Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 24
24 MATUR 8. mars 2019 61 Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Fór á safaföstu n Jónína Ásdís heldur einkennum sjúkdóma sinna að mestu leyti niðri með mataræði n Drakk safa á aðfangadagskvöld J ónína Ásdís heilsumark- þjálfi lauk 61 dags safaföstu síðastliðinn janúar. Hún var því á safaföstu yfir jólin og drakk safa á aðfangadagskvöld líkt og aðra daga. Jónína Ásdís hafði kynnt sér safaföstur í mörg ár áður en hún lét til skarar skríða. Hún segir ástæðuna fyrir safaföst- unni hafa verið heilsutengda en hún glímir við liða- og vefjagigt og iðraólgu. Í samtali við DV fer Jónína Ás- dís yfir safaföstuna, ávinninginn og hvernig hún entist svona lengi. Hvað er safi og hvernig virkar safafasta? „Safi er þegar þú tekur hratið, sem eru trefjarnar, úr ávöxtum og grænmeti. Það er einfaldasta lýs- ingin á þessu,“ segir Jónína Ásdís og heldur áfram: „Þegar þú drekkur safa færðu næringuna mjög fljótt í líkamann því þú ert búin að fjarlæga það sem fer í gegnum allt meltingarkerfið. Þannig þú færð vítamín, stein- efnin og orkuna úr safanum mjög snögglega. Þú ert að hjálpa líkam- anum að fá næringu án þess að hann þurfi að hafa mikið fyrir því. Þannig að þú ert í rauninni að gefa meltingunni hvíld, því þú ert að fá mjög mikla næringu á mjög ein- faldan máta.“ Jónína Ásdís tekur fram að safaföstur séu ekki æskilegar fyrir ófrískar konur eða konur með barn á brjósti. Heilsufarsástæður Jónína Ásdís er með vefjagigt, liðagigt og iðraólgu (IBS). Hún hefur haldið einkennum sjúk- dóma sinna að mestu leyti niðri með mataræði. Hún hefur verið á hráfæði síðustu tvö ár. Jónína Ás- dís varð vegan fyrir sex árum og á sama tíma hætti hún að borða glúten og allan viðbættan sykur. „Ég hef verið að kljást við alls konar líkamleg verkefni og ég hef séð hvernig ég get haft áhrif á það hvernig mér líður með matar- æði. Ég fór því á safaföstu af heilsufarsástæðum. Ég var ekki að gera þetta til að létt- ast eða neitt þannig, heldur algjörlega heilsunnar vegna,“ segir Jónína Ásdís og bætir við: „Það er ekkert í mataræðinu mínu sem myndi teljast óhollt, og því var safafastan næsta skrefið fyrir mig í átt að betri heilsu. Mig lang- aði að sjá hversu mikið ég myndi ná bólgum niður með því að fara á safaföstu. Með því að næra líkama minn, án þess að hann þyrfti að hafa fyrir því, vildi ég reyna að gefa honum svigrúm til að vinna í þeim bólgum og sjúkdómum sem ég er með.“ Löng safafasta Áður en Jónína Ásdís fór á safa- föstuna hafði hún hugsað sér að taka langa safaföstu sem yrði 30– 60 dagar. „Ég var með það hugarfar að á meðan ég trúði því að ég væri að gera mér gott myndi ég halda áfram,“ segir Jónína Ásdís. Þegar Jónína Ásdís byrjaði á safaföstunni var hún búin að búa sig undir að líðan hennar kynni að versna áður en hún myndi skána og sú varð raunin. „Mér byrjaði að líða vel á sautj- ánda degi. Það tók líkamann þenn- an tíma að aðlagast alveg safaföst- unni og búa til nýtt norm. En það sem ég lærði af henni núna var að ég myndi fara öðruvísi inn í safa- föstuna og ég myndi brjóta hana öðruvísi. Ég myndi gefa mér lengri tíma í að fara hægar í föstuna og einnig enn hægar úr henni.“ Jónína Ásdís segir að margir finni fyrir „afeitrunareinkennum“ þegar þeir fara á safaföstur. Hún fór úr hráfæði í safaföstu svo það var ekki mikið áfall fyrir líkama hennar. Mesti munurinn lá í trefj- unum, eða skorti á þeim, og þurfti líkaminn að aðlagast því. Fann ekki fyrir hungri „Ég fann ekki almennilega fyrir hungri fyrr en ég braut föstuna. Ef ég var búin að undirbúa daginn gekk þetta mjög vel. Ég drakk líka mjög mikið af safa. Ég drakk nokkra lítra af safa á dag en magn- ið var misjafnt eftir dögum,“ segir Jónína Ásdís. Til að gera grænan safa notaði Jónína Ásdís gúrkur, grænkál, romaine-kál, brokkolí og perur. Hún notaði oftast þessi hráefni en blandaði þeim á mismunandi hátt. Jónína Ásdís drekkur enn þá mikið magn af grænum safa og byrjar yfirleitt daginn á honum. Safi í jólamatinn Jónína Ásdís var á safaföstunni yfir jólin. Hún er hráfæðisæta svo hún borðar ekki hinn hefðbundna jólamat. Aðspurð hvort það hafi verið skrýtið að drekka safa á að- fangadagskvöld svarar Jónína Ás- dís neitandi: „Það gekk mjög vel. Alltaf þegar ég tek ákvarðanir um að gera eitthvað er sannfæringin svo sterk að það er ekkert sem get- ur brotið það. Ef ég trúi því að ég sé að gera gott fyrir mig og hef trú á því sem ég er að gera þá dofnar allt hitt.“ Jónína Ásdís segir að hún hafi sett safann í skál og borðað eins og súpu. „Eldri strákurinn minn vildi líka fá safa í skál og fékk sér með mér með jólamatnum.“ Borðaði eftir 61 dag Jónína Ásdís fann mun á líkama sínum þegar hún gerði líkams- þyngdaræfingar heima og teygjur. „Ég fann að ég var léttari á mér. Þegar maður er með gigt er maður stífari, en það var léttara fyrir mig að hreyfa mig.“ Jónína Ásdís byrjaði að borða aftur 21. janúar, eftir að hafa drukkið einungis safa í 61 dag. Hún segist hafa byrjað að borða vatnsmelónu og síðan aðra vatns- ríka ávexti og grænmeti eins og gúrkur. Jónína Ásdís segir ávinninginn hafa verið margs konar. Fyrir utan að hafa liðið betur líkamlega seg- ir hún að hún hafi verið skýrari í kollinum. „Markmiðið í öllu sem ég geri er líka alltaf að skilja meira og læra meira. Með aukinni þekkingu og meðvitund get ég gert betur og hugsað betur um mig og aðra,“ segir Jónína Ásdís. n 61 dags Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.