Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 49
8. mars 2019 FRÉTTIR 49 Karlmaður var dæmdur í hálfs árs fangelsi vegna hótana, húsbrota og nálgunarbannsbrota í garð Helga Áss Grétarssonar skák- meistara og fjölskyldu hans. Mað- urinn lét þó ekki staðar numið þar og var tvívegis kærður fyrir áreitni eftir að hann lauk afplán- un refsingar sinnar og vöknuðu upp margar spurningar í kjölfar- ið, um hvernig ætti að taka á slík- um málum. Í umfjöllun DV um málið árið 2005 sagði: „Sæll, Helgi minn, … ef þú snertir Ólöfu aftur, þá muntu óska þess að hafa aldrei fæðst,“ eru skilaboð sem Páll Þórðar- son las inn á sím- svara Helga Áss Grétarssonar, stór- meistara í skák, laugardaginn 11. október 2003. Páll er faðir þriggja barna Ólafar Völu Ingvarsdóttur sem fór frá honum og tók saman við Helga Áss. Sjúkleg afbrýðisemi varð til þess að Páll fór að ofsækja Helga og Ólöfu. Hann var dæmd- ur í hálfs árs fangelsi árið 2003 og er aftur fyrir dómi í dag. Sambandið var martröð Í dómnum segir Ólöf að Páll hafi verið í mikilli óreglu, ekki hald- ist í vinnu, verið þunglyndur og haft allt á hornum sér. Hann hafi farið til útlanda, komið aft- ur ári síðar og sagst vera breyttur maður; hættur að drekka og far- inn að vinna. Þau hafi aftur byrj- að að búa og flutt til Hveragerðis þar sem Páll lagðist enn og aft- ur í drykkju. Þá var Ólöf ófrísk að þriðja barni þeirra sem fæddist í september 1999. „Þetta var hreinasta martröð,“ var haft eftir Ólöfu í dómnum. Hún sleit sambúðinni og flutti til móður sinnar. Ólöf segist hafa verið mjög hrædd við Pál þegar þau bjuggu í Hveragerði; henni hafi fundist eins og hún væri í fangelsi. Páll hafi verið ofstopa- fullur og jafnvel bannað henni að fara úr húsi svo að nokkrum sinn- um þurfti hún að laumast út um glugga. Ólöf tók þó fram að Páll hafi ekki sýnt henni ofbeldi að ráði. Sumarið 2002 kynnist Ólöf svo skákmeistaranum Helga Áss Grétarssyni. Þau byrjuðu að búa en fljótlega fór fyrrverandi ást- maður Ólafar að varpa skugga sambandið. Ofsóknir Páls ein- kenndust af hótunarsímtöl- um, andlegu ofbeldi og lík- amlegu. Ofbeldið beindist ekki aðeins að Helga og Ólöfu heldur fjölskyldu hans, vinum og ættingjum. Skorið var á dekkin á bíl Helga, ætandi efni hellt á lakkið og bílar bróður hans og föður voru einnig skemmdir. Í einum af dramatískustu köflum dómsins lýsti Ólöf því þegar Páll kom óboðinn á heimili hennar á Vestur- götunni. Ólöf Vala var með sjö ára dóttur sína með sér þegar Páll vatt sér upp að henni og ýtti henni inn í sorpgeymslu við húsið. Morðhótanir Páll lokaði dyrunum og króaði Ólöfu af. Hann tók upp einnota hanska, barefli og hótaði að drepa Ólöfu. Hann festi hálsfesti með krossi um háls hennar, lét hana setja á sig þykkan skraut- hring og sagði að hann vildi að hún bæri hálsfestina þegar hún dæi. Á meðan Ólöf var föst inni í sorpgeymslunni var bróðir henn- ar á leið út með ruslið. Hann kom að Páli sem flúði af vettvangi. Fyr- ir dómi sagðist Páll hafa ætlað að ræða við Ólöfu um fjármál og þau hefðu af tilviljun farið inn í sorp- geymsluna. Frásögn hans var ekki tekin trúanleg og var hann sakfelldur fyrir þessa ákæru. Braust inn Fleiri mál voru dregin upp í dómnum. Því var lýst þegar Páll sat fyrir Helga og tók hann háls- taki. Helgi sleit sig lausan og flúði, öskrandi á hjálp, heim til foreldra sinna sem urðu vitni að morðhótunum úr munni Páls. Þetta dæmi sýnir vel hvern- ig líf Helga og Ólafar var sífelld barátta vegna ofsókna þessa manns. Barátta sem gekk svo langt að eina nótt í október 2003 reyndi Páll að brjótast inn til þeirra og þurftu Helgi og Ólöf að halda hurðinni til að hann kæmist ekki inn í íbúðina. MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK FRÆGIR ÍSLENDINGAR SEM HAFA VERIÐ OFSÓTTIR AF ELTIHRELLUM MARTRÖÐ HELGA ÁSS GRÉTARSSONAR – HLJÓP ÖSKRANDI Í BURTU Framhald á síðu 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.