Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 33
Allt fyrir börnin 8. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ Sumarbúðir KFUM og KFUK - Vatnaskógur KFUM og KFUK starfrækja fimm sumarbúðir, Vatnaskóg, Vindáshlíð í Kjósinni, Ölver við Hafnarfjall, Hólavatn í Eyjafirði og Kaldársel fyrir ofan Hafnarfjörð. Vatnaskógur Hver þekkir ekki Vatnaskóg og ævintýrin sem þar eiga sér stað ár hvert? Vatnaskógur við Eyrarvatn í Svínadal í Hvalfjarðarsveit er heillandi staður þar sem vatnið, bátarnir, skógurinn og fjöllin í kring veita ævintýraþyrstum óteljandi möguleika til leikja og útiveru. Á svæðinu er einnig frábær aðstaða til íþróttaiðkunar. Þar er íþróttahús, heitir pottar, fjórir gras­ vellir og frjálsíþróttasvæði. Á svæð­ inu er að finna fjöldann allan af skemmtilegum leiktækjum og meðal annars sérhannaða kassabíla. Árabátar, hjólabátar, hoppu­ kastalar, sandströnd, víðavangs­ hlaup, vatnafjör, kofagerð, íþróttir og margt fleira í boði fyrir ævintýra­ þyrsta krakka á öllum aldri! Öll kvöld enda á skemmtilegri kvöldvöku þar sem brugðið er á leik og sungið við raust. Auk þess er kafli úr Guðsorði hugleiddur kvölds og morgna. Veran í Vatnaskógi nærir jafnt líkama og sál og koma allir þaðan endurnærðir. Undirbúningur starfsmanna mikill Félagið KFUM og KFUK gerir miklar kröfur til starfsmanna sinna og eru þeir bæði hæfir og vel undir­ búnir fyrir starf sitt. Starfsfólki er tryggður fjölbreyttur undirbúningur með námskeiðum þar sem lögð er áhersla á fræðslu um þroska barna og unglinga, skyndihjálp og bruna­ varnir. Starfað er eftir siðareglum Æskulýðsvettvangsins og hefur KFUM og KFUM í áraraðir gert þær kröfur til starfsmanna sinna að skila inn saka­ vottorði. Allir dvalargestir gista í Birkiskála en þar er öll aðstaða fyrsta flokks. GAURAFLOKKUR 8.–12. JÚNÍ 10–12 ára FLOKKUR 13–17. JÚNÍ 9–11 ára FLOKKUR 18.–23. JÚNÍ 10–12 ára ÆVINTÝRAFLOKKUR 24.–29. JÚNÍ 12–14 ára FLOKKUR 1.–5. JÚLÍ 9–11 ára FLOKKUR 8.–12. JÚLÍ 10–12 ára ÆVINTÝRAFLOKKUR 13.–18. JÚLÍ 12–14 ára FLOKKUR – ÖLL BÖRN 19.–24. JÚLÍ 11–13 ára FLOKKUR 25.–30. JÚLÍ 10–12 ára FLOKKUR 6.–9. ÁGÚST 9–12 ára UNGLINGAFLOKKUR 12.–18. ÁGÚST 14–17 ára FJÖLSKYLDUFLOKKUR 23.–25. ÁGÚST FEÐGAFLOKKUR 30. ÁGÚST–1. SEPT. 6–99 ára KARLAFLOKKUR 6.–8. SEPT. 18–99 ára Það er um að gera að skrá sig sem fyrst í einhvern af þeim skemmtilegu flokkum sem Vatnaskógur býður upp á! Í hvern flokk komast mest 95 þátttakendur: Skráðu þig eða barn þitt á vef félagsins kfum.is Sími: 588-8899 Félagið KFUM og KFUK er staðsett að Holtavegi 28. Tölvupóstur: skraning@kfum.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.