Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 34
Allt fyrir börnin 8. mars 2019KYNNINGARBLAÐ Barnaloppan í Skeifunni 11d er stórsniðugt framtak sem Guð-ríður Gunnlaugsdóttir og mað- urinn hennar, Andri Jónsson, settu á laggirnar í fyrravor. „Hugmyndin var í grunninn að opna markað þar sem fólk getur komið og leigt bása til þess að selja notaðar barnavörur svo sem barnaföt, leikföng, barnavagna, bíl- stóla og margt fleira,“ segir Guðríður. Endurnýting fyrir umhverfið „Það er gífurlegt magn af barnavör- um í góðu standi sem fer á haugana af því að fólk veit ekki hvernig það getur auðveldlega losað sig við þær. Það er alger synd því það fer svo ótal margt til spillis í dag og við þurfum öll að fara að hugsa betur um umhverf- ið.“ Barnaloppan er sterkur liður í því að minnka sóun í nútímasamfélagi. „Nánast allar vörur hér eru endur- nýttar og er það meginhugsjónin að bjóða eingöngu upp á endurnýttar vörur. Barnavörur eru margar hverjar notaðar í svo stuttan tíma í senn og þá sérstaklega fyrstu árin, því krílin stækka svo hratt. Þess vegna er gott að fleiri fjölskyldur geti notið þeirra.“ En hvernig virkar þetta? „Seljandi leigir bás að lágmarki í eina viku og verðleggur sínar eigin vörur. Við erum með verðmiða með strik- amerkjum hér í búðinni og þegar vörurnar eru komnar í básinn þá sjá- um við alfarið um restina, aðstoðum viðskiptavininn og sjáum um söluna á vörunum. Seljandinn þarf því ekki að vera sjálfur á staðnum eins og á sambærilegum mörkuðum. Þá er hægt að fylgjast með sölunni rafrænt í gegnum internetið. Við greiðum seljandanum svo söluhagnaðinn með millifærslu samdægurs. Þetta getur varla verið einfaldara!“ Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt! BARNALOPPAN: 1. Bókaðu bás sem hentar þér Þegar þú bókar bás færðu sendan aðgang inn á innri síðuna okk- ar, Loppubókun.is. Þar skráir þú inn verðin á þeim vörum sem þú hyggst selja í Barnaloppunni. Við komu í verslunina verða verðmiðar með strikamerkjum klárir til af- hendingar. ATH. Ef óskað er eftir að selja stærri vörur, eins og t.d. vagn, kerru eða bílstól, er möguleiki að koma þeim fyrir á stóra svæð- inu hjá okkur og kostar það 300 kr. fyrir hvern hlut og fer greiðsla fram við komu í verslun. Einnig er hægt að greiða fyrir tiltekt í básum við komu í verslun. Nánari upplýsingar má finna í skilmálum okkar. 2. Komdu vörunum þínum fyrir í básnum Við komu í Barnaloppuna verða þér útvegaðir verðmiðar og herða- tré. Einnig eru þjófavarnir í boði og perlur í mismunandi litum sem settar eru á herðatrén til að stærðarmerkja, en það er að sjálfsögðu valkvætt. Þú kemur vör- unum fyrir, og við mælum með að tekin sé mynd af básnum til þess að deila á samfélagsmiðlum og auglýsa þannig básinn þinn. 3. Við sjáum alfarið um söluna Við þjónustum viðskiptavini versl- unarinnar og seljum vörurnar þínar fyrir þig. Þú getur ávallt fylgst með sölunni þinni frá degi til dags í gegnum Loppubókun undir „Yfirlit“, en við ráðleggjum þó að kíkt sé við meðan á leigutíma stendur til að halda básnum snyrtilegum og/eða fylla á hann. 4. Við greiðum þér út söluhagnaðinn Söluhagnaðurinn er greiddur út með millifærslu og því máttu gjarnan gefa okkur upp reiknings- númer og kennitölu þegar þú óskar eftir greiðslu, hvort sem það er á miðju tímabili eða í lokin. Millifærsl- ur eru framkvæmdar sama dag og greiðslu er óskað. Þóknun er 15% af heildarsölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.