Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Síða 34
34 FÓKUS 12. apríl 2019
MANNDRÁP OG ALVARLEGIR
GLÆPIR KVENNA Á ÍSLANDI
Framhald frá síðasta tölublaði
„Hann
þvingaði
tungunni upp
í mig og þetta
voru ósjálfráð
viðbrögð
Í
mars í fyrra hlaut hin ástralska
Nara Walker 12 mánaða
fangelsisdóm í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir líkamsárás
og stórfellt ofbeldisbrot í nánu
sambandi en níu mánuðir voru
skilorðsbundnir.
Nara var sakfelld fyrir að hafa
veist með ofbeldi að eiginmanni
sínum að kvöldi 9. nóvember
2017 og bíta í tungu hans þannig
að hún fór í sundur. Þá var hún
einnig sakfelld fyrir að hafa veist
með ofbeldi að konu sem var
gestur á heimili þeirra hjóna.
Nara og þáverandi eiginmaður
hennar, sem er frá Frakklandi,
fluttust til Íslands í október
árið 2016 eftir að eiginmanni
hennar bauðst tímabundið starf
hér á landi. Nara var í ítarlegu
viðtali við DV í mars í fyrra og
ræddi sína hlið á málinu. Hún
kvaðst sjálf vera fórnarlamb
áralangs heimilisofbeldis af hálfu
eiginmanns síns og lagði áherslu
á að tungubitið hafi verið ósjálfráð
viðbrögð í hita leiksins.
Sagði hún að eiginmaður
hennar hefði beitt hana andlegu,
líkamlegu og kynferðislegu
ofbeldi í fjölmörg skipti og að
fyrsta skiptið hefði verið nokkrum
mánuðum eftir að samband
þeirra hófst.
Frásögn Nöru af atburðum
kvöldsins er á skjön við framburð
eiginmanns hennar og hinnar
konunnar. Umrætt kvöld voru
Nara og eiginmaður úti að
skemmta sér ásamt umræddri
konu og bandarískum karlmanni
og var síðan haldið heim til
þeirra hjóna. Þar áttu sér stað
átök sem leiddu til þess að
Bandaríkjamaðurinn yfirgaf
samkvæmið.
Hélt Nara því fram að
eiginmaður hennar hefði byrlað
henni kókaín þetta kvöld.
Í samtali við DV lýsti Nara
atburðarásinni þannig að
eiginmaður hennar hefði meinað
henni að yfirgefa íbúðina, kýlt
hana margsinnis og síðan komið
með andlit sitt nær hennar
þannig að hún varð dauðskelkuð.
Sagðist hún hafa orðið „stjörf af
hræðslu“ með andlit mannsins
svo nærri hennar og þegar hann
hafi reynt að kyssa hana þá hafi
það gerst, að hún beit helminginn
af tungu hans, í einum bita.
„Hann þvingaði tunguna
upp í mig og þetta voru ósjálfráð
viðbrögð. Ég var í áfalli.“
Þá bætti hún við á öðrum stað:
„Þegar lögreglan kom á staðinn
þá benti maðurinn minn á mig
og sagði: „Hún gerði þetta, hún
gerði þetta,“ en ég reyndi að segja
þeim að ég hefði orðið fyrir árás
þetta kvöld, að hann hefði ráðist á
mig. Þetta endaði samt þannig að
maðurinn minn og konan voru
flutt á slysadeild en ég var flutt á
lögreglustöð, sett í fangaklefa í 15
klukkutíma og yfirheyrð. Ég var
mjög ringluð yfir því af hverju ég
var tekin en ekki hann.“
Nara sagðist jafnframt hafa
staðið uppi heimilislaus og
allslaus eftir atvikið. Sagði hún
það hafa komið henni algjörlega í
opna skjöldu að hljóta dóm vegna
atviksins. „Það kom mér ekki á
óvart að ég skyldi vera kærð, enda
skil ég að eftir að einhver hlýtur
áverka þá þarf að rannsaka það
og komast að niðurstöðu. Ég bjóst
samt alls ekki við að fá dóm, enda
gerði ég ráð fyrir að það yrði tekið
til greina ofbeldið sem ég var beitt
áður en þetta átti sér stað.“
Mál Nöru rataði aftur í fjölmiðla
í desember síðastliðnum þegar
Lands rétt ur þyngdi dóminn
yfir henni úr árs fang elsi í 18
mánuði, þar af 15 mánuði skil
orðsbundna. Hæstirétt ur hafnaði
í kjölfarið mál skots beiðni hennar.
Blásið var til þögulla mótmæla
fyrir utan fangelsið á Hólmsheiði
þegar Nara mætti þangað til að
hefja afplánun þann 20. febrúar
síðastliðinn. Þá hafa vinir Nöru
í heimalandi hennar blásið til
undirskriftasöfnunar henni til
stuðnings auk þess sem móðir
hennar hefur skrifað bréf til
íslenskra ráðamanna og farið
fram á að dóttir hennar verði
náðuð.
Þ
ann 23. júlí árið 2000 varð
Bergþóra Guðmundsdóttir
manni að bana í íbúð að
Leifsgötu 10 í Reykjavík.
Bergþóra og Hallgrímur Elísson
voru gestkomandi í íbúðinni og
höfðu setið við drykkju ásamt
húsráðanda og öðrum gesti. Á
einhvern hátt tókst Hallgrími
að reita Bergþóru til reiði og í
kjölfarið kom til átaka á milli
þeirra. Endaði það með því að
Bergþóra réðst á Hallgrím þar sem
hann lá á dýnu á gólfi íbúðarinnar
og þrengdi að hálsi hans með
þeim afleiðingum að hann lést.
Bergþóra hélt ávallt
fram sakleysi sínu í málinu
en framburður hennar við
yfirheyrslur og fyrir dómi var
þónokkuð breytilegur, og sama
gilti um framburð annarra vitna
í málinu. Þrátt fyrir það var talið
óyggjandi að Bergþóra hefði
banað Hallgrími þetta kvöld.
Héraðsdómur taldi að það
hefði ekki verið ásetningur
Bergþóru í upphafi að deyða
Hallgrím en þar sem atlaga
hennar gegn honum var svo
ofsafengin þá leit dómurinn
svo á að um hefði verið að ræða
ásetningsverk, í lagalegum
skilningi.
Þann 30. mars 2001 var
Bergþóra dæmd til 14 ára
fangelsisvistar í Héraðsdómi
Reykjavíkur. Hæstiréttur Íslands
staðfesti dóminn í júní sama ár.
Bergþóra kom frá Ísafirði
og hlaut síðar viðurnefnið
ÍsafjarðarBegga. Í apríl 2005
birtist ítarlegt viðtal við Bergþóru
í helgarblaði DV en þá var hún
í Kvennafangelsinu í Kópavogi.
Fram kom að líf hennar hefði ekki
alltaf verið dans á rósum. Hún
ólst upp við drykkju og óreglu og
átti í erfiðleikum vegna ofvirkni
og athyglisbrests, sem hún fékk
aldrei greiningu á. Hún var ung
þegar hún leiddist út í neyslu
áfengis og fíkniefna og eignaðist
tvö börn sem síðar var komið
fyrir á fósturheimilum. Hún var
svokölluð síbrotakona og komst
stöðugt í kast við lögin.
Í viðtalinu kom fram að allt frá
því að Bergþóra var smástelpa
hefði hún lært að bíta frá sér ef að
henni var sótt
.„Ég læt ekki vaða yfir mig og
ef ég á nokkra möguleika á að
verjast, geri ég það. Einn liðurinn
í því er að vera ekki að skæla
vegna örlaga minna.“
DV heldur áfram umfjöllun um alvarlega glæpi framda af konum. Nokkuð
sjaldgæft er að konur fremji alvarlega glæpi á Íslandi, svo sem manndráp,
ofbeldisglæpi og kynferðisbrot. Undanfarna fimm áratugi hafa nokkrar konur
komist í kastljós fjölmiðla í tengslum við alvarleg sakamál. Þetta eru sögur
þeirra.
KÖLLUÐ ÍSAFJARÐAR-BEGGA
Ísafjarðar-Begga
DV 2. apríl 2005.
BEIT TUNGUNA ÚR
EIGINMANNI SÍNUM
Nara Walker
Áströlsk kona sem beit
tunguna úr eiginmanni sínum.
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR &
UNDIRKERFI