Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Qupperneq 2
2 12. apríl 2019FRÉTTIR GRÆNA TUNNAN AUÐVELDAR FLOKKUNINA Pappír, pappa, plast og minni málmhluti má setja beint í tunnuna - Muna að skola Pantaðu grænu tunnuna í síma 577-5757 eða www.igf.is/panta Hugsum áður en við hendum! 577 5757 Á þessum degi, 12. apríl 627 – Edwin, konungi af Norðymbra- landi, er snúið til kristni af Paulinus Jórvíkurbiskupi. 1606 – Breski ríkisfáninn, Union Jack, verður fáni enskra og skoskra skipa. 1927 – Hvirfilbylur að F5 styrkleika gengur yfir Rocksprings í Texas. Þessi þriðji banvænasti hvirfilbylur í sögu Texas leggur bæinn í rúst; 235 af 247 byggingum eyðileggjast, 72 bæjarbúar láta lífið og 205 slasast. Síðustu orðin „Það er afar fagurt þarna yfir frá.“ – Bandaríski uppfinninga- og kaupsýslumaðurinn Thomas Alva Edison – (1847-1931) 1981 – Fyrstu geimskutlunni, Colu- mbia, er skotið á loft. Hjúskaparstaða og börn? Er í sambúð með Evu frá Vestmannaeyjum (sumir vita hvað það þýðir). Ég á svo tvö yndisleg börn, Rebekku og Jóa Fel Jr. Svo fylgdi með í kaupbæti ein fósturdóttir. Fyrsta starfið? Ég byrjaði að vinna sem bakari 16 ára, þannig að það er fyrsta alvöru starfið. En nokkur sumur þar á undan vann ég sem handlangari hjá smiðum og múrurum. Besta ráð sem þú hefur fengið? Að setja mig alltaf í spor annarra til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Trúir þú á drauga? Það er ekki hægt að trúa á það sem er ekki til. Hvað vildir þú verða þegar þú varst krakki? Var ekki krakki. En ætlaði að verða at- vinnumaður í fótbolta en komst svo að því að maður þarf víst að vera mjög góður til þess. Eftir það langaði mig bara að elda og baka. Ertu með fóbíu fyrir einhverju? Ég þoli ekki grænar baunir. Svo er ég alltaf svaka hræddur við að stinga nýjum græjum í samband, held alltaf að ég fái straum eða allt slái út. Hvenær vaknar þú á morgnana? Vakna alltaf klukkan fimm svo ég hafi tíma fyrir sex. Uppáhaldsíþróttalið á Íslandi? Er fæddur og uppalinn í Safarmýrinni þannig að ég er Frammari. Mannkostir þínir? Tel mig vera harðduglegan. Ég þoli nefnilega ekki aumingja. En lestir? Æi, stundum er ég sonna aumingi. Hver myndi leika þig í kvikmynd? Ólafur Darri, enginn annar myndi þora því. Uppáhaldshljómsveit? Dimma, Bubbi og Bó. Sturta eða bað? Sturta. Ég kemst ekki ofan í baðkar. Te eða kaffi? Kaffi og ekkert sull. Hvað tekur þú í bekk? Aðeins minna en ég gerði fyrir 20 árum. Leiðinlegasta húsverkið? Ég komst að því að það er hægt að strauja heima hjá sér. Ég skil það ekki og hef aldrei gert það og mun aldrei gera það nokkurn tímann. Enda kann ég það ekki og langar ekki að læra það. Átt þú gæludýr? Hundurinn Snúður hefur fylgt mér í 11 ár og nú á hann kærustu. Eitthvað að lokum? Gott ef enginn les þetta. YFIRHEYRSLAN Jóhannes Felixson, eða Jói Fel eins og Íslendingar þekkja hann, hefur bakað úrvals brauð og bakkelsi í fjöldamörg ár. Hann hefur gefið út metsölubækur um matreiðslu og hefur nýlega vakið athygli fyrir að vera lunkinn list- málari. DV tók Jóa í yfirheyrslu. 572897 Jói Fel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.