var talið að Larry hefði ráð- ið henni bana. Árið 2011 greindi RÚV frá því að ættingjar Rögnu væru að reyna að komast að því hver örlög hennar hefðu orðið. Í ljós kom að Ragna upplifði meiri viðbjóð en nokkurn hefði órað fyrir. Dóttir Larry lýsti föður sín- um sem skrímsli og kynferðislega brengluðum og fram kom að eitt sinn hefði Ragna legið í hálfan mánuð á spítala eftir ofbeldi af hálfu eiginmanns síns. Í janúar 2012 var rannsókn málsins tekin upp á ný hjá lög- reglunni í Portland. Sama ár fékk fjölmiðlakonan Lillý Valgerður Oddsdóttir áhuga á málinu og lagðist í mikla rannsóknarvinnu. Í kjölfarið kom í ljós að Ragna hafði mörgum árum áður breytt nafni sínu í Ragna E. Íshólm, af ótta við fyrrverandi eiginmann sinn. Hún hafði gifst á ný og eignast tvö börn með seinni eig- inmanni sínum. Áttu þau langt og farsælt hjónaband en Ragna hélt sorglegri fortíð sinni ávallt leyndri fyrir börnum sínum. Hún lést af völdum lungnakrabba árið 2002. Friðrik Kristjánsson hvarf spor- laust í Paragvæ vorið 2013, þá þrítugur að aldri. DV hefur fjallað töluvert um málið síðustu misseri en ýmsar sögur hafa verið uppi um hvarf Friðriks, sem talið er tengjast fíkniefnaheiminum hér á landi. DV greindi frá hvarfi Friðriks í maí 2013 þar sem fram kom að lögregluyfirvöld hér á landi hefðu rannsakað málið í samvinnu við fjölskyldu og vini Friðriks. Þá leit- uðu íslensk lögregluyfirvöld lið- sinnis lögregluyfirvalda í Bras- ilíu og Paragvæ við leitina og fór Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar Lögreglunnar á höfuð borgarsvæðinu, ásamt öðrum manni til Paragvæ í lok árs 2013 til að að- stoða við leit að Friðriki. Í maí 2017 ræddi DV við vini og félaga Friðriks sem umgengust hann seinustu mánuðina fyrir hvarfið. Sögðu þeir að síðustu mánuðir Friðriks á Íslandi hefðu einkennst af gíf- urlegri fíkniefnaneyslu og ofbeldi. Einn af félögum hans sagðist telja fullvíst að Friðrik hefði ver- ið þvingaður til að fara til Suður- -Ameríku til að vinna upp í fíkni- efnaskuld. Síðast er vitað um ferðir Frið- riks þann 27. mars 2013 en þá hr- ingdi hann í vin sinn og sagðist vera á rútustöð í Brasilíu. Hann sagði vini sínum að hann væri á leiðinni yfir landamærin til Para- gvæ en ekkert gaf þá til kynna að hann væri í vandræðum. Nokkrum dögum síðar hringdi hann þrisvar með stuttu tímabili í fyrrverandi kærustu sína sem náði ekki að svara. Á 33 ára afmælisdegi Friðriks birti Vilborg Einarsdóttir, stjúp- móðir hans, færslu á Facebook- -síðu sinni þar sem hún sagði fjölskylduna halda enn í vonina um að hann fyndist. Fjölskylda og vinir Friðriks hafa lýst honum sem „hugljúfum, framúrskarandi námsmanni og öflugum íþrótta- manni.“ Hann er sagður hafa ver- ið metnaðarfullur og með allt á hreinu þar til hann leiddist út í neyslu fíkniefna. Hala Mohamed Zaki Ibrahim hvarf sporlaust í júníbyrjun 2016. Hala fæddist í Egyptalandi en hafði verið búsett á Íslandi í fjölda ára, var komin með ís- lenskan ríkisborgararétt og starf- aði sem leiðbeinandi á leikskóla. Lýst hefur verið eftir Hala á vef Interpol en ekkert hefur til hennar spurst. Á vef Interpol kemur fram að Hala hafi horfið á Íslandi en þegar Fréttablaðið ræddi við Lögregluna á höfuð- borgarsvæðinu í mars 2017 feng- ust þau svör að málið væri úr höndum embættisins þar sem talið væri að Hala væri stödd í Egyptalandi. Þá kom jafnframt fram að ekki væri uppi grunur um saknæma háttsemi í tengsl- um við hvarf hennar, og að lýst hefði verið eftir henni að beiðni fjölskyldumeðlima. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is ZAKI IBRAHIM HALA MOHAMED HJÖRTUR BJARNASON RAGNA E. SIGURÐARDÓTTIR FRIÐRIK KRISTJÁNSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.