Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Qupperneq 40
40 12. apríl 2019
F
rakkinn Edouard Stern var
bankamaður, ekki gjaldkeri,
deildarstjóri eða nokkuð
slíkt. Hann var bankamaður
með stóru B-i. Hann fæddist árið
1954 en fjölskylda hans var ein sú
ríkasta í Frakklandi, eigandi fjár-
festingarbankans Banque Stern.
Faðir hans var af bankafólki kom-
inn sem státaði af sögu sem náði
allt aftur til 19. aldar í Frankfurt.
Þegar þessi saga hefst, árið 2005, er
Eduard fimmtugur, þriggja barna
faðir, 38. ríkasti maður Frakklands
og góður vinur Nicolas Sarkozy,
sem varð forseti Frakklands um
tveimur árum síðar.
Skotinn í latexgalla
Allt þetta tók endi þegar jarðvist
Edouards lauk 28. febrúar, 2005,
í þakíbúð hans í Genf í Sviss. Þar
fannst Edouard bundinn við stól,
íklæddur húðlitum latexgalla.
Hann hafði verið skotinn fjórum
sinnum.
Innan skamms var lögreglan
búin að handtaka Cecile Brossard,
36 ára vændiskonu sem hafði verið
ástkona Edouards um fjögurra
ára skeið. Þau kynntust árið 2001
þegar Cecile vann við afgreiðslu í
verslun í flugstöð í París.
Allar götur síðan höfðu þau
hist reglulega og stundað kynlíf
af miklum móð, kynlíf sem oftar
en ekki einkenndist af sadóma-
sókisma.
Milljón dala deila
Eitthvað hafði fallið á samband
elskendanna eftir að Edouard gaf
Cecile eina milljón Bandaríkja-
dala sem hann lagði inn á reikning
hennar. Hann fékk síðar bakþanka
og kom með einhverjum ráðum í
veg fyrir að hún kæmist í milljón-
ina. Sennilega hafa heimatökin
verið hæg fyrir bankamanninn.
En það var kannski ekki það
versta heldur hvernig hann út-
skýrði ástæður gjörningsins: „Ein
milljón dala er há upphæð til að
greiða hóru.“
Ástin horfin
Þetta allt saman kom þó ekki í
veg fyrir að þau stunduðu kynlíf
áfram á heimili hans, sem var fullt
af kynlífsleikföngum og dýrum
fornmunum. Kærleikurinn var þó
horfinn hjá Cecile og að sögn voru
það ekki einu sinni viðskiptahags-
munir sem lágu að baki þátttöku
hennar – hún var drifin áfram af
hreinu og kláru hatri.
Áðurnefndan dag í febrúar,
2005, lét hún til skarar skríða.
Edouard gat sig hvergi hrært, ríg-
bundinn í stól, þegar Cecile tók
hans eigin skammbyssu og miðaði
á hann af stuttu færi.
Sprenging í höfðinu
Fyrsta skotið hæfði Edouard á milli
augnanna, annað skotið annars
staðar í höfuð hans og að lokum
skaut hún hann tvisvar sinnum í
skrokkinn. Það liðu fjögur ár áður
en réttarhöld hófust yfir Cecile og
allan tímann var hún í varðhaldi.
Við réttarhöldin sagði hún hvað
gerst hefði þennan örlagaríka
dag fjórum árum fyrr. „Kvöldið
þegar þetta gerðist fannst mér
sem eitthvað spryngi í höfðinu
aðrir útsölustaðir
Epal - Laugavegi 70
EPAL - Harpa
Airport fashion - Leifsstöð
Reykjavik Raincoats
LAUGAVEGUR 62
www.reykjavikraincoats.com
Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com
SAKAMÁL
1 maður féll fyrir hendi Bandaríkjamannsins Josephs Martins Danks eftir að hann var, árið 1988, dæmdur til 156 ára fang-elsisvistar fyrir að hafa myrt sex manns frá 6. janúar til 20.
janúar árið 1987.
Joseph Martin fékk viðurnefnið „Koreatown Slasher“ enda leitaði
hann fórnarlamba sinna í Koreatown og nágrenni þess í Los Ang-
eles. Að sögn lögreglu, áður en hendur voru hafðar í hári hans, voru
árásir Josephs hnitmiðaðar og hann „stingur [fórnarlömb sín] af
svo miklu afli að þau látast nánast samstundis. Hann er hrottaleg-
ur og snöggur.“
MYRTUR Í LATEXKLÆÐUM Í MIÐJUM KLÍÐUM
n Edouard Stern var vellauðugur bankamaður n Cecile Brossard afgreiddi í verslun n Tóku upp samband eftir að þau kynntust n Edouard særði Cecile
„Ég beindi byssunni að
höfðinu á honum og
skaut fyrsta skotinu. Byssan
var sennilega fimmtán senti-
metra frá andliti hans.
„Ein millj-
ón dala er
há upphæð til
að greiða hóru.
Edouard
Stern Var af
auðugri banka-
mannaætt.