Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 22
22 FÓKUS - VIÐTAL 8. mars 2019 V ið hittum Björgvin Franz Gíslason fyrir í Borgar- leikhúsinu. Stutt er í frum- sýningu á söngleiknum Matthildi sem margir bíða með eftirvæntingu. Björgvin verður þar í stóru hlutverki, samhliða því að leika í Elly sem er nú komin yfir 200 sýningar. Munt þú eitthvað hitta fjöl- skylduna á næstunni? „Ég tek kannski á móti börn- unum þegar þau koma úr skól- anum en fyrir utan það verð ég í vinnunni,“ segir Björgvin kíminn. Það er létt yfir honum en jafnframt augljós spenna fyrir að fara að sýna annað stórt verk. Við settu- mst niður og ræddum saman um leiklistina, æskuna með ADHD, áfengisvandamálið á yngri árum og skammvinnt samstarf með Clint Eastwood. Flókin æska Björgvin Franz hefur aldrei form- lega verið greindur með ADHD. En fagfólk sem þekkir til hefur sagt honum að enginn vafi leiki á að hann sé haldinn því, líkt og fað- ir hans og dóttir. Þetta kom fram hjá Björgvini strax á leikskólaaldri en þá var hugtakið ekki þekkt hér á landi. „Leikskólakennararnir, ætt- ingjar og vinir voru allir að reyna að komast að því hvað væri að mér,“ segir Björgvin og skellir upp úr. „Lífið gat verið flókið en ég fékk mikinn stuðning frá foreldr- um mínum. Stór hluti af þessu er þráhyggja. Ég fékk til dæmis þrá- hyggju fyrir Rocky Horror um tíma. Á meðan aðrir strákar voru úti í fótbolta var ég að klæða mig í kjóla og korselett. Ég var alltaf að fara í eitthvert gervi. Leikskóla- kennararnir mínir mæltu eitt sinn með því að ég yrði sendur til sál- fræðings. Þá var ég alltaf úti í horni, setti á mig húfu, sagði ein- hverja setningu og hnerraði svo húfunni af mér. Aftur og aftur og aftur. Kennararnir héldu að það væri eitthvað meiriháttar að, en þá var ég með þráhyggju fyrir að leika atriði með mömmu úr ára- mótaskaupinu frá 1981. Þar sem hún hnerraði af sér hárkollu. Sál- fræðingurinn vissi heldur ekki hvað var að og greindi mig með óbilandi áhuga á leiklist,“ segir Björgvin og skellihlær. „Ég var líka með Tourette, eins og pabbi, endalausa kippi og búkhljóð. En ég óx upp úr því.“ Varstu erfiður krakki? „Ég held það þó að mamma vilji ekki heyra á það minnst. Ég hitt eitt sinn konu á djamminu sem hafði unnið í sumarbúðum í Vatnaskógi þar sem ég var. Hún sagði: „Björg- vin, þú varst svo leiðinlegt barn!“ Því ég hékk utan í starfsfólkinu og gat ekkert leikið mér með hin- um börnunum fyrir allri minni þráhyggju. Frændfólk mitt hefur einnig sagt mér að ég hafi verið al- gjörlega óalandi og óferjandi, uppi um allt og úti um allt.“ Björgvin segist vera einn af þeim heppnu. Hann hafi aldrei þurft að fara á lyf við ADHD og hafi náð meiri ró með hjálp jóga og íhugunar. Hann sé hins vegar ennþá að kljást við þetta og fari oft fram úr sér. En að sama skapi sé þetta drífandi afl. „Ég fæ einhverja hugmynd og framkvæmi hana samstundis, ég get ekki beðið. Hvort sem það er í leikhúsinu eða á heimilinu. Ég verð alltaf að laga allt strax. Oft kemur það fyrir að konan mín stoppar mig og segi mér að ég þurfi að hlusta,“ segir Björgvin og brosir. „Ég er líka ferlega þrjóskur og hika aldrei við áskoranir, sér- staklega ef þær eru á leiksviðinu. Þá er ég til í að gera hvað sem er.“ Hvernig eruð þið pabbi þinn saman, báðir með ADHD? „Það er mjög skrautlegt mix og geta orðið árekstrar, sérstak- lega þegar ég var yngri. Við áttum mjög góðar stundir og hann hefur alltaf stutt mig þegar ég hef farið í gervi og verið í karakter. Hann er eins og ég og meira að segja að- eins ýktari. Því lenti okkur stund- um saman. En við erum mjög góð- ir vinir í dag.“ Tvisvar í meðferð Þegar kom fram á unglingsárin breyttist Björgvin úr litlum tauga- veikluðum strák í töffara. Hann gekk í Austurbæjarskóla, átti fjölda vina, skartaði síðu hári, sól- gleraugum, rauðum kasmírjakka, Levi’s-gallabuxum og Harley Davidson-stígvélum. Snemma byrjaði hann að reykja og drekka. „Ég sat stundum á skólalóðinni og reykti. Eitt sinn kom kennari út og skammaði mig fyrir að reykja ekki á réttum stað. Þá var sem sagt sérstakt horn þar sem börn máttu reykja!“ Varstu vandræðaunglingur? „Nei, en ég fylgdi þeim eftir,“ segir Björgvin og skellihlær. „Ef þeir sprengdu upp klósett þá var ég rétt fyrir aftan og fyrstur til að hlaupa í burtu.“ Á yngri árum háði Björgvin sína baráttu við Bakkus. Áfengi varð Björgvin Franz Sneri aftur í leikhúsið með hvelli. M Y N D IR : H A N N A A N D R ÉSD Ó T TIR /D V Mjög náttúrulegt að leika konu n Björgvin Franz glímdi við ADHD og áfengisvanda n Hafði gefið leikhúsið upp á bátinn n Lék stjaksettan hermann hjá Clint Eastwood Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Núna finnst mér sem draumurinn sem ég hafði um leikhús sé að rætast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.