Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 56
56 8. mars 2019 2 ár liðu frá því að bandaríska parið Brian Dann og Shelly Parks fóru að rugla saman reytum þar til sambandinu lauk á páskasunnudegi, 4. apríl árið 1999. Sambandi þeirra lauk fyrir fullt og allt. Þannig var mál með vexti að kvöldið áður hafði Dann litið við hjá fyrrverandi kærustu sinni, Tinu Pace-Morrell, til að fá lánaða skammbyssu. Dann sagði Tinu í fyrstu að einhver vildi hann feigan, en venti síðan sínu kvæði í kross ag sagði að vinur hans, og bróðir Shelly, Andrew Parks, hefði skotið á hann fyrr þann dag. Hann þyrfti byssu til að verja sig því einhverjar eigur hans voru í íbúð Andrews og hann hygðist sækja þær. Tina reyndi í fyrstu að telja Dann hughvarf, en þegar það gekk ekki lánaði hún honum .38 kalíbera skammbyssu. Klukkan þrjú, aðfaranótt páskasunnudags, ruddi Dann sér leið inn í íbúð SAKAMÁL B andaríska konan Lofie Lou- ise Preslar var ekki við eina fjölina felld í karlamálum. Louise fæddist 20. septem- ber, 1880, í Bienville í Louisiana. Fjölskylda hennar var ágæt- lega efnuð og hún fékk fyrsta flokks menntun, og dýra, en var vikið úr skóla vegna ósæmilegrar hegðunar. Árið 1903 giftist Louise far- andsölumanni, Henry Bosley, en hjónabandið varð endasleppt. Henry svipti sig lífi eftir að hafa komið að Louise með öðrum karl- manni. Louise settist þá að í Boston, bjó þar um skeið og sá sér farborða sem háklassa vændiskona. Til að drýgja tekjurnar enn frekar stal hún verðmætum af viðskiptavinum sín- um. Slapp fyrir horn Síðar flutti Louise til Waco í Texas. Þar hóf hún samband við auðugan olíubarón, Joe Appel. Herra App- el kembdi ekki hærurnar því hann fannst myrtur og hafði einhver látið greipar sópa um skartgripa- hirslur hans. Louise var sökuð um glæpinn en tókst að sannfæra kviðdóm um að hún hefði banað honum þegar hann reyndi að nauðga henni, og þar við sat. Árið 1913 giftist Louise hótel- starfsmanninum Harry Faurote. Hann hlaut sömu örlög og fyrsti maður Louise og framdi sjálfs- morð eftir að hafa komið að henni í rúminu með öðrum manni. Enn einn olíujöfur Næstur á dagskrá hjá Louise var sölumaður að nafni Richard Peete. Þau gengu í hjónaband árið 1915 og eignuðust eina dóttur. Louise var við sama heygarðshornið, yf- irgaf eiginmann og dóttur og flutti til Los Angeles. Þar bjó hún með Jacob C. Dent- on, sem líkt og herra Appel var auðugur olíujöfur. Jacob hvarf árið 1920 og virtist týndur og tröllum gefinn. Þegar lögfræðingur Jacobs loks fékk lögregluna til að leita í híbýlum hans hafði Louise lagt land undir fót. Hún fór til Denver í faðm eiginmanns síns, Richards … ef einhver skyldi hafa gleymt nafni hans. Lífstíðardómur Lík Jacobs C. Denton fannst og Louise var ákærð fyrir morðið á honum. Í þetta skipti dugði ekk- ert elsku mamma og Louise fékk lífstíðardóm. Hún varði 18 árum á bak við lás og slá og einhvern tímann meðan á afplánun hennar stóð svipti Richard sig lífi. Eftir 18 ár fékk Louise reynslu- lausn og réð sig í vinnu sem ráðs- kona fyrir konu að nafni Jessie Marcy … sem fór yfir móðuna miklu ekki löngu síðar. Öldruð samstarfskona Louise féll einnig frá og ekki talið allt með felldu við fráfall hennar. Ekkert var þó að- hafst í málinu. Dauði og mannshvarf Louise fékk í kjölfarið vinnu hjá Emily nokkurri Dwight Latham. Emily þessi hafði reynst Louise haukur í horni þegar hún sótti um skilorð fyrrum. Nú, Emily dó og var andlát hennar, líkt og Jessie Marcy, talið hafa borið að með eðlilegum hætti. Árið 1944 fékk Louise enn eitt ráðskonustarfið. Í þetta sinn hjá fólki í Pacific Palisades í Kali- forníu. Þar var um að ræða Arthur C. Logan og eiginkonu hans, Margaret. Um svipað leyti giftist hún manni að nafni að nafni Lee Borden Judson. Falsaðar undirskriftir Margaret Logan hvarf og grunsemdir vöknuð um að maðk- ur væri í mysunni þegar einhver rak augun í illa falsaðar undir- Dropi af náttúrunni Nýjar bragðtegundir með lífrænum kjarnaolíum úr ferskri grænmyntu, engifer og fennil Kaldunnin þorsklifrarolía „Þegar kemur að næringu og heilsu vel ég aðeins það besta” Andri Rúnar Bjarnason Knattspyrnumaður Helsingborg LÍF OG DAUÐI Í ÆVI LOUISE n Fólk sem umgekkst Louise varð sumt hvert ekki langlíft n Þrír eiginmanna hennar sviptu sig lífi n Mætti örlögum sínum af reisn„Í þetta skipti dugði ekkert elsku mamma og Louise fékk lífstíðardóm. Fær reynslu- lausn Louise afplánaði 18 ár af lífstíðardómi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.