Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Qupperneq 30
30 FÓKUS - VIÐTAL 12. apríl 2019 drifkraft móður sinnar að eigin sögn fór Andrea sem barn í sveit og byrjaði síðan ung að vinna í timbri, sem var fyrsta vinnan sem hún fékk greitt fyrir. „Kaupfélagið sá um að flytja inn timbur, sem síðan þurfti að bera í stafla og umstafla og flokka. Mér fannst þetta mjög skemmti­ leg vinna, ég hef alltaf verið frekar hraust og sterk.“ Eftir landsprófið á Selfossi, dró frelsisþráin Andreu til Reykjavíkur, þrátt fyrir að flestir skólafélagar hennar hefðu farið á Laugarvatn. „Mig langaði til Reykjavíkur svo ég gæti farið í bíó og hitt og þetta,“ seg­ ir Andrea, sem leigði herbergi hjá frænku sinni, Jónínu Benedikts­ dóttur, og manni hennar. „Jón­ ína og ég erum bræðradætur. Hún var gift Svavari Gestssyni, sem síð­ ar varð blaðamaður og alþingis­ maður, mér fannst þau miklu eldri en ég, en raunin er sú að þau eru bara um fimm árum eldri.“ Með skólanum vann Andrea á sumrin og í jólafríum, enda nutu þeir sem fengu vinnu um jól þeirr­ ar umbunar að fá að fara fyrr í jólafrí. „Ég vann í kjötbúðinni, fisk­ búðinni og á pósthúsinu. Um jólin fékk ég alltaf vinnu í póstinum, það var rosaleg vertíð og mikil uppgrip, enda sendu allir jólakort á þeim tíma. Á aðfangadag skiptum við starfsstúlkurnar síðan á milli okk­ ar þeim kortum sem eftir voru og bárum út á leiðinni heim, stund­ um var heilmikill snjór og útburð­ urinn hálfgert vesen, en öll kort áttu að komast til skila fyrir jól. Ég er svo heppin að hafa aldrei verið útjaskað í vinnu, ég hef alltaf verið heppin, lent í fínni vinnu og með frábæru fólki, þannig að ég er ekki útjöskuð líkamlega.“ Í flugi með goðsögnum Eftir stúdentspróf úr MR árið 1969 var Andrea tvístígandi um hvað hún vildi gera og fór að vinna í apó tekinu á Selfossi, sem hún seg­ ir hafa verið frábæra lífsreynslu. Ævintýraþráin fékk hana og vin hennar til að skipuleggja ferð til London, „sem hann svo koksaði á, þannig að ég endaði á að fara ein.“ En Andrea gat þó ekki farið fyrr en 17. júní það ár, því þann 16. spilaði Led Zeppelin á tónleikum í Laugardalshöll. „Auðvitað voru þeir svo í flugvélinni og vinkona mín, Olga Clausen, sem er gift frænda mínum Gumma Ben, sem var í Mánum, var flugfreyja í flug­ inu. Það var líklega hún sem sá um að planta mér á milli þeirra félaga, Roberts Plant og Jimmys Page.“ Tónlistaráhuginn hófst snemma, mikið var hlustað á út­ varpið á heimili Andreu og móð­ ir hennar hafði gaman af léttum djassi, þar á meðal Ellu Fitzgerald. Eftir að plötuspilari afa hennar og ömmu bræddi úr sér, bað faðir Andreu sjómann um að koma heim með einn slíkan frá Noregi um 1964. „Við systurnar vorum búnar að kaupa 2–3 Bítlaplötur áður en við eignuðust plötuspilarann. Fólk sem starfaði í útvarpinu vildi alltaf eitthvað nýtt og fyrir 1960 voru flugfreyjur oft fengnar til að kaupa plötur og koma með heim eða ein­ hver annar sem var að koma frá út­ löndum. Eftir að Bítlarnir komu þá varð svo mikil ásókn og eftirspurn að plötur tóku að berast til Íslands fljótlega, kannski mánuði, eftir að þær komu út,“ segir Andrea, sem tók snemma að sér að vera plötu­ snúður í partíum sem haldin voru á sumrin á Selfossi. „Þá mætti ég með spilarann og nokkrar plötur með, ég tók þetta bara að mér af því að mér fannst þetta þurfa að vera. Það verður að segjast með blessað ríkisútvarpið, sem er eitt besta útvarp í heimi, að þá var ekki mikið um tónlist fyrir ungt fólk um helgar, Lög unga fólksins voru í miðri viku, engin næturvakt eða slíkt.“ Þegar Andrea hóf nám við enskudeild Háskóla Íslands hélt spilamennskan áfram, í húsnæði sem deildin átti við hlið Ráðherra­ bústaðarins við Tjarnargötu: „Þar var haldið partí við öll tilefni, hvort sem það var íslenskt eða enskt, þetta var mjög partíglatt fólk.“ Þjóðviljinn prófarkalesinn fram á síðasta dag „Ég hætti í háskólanum af því að ég var ekki alveg að fíla að vera á kafi í lærdómi,“ segir Andrea, sem árið 1972 fékk boð um tímabund­ ið starf sem prófarkalesari á Þjóð­ viljanum. „Það var Svavar, sem ég hafði leigt hjá, sem benti á mig, þar sem hann vissi að ég væri góð í íslensku sem ég er enn. Prófarka­ lesarinn Elías Mar þurfti að læra nýja aðferð þar sem verið var að breyta út blýi í offsetprentun, þannig að ég var prófarkalesari í blýi og lærði að lesa fyrirsagnir á forsíðunni aftur á bak. Svo kom í ljós að tvo prófarkalesara þurfti í prenti, þannig að ég var fastráð­ in og var í þessu næstum þar til Þjóðviljinn fór á hausinn um ára­ tug síðar.“ Sama ár og hún hóf starf á Þjóð­ viljanum byrjaði Andrea í útvarp­ inu með Pétri Steingrímssyni, sem sá um vikulegan þátt síðdegis á laugardögum, Á nótum æskunnar. „Í útvarpi er maður líka plötu­ snúður, þótt maður tali þar á milli laga.“ Á réttri hillu á Dillon í tvo áratugi Fyrir tæpum 20 árum, í desember 1999, byrjaði Andrea síðan sem plötusnúður á Dillon við Lauga­ veg. „Vinkona mín var að vinna á barnum á þeim tíma, og tónlistin var af fimm diska spilara sem rúll­ aði bara og barþjónarnir voru ekk­ ert að pæla í. Ég fór að skipta mér af, setja nýja diska í og svona, það var einhver sem var að fíla þetta og ég var ráðin til að spila. Fyrst á sunnudagskvöldum, sem þótti fínt, þannig að ég fór að vera líka á laugardagskvöldum. Svo lögðust sunnudagskvöldin af, þannig að ég hef verið föstudags­ og laugar­ dagskvöld hér í næstum 20 ár,“ segir Andrea. Andrea spilar nú hjá fjórðu eigendunum frá því hún byrjaði. Þrátt fyrir eigendaskipti í gegn­ um tíðina stendur hún vaktina all­ ar helgar frá miðnætti til klukkan þrjú. „Nema ef ég er að spila í ein­ hverri veislu,“ segir Andrea, sem er á sinni réttu hillu á Dillon, bók­ staflega, því eins og kunnugir vita þá situr hún á smíðaðri hillu við barborðið meðan hún spilar, með græjurnar og diskana sér við hlið. Tekur þú þér einhvern tímann frí? „Nei, á veturna keyri ég barna­ börnin í skólann og slíkt, en á sumrin er ég bara hér. Ég segi; ég er alltaf að vinna og ég er alltaf í fríi. Þetta er yndisleg vinna og tekjulind.“ Andrea var plötusnúður á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi í Neskaupstað í fyrra: „Ég hefði átt að vera búin að fara oftar þangað. Suðurlandsbraut 14 • 108 Reykjavík • Sími 588 0188 • slysabaetur@slysabaetur.is VIÐ SÆKJUM BÆTURNAR Ekki flækja málin. Byrjuð í bransanum Andrea fyrir örfáum árum. Á réttri hillu Andrea á Dillon. (Mynd: Arnar Páll Hauksson) „Mér var sagt upp í útvarpinu og varð mjög móðguð yfir því

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.