Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Síða 34
Allt fyrir börnin 8. mars 2019KYNNINGARBLAÐ Barnaloppan í Skeifunni 11d er stórsniðugt framtak sem Guð-ríður Gunnlaugsdóttir og mað- urinn hennar, Andri Jónsson, settu á laggirnar í fyrravor. „Hugmyndin var í grunninn að opna markað þar sem fólk getur komið og leigt bása til þess að selja notaðar barnavörur svo sem barnaföt, leikföng, barnavagna, bíl- stóla og margt fleira,“ segir Guðríður. Endurnýting fyrir umhverfið „Það er gífurlegt magn af barnavör- um í góðu standi sem fer á haugana af því að fólk veit ekki hvernig það getur auðveldlega losað sig við þær. Það er alger synd því það fer svo ótal margt til spillis í dag og við þurfum öll að fara að hugsa betur um umhverf- ið.“ Barnaloppan er sterkur liður í því að minnka sóun í nútímasamfélagi. „Nánast allar vörur hér eru endur- nýttar og er það meginhugsjónin að bjóða eingöngu upp á endurnýttar vörur. Barnavörur eru margar hverjar notaðar í svo stuttan tíma í senn og þá sérstaklega fyrstu árin, því krílin stækka svo hratt. Þess vegna er gott að fleiri fjölskyldur geti notið þeirra.“ En hvernig virkar þetta? „Seljandi leigir bás að lágmarki í eina viku og verðleggur sínar eigin vörur. Við erum með verðmiða með strik- amerkjum hér í búðinni og þegar vörurnar eru komnar í básinn þá sjá- um við alfarið um restina, aðstoðum viðskiptavininn og sjáum um söluna á vörunum. Seljandinn þarf því ekki að vera sjálfur á staðnum eins og á sambærilegum mörkuðum. Þá er hægt að fylgjast með sölunni rafrænt í gegnum internetið. Við greiðum seljandanum svo söluhagnaðinn með millifærslu samdægurs. Þetta getur varla verið einfaldara!“ Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt! BARNALOPPAN: 1. Bókaðu bás sem hentar þér Þegar þú bókar bás færðu sendan aðgang inn á innri síðuna okk- ar, Loppubókun.is. Þar skráir þú inn verðin á þeim vörum sem þú hyggst selja í Barnaloppunni. Við komu í verslunina verða verðmiðar með strikamerkjum klárir til af- hendingar. ATH. Ef óskað er eftir að selja stærri vörur, eins og t.d. vagn, kerru eða bílstól, er möguleiki að koma þeim fyrir á stóra svæð- inu hjá okkur og kostar það 300 kr. fyrir hvern hlut og fer greiðsla fram við komu í verslun. Einnig er hægt að greiða fyrir tiltekt í básum við komu í verslun. Nánari upplýsingar má finna í skilmálum okkar. 2. Komdu vörunum þínum fyrir í básnum Við komu í Barnaloppuna verða þér útvegaðir verðmiðar og herða- tré. Einnig eru þjófavarnir í boði og perlur í mismunandi litum sem settar eru á herðatrén til að stærðarmerkja, en það er að sjálfsögðu valkvætt. Þú kemur vör- unum fyrir, og við mælum með að tekin sé mynd af básnum til þess að deila á samfélagsmiðlum og auglýsa þannig básinn þinn. 3. Við sjáum alfarið um söluna Við þjónustum viðskiptavini versl- unarinnar og seljum vörurnar þínar fyrir þig. Þú getur ávallt fylgst með sölunni þinni frá degi til dags í gegnum Loppubókun undir „Yfirlit“, en við ráðleggjum þó að kíkt sé við meðan á leigutíma stendur til að halda básnum snyrtilegum og/eða fylla á hann. 4. Við greiðum þér út söluhagnaðinn Söluhagnaðurinn er greiddur út með millifærslu og því máttu gjarnan gefa okkur upp reiknings- númer og kennitölu þegar þú óskar eftir greiðslu, hvort sem það er á miðju tímabili eða í lokin. Millifærsl- ur eru framkvæmdar sama dag og greiðslu er óskað. Þóknun er 15% af heildarsölu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.