Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Side 36
36 FÓKUS 12. apríl 2019
A
uk Bergþóru hafa frá
árinu 1974 níu konur
hlotið dóma fyrir
manndráp hér á landi,
þar af ein tvisvar sinnum.
Munda Pálín Enoksdóttir
varð kunningja sínum,
Jóhannesi Þorvaldssyni,
að bana á heimili sínu á
Suðurlandsbraut þann 25.
október 1974. Veitti hún
honum áverka með hníf með
því að skera hann á háls og
stinga hann fyrir ofan viðbein
og herðablað, og stuttu síðar
réðst á hún á hann aftur með
vasahníf og litlum skærum
og stakk hann. Munda hafði
áður verið vistuð á geðdeild en
hún hafði tvisvar áður hlotið
kæru fyrir að ráðast á fólk með
eggvopni. Munda var ódæmd
ósakhæf. Munda losnaði úr
haldi árið 1985 en sex árum
síðar, í febrúar 1991, stakk
hún sambýlismann sinn
Óskar Þórðarson til bana
á heimili sínu í Reykjavík.
Hún hringdi í kjölfarið á
Kleppsspítala og játaði á
sig verknaðinn. Hún var
aftur talin ósakhæf vegna
geðröskunar og var dæmd
til að sæta öryggisgæslu á
viðeigandi stofnun. Hún
eyddi ævinni meira og
minna inni á stofnunum
og síðustu árunum á
réttargeðdeildinni að
Sogni.
Í febrúar 1979
stakk Jenný Kristín
Grettisdóttir eiginmann
sinn, Árelíus Viggósson,
til bana á heimili sínu
við Skólavörðustíg í Reykjavík.
Hjónin voru við það að
skilja á þessum tíma en til
átaka kom á milli þeirra eftir
dansleik. Endaði það með því
að Jenný Kristín greip hníf
og stakk Árelíus í bringuna.
Hún hringdi sjálf á sjúkrabíl í
kjölfarið og viðurkenndi strax
við yfirheyrslur hjá lögreglu
að hafa stungið eiginmann
sinn. Það hefði þó ekki verið
ásetningur hennar að bana
honum. Hún hlaut fimm ára
fangelsisdóm í Héraðsdómi
Reykjavíkur en Hæstiréttur
þyngdi síðar dóminn í fimm og
hálft ár.
Í janúar 1981 varð Björg
Benjamínsdóttir eiginmanni
sínum að bana með því að
hella yfir hann bensíni þar
sem hann lá í áfengisdauða,
og bera síðan að honum eld.
Björg hafði áður sent tvö ung
börn þeirra á brott úr íbúð
fjölskyldunnar í Kötlufelli í
Breiðholti. „Kötlufellsmálið“
svokallaða varð umtalað í
samfélaginu og vildu sumir
meina að gjörðir Bjargar
væru réttlætanlegar þar sem
eiginmaður hennar hafði verið
afar drykkfelldur og komið
illa fram við hana. Björg var
engu að síður talin sakhæf og
hlaut 16 ára fangelsisdóm.
Dómurinn var síðar mildaður
í 14 ár.
Árið 1991 var 15 ára
stúlka dæmd til þriggja ára
fangelsisvistar fyrir að hafa
ásamt 17 ára pilti orðið Úlfari
Úlfarssyni, 28 ára, að bana.
Stúlkan lokkaði Úlfar með
sér inn í húsasund þar sem
pilturinn sló hann í höfuðið
þannig að Úlfar féll. Höfuð
hans skall utan í steintröppur
með þeim afleiðingum
að hann hlaut banvæna
höfuðáverka.
Í janúar 1992 varð Jónína
Sigríður Guðmundsdóttir
sambýlismanni sínum,
Hafsteini Smára Halldórssyni,
að bana á heimili þeirra í
Vestmannaeyjum. Jónína var
þá tvítug að aldri. Höfðu þau
setið við drykkju ásamt fleirum
þegar til rifrildis kom á milli
þeirra. Að lokum tók Jóna upp
flökunarhníf og stakk Hafstein
í í brjóstið. Hnífstungan var
svo djúp að hnífurinn gekk inn
að hjarta hans.
Jónína var talin hafa banað
Hafsteini af ásettu ráði en það
var metið til refsilækkunar að
hún var ung að aldri og framdi
verknaðinn í mikilli reiði og
geðshræringu. Hún hlaut
fjögurra ára fangelsisdóm í
héraðsdómi en Hæstiréttur
þyngdi síðan dóminn í sex ár.
Í október 2002 var
Sigurhanna Vilhjálmsdóttir
dæmd fyrir að stinga
sambýlismann sinn, Steindór
Kristinsson, í bringu og kvið
með þeim afleiðingum að
hann lést 18 dögum síðar.
Verknaðurinn var framinn
í ölæði og kom fram við
réttarhöldin að Steindór hefði
beitt Sigurhönnu ofbeldi fyrr
um kvöldið. Hún hlaut að
lokum átta ára
fangelsisdóm.
Árið 2004 varð Hildur Árdís
Sigurðardóttir 12 ára gamalli
dóttur sinni að bana með því
að stinga hana margsinnis. Þá
veittist hún einnig að eldri syni
sínum með hníf og veitti sjálfri
sér áverka. Eldri syni hennar
tókst við illan leik að flýja út úr
íbúðinni og hringja á lögreglu.
Hildur hafði lengi glímt við
alvarleg, geðræn veikindi.
Hún var dæmd ósakhæf og
gert að sæta öryggisgæslu á
réttargeðdeildinni að Sogni.
Í júlí 2011 fæddi hin
litháenska Agné Krataviciuté
sveinbarn á hótelherbergi
á Hótel Fróni í Reykjavík.
Hún veitti litla drengnum
því næst skurðáverka og
þrengdi síðan að hálsi hann
þar til hann lést. Agné var
þá 22 ára gömul og starfaði
sem hótelþerna á hótelinu.
Barnið fannst skömmu síðar
í ruslagámi. Málsvörn Agné
fyrir héraðsdómi byggði
meðal annars á því að and legt
og lík am legt ástand hennar
hefði verið slíkt eft ir óvænta
fæðingu barnsins að hún hefði
enga stjórn haft á gjörðum sín
um eða vitneskju. Hún hefði
ekki áttað sig á því að hún
væri þunguð og fæðingin hefði
reynst henni gífurlegt áfall.
Agné neitaði ætíð sök í málinu.
Hún hlaut tveggja ára fangelsi
í héraði en Hæstiréttur þyngdi
síðar dóminn um eitt ár.
Þá varð hin pólska Danuta
Kaliszewska sambýlismanni
sínum að bana á heimili í
Hafnarfirði í febrúar 2015.
Stakk hún sambýlismann
sinn, sem einnig var pólskur,
í hægri hlið líkamans
þannig að hnífurinn gekk
inn í hægra lunga hans og
blæddi úr lunganu með þeim
afleiðingum að hann lést.
Bæði voru þau í annarlegu
ástandi. Danuta neitaði sök í
málinu en geðlæknir sem bar
vitni fyrir dómi sagði Danutu
ekki eiga við geðræn vandamál
að stríða, né væri hún siðblind.
Hún var að lokum dæmd í 16
ára fangelsi í Héraðsdómi
Reykjaness.
10 KONUR
FEGURÐ
ENDING
MÝKT
Kostirnir eru ótvíræðir:
• Fallegra hús
• Ekkert viðhald
Ál er okkar mál • Fossaleyni 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 4100 • altak.is
VEGGKLÆÐNINGAR
Fyrir allar gerðir húsa, ný
jafnt sem gömul, fjöldi lita og gerða
Munda Pálín EnoksdóttirHelgarpósturinn 24. maí 1984.
Agné Krataviciuté
DV 23. maí 2012.