Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Síða 14
14 12. apríl 2019FRÉTTIR
dögunum og tók þar myndir sem
fylgja fréttinni. Segir Baldur að sér
hafi verið mjög brugðið og segist
hann þó ýmsu vanur í þessum efn-
um, en hann var lengi gæslumað-
ur á Kleppi í gamla daga og sinnti
erfiðustu sjúklingum auk þess að
hafa starfað í öryggisgæslu.
„Þarna eru aðeins tveir að störf-
um hverju sinni og ekki raunhæf-
ur möguleiki að kalla út bakvakt
ef eitthvað kemur upp á. Þetta er
stórhættulegt og ég mun leggja til
í borgarstjórn að gistiskýlinu verði
lokað,“ segir Baldur enn fremur.
Vilja sprautufíklana og
neyslurýmin út
Tómas bendir á að starfsmenn
hafi enga þjálfun eða menntun
til að takast á við sprautufíkla.
„Við erum ekki þjálfuð til að tak-
ast á við þetta skaðaminnkandi
hlutverk,“ segir hann. Stórhættu-
legt ástand skapist og starfsmenn
þurfi að standa í handalögmál-
um við yfirgangssama aðila úr
hópi sprautufíklanna. Venjulegir
menn, ekki í neyslu, sem þarna
gista komist ekki á klósettið fyrir
fíklunum, nema starfsmenn hafi
áður barið á dyr og komið þeim út.
Þetta valdi miklu álagi.
Á meðan sprautufíklar fá þarna
aðstöðu til neyslu er áfengi tekið
af alkóhólistum sem nýta sér gisti-
skýlið. Starfsmenn vilja hins vegar
sjá hvorugt á staðnum.
„Okkar krafa er að farið sér eftir
því sem stendur á skilti inni í hús-
inu, að neysla vímuefna og áfeng-
is sé ekki leyfð í húsinu,“ segir
Tómas. Hann setur sig ekki á móti
skaðaminnkunarstefnunni en vill
að neyslurými séu einfaldlega
annars staðar – tilvist þeirra í gisti-
skýlinu sé fráleit.
„Ég hef ekkert á móti skaða-
minnkandi aðferðum, en neyslu-
rými er einn hlutur og gistiskýli
annar.“
Mikið ofbeldi á sér stað innan
gistiskýlisins þegar verst lætur og
sprautufíklar eru oftast þeir sem
vaða yfir aðra íbúa gistiskýlisins.
Starfsmenn lenda hvað eftir annað
í átökum við þá og eiga mjög erfitt
með að halda ró og friði í húsinu
þegar verst lætur.
„Ég tel þá starfsemi sem þarna
fer fram vera kolólöglega og stór-
hættulega,“ segir Baldur. „Þetta
hús er í raun tifandi tímasprengja
og mér finnst bara með ólíkindum
hvað viðgengst þarna.“
Ekki náðist í Þór Gíslason, for-
stöðumann Gistiskýlisins við
Lindargötu, við vinnslu fréttarinn-
ar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. n
Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu.
Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur.
Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt
úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig.
Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR
Óboðlegt ástand Starfsfólk vill neyslurýmin út.
Baldur (t.v.) og Tómas
MYND: HANNA/DV
Brotin rúða Oft
kemur til átaka í
gistiskýlinu.