Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 10
10 15. mars 2019FRÉTTIR Hreidur.is • Auðbrekka 6 •Sími 822 7242 HREIÐUR.IS ALLT GETUR GERST Í ÞINGSALNUM Beinar útsendingar frá Alþingi eru kannski ekki vinsælasta sjónvarpsefnið. En í þingsalnum getur ýmislegt átt sér stað, ekki síst þegar umdeild mál eru á dagskrá og ræðumönnum hitnar í hamsi. Vanhugsuð orð eru látin falla, tilfinningar bera fólk ofurliði og sumir feta ótroðnar slóðir til fá athygli og stuðning annarra þingmanna. DV tók saman nokkrar eftirminnilegar uppákomur sem hafa átt sér stað innan veggja Alþingishússins. Dag einn í nóvember 1995 hélt Össur Skarphéðinsson, þáver- andi þingmaður Alþýðuflokks- ins, ræðu á þinginu sem var öðr- um þingmanni, Árna Johnsen, ekki að skapi. Össur hafði orð á því í lokin að hann teldi sig heyra háttvirtan þingmann Árna John- sen hrista höfuðið yfir því sem fram fór. Árni brást illa við þessum ummælum Össurar og elti hann fram á gang þinghússins þar sem hann greip í eyra hans og heimtaði að tala við hann. Þegar Össur ætl- aði að ganga í burtu tók Árni sig til og sparkaði hressilega í afturend- ann á honum þannig að Össur féll niður stiga og hlaut minniháttar áverka. Össur var síðar meir spurður hvort hann ætlaði að bregðast við þessari framkomu Árna en svaraði þá að hann „vildi ekki elta ólar við mann með greindarvísitölu á við íslenska sauðkind.“ Á seinasta ári rit- aði Össur pistil og rifjaði upp þetta at- vik. „Sjálfur fór ég eitt sinn yfir æskileg mörk kaldhæðninnar í vondri ræðu. Á eft- ir var mér spark- að í bókstaflegri merkingu niður stigann í Al- þingishús- inu. Í minningu þessa atburðar, sem líklega voru síðustu blóð- ugu átökin á Alþingi, gáfu Vest- manneyingar mér síðar risa- stórar nærbuxur með tröllstóru fótspori. Ég lifði þetta af, og ein- hvers staðar á ég nærbuxurnar góðu.“ Jón Kristjánsson alþingismað- ur orti eftirfarandi vísu: Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Það fékk að reyna um helgina Össur minn. Fallinn er hann með fótspor Árna á rassi Og farðann af Jóhönnu rauð- an á hægri kinn. „Ég hlýt að líta svo á og það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig.“ Þessi orð lét Stein grím ur J. Sig fús son, formaður Vinstri hreyf ing ar inn ar – græns fram boðs, falla á Alþingi í maí 2014, þegar fram fóru umræður um hið umdeilda fjöl- miðlafrumvarp. Ástæðan fyrir þess- um ummæl- um var sú að Steingrími gramdist að þáverandi forsætis- ráðherra, Davíð Oddsson, skyldi ekki vera viðstadd ur umræðuna. Steingrímur hafði ítrekað óskað eftir því við forseta Alþingis að Davíð kæmi í þingsalinn og svaraði spurningum sem tengdust fjöl- miðlafrumvarpinu. Á öðrum stað í ræðunni sagðist Steingrímur hafa séð Davíð „bráðfrísk an á vappi í kring um sal inn áðan“ og bætti við: „Hann get ur ekki haft nein lög mæt for föll.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, braut blað í þing- sögunni þann 16. október 2016. Þann dag mætti hún með rúm- lega mánaðargamla dóttur sína í ræðustól Alþingis og gaf henni brjóst á sama tíma og hún kvaddi sér hljóðs í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, hafði boðist til að gæta stúlkunnar á meðan Unnur flutti ræðuna en sú litla mun hafa tekið því illa og því varð úr að hún fylgdi móður sinni í ræðustólinn. Atvikið vakti heilmikla lukku líkt og sjá mátti á ummælum sem birtust á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fréttamiðla. Þingmenn og starfsfólk þingsins kippti sér að vísu lítið upp við atburðinn, þótt óvenjulegur hafi verið. Það olli töluverðu fjaðrafoki sumarið 2017 þegar Björt Ólafs- dóttir, þáverandi umhverfisráð- herra, sat fyrir á ljósmynd sem tekin var í þingsal Alþingis og síðan notuð í auglýsingaskyni fyrir breska tískumerkið Galvan London. Sólveig Káradóttir, list- rænn stjórnandi Galvan, og Björt eru vinkonur til margra ára, og sátu fleiri vinkonur Sólveigar fyrir á auglýsingamyndum sem teknar voru á Íslandi fyrir um- rætt tískumerki. Samkvæmt reglum Alþing- is er óheimilt að taka myndir til einkanota inni í þingsalnum. Björt sagðist í fyrstu ekki hafa brotið neinar reglur Alþingis með myndatökunni þar sem að myndavélinni hefði eingöngu verið beint inn í þingsalinn og ljósmyndarinn staðið fyrir utan. Hún baðst síðar afsökunar á þessu tiltæki og sagðist hafa sýnt dómgreindarleysi með því að „flögra um þingsalinn“. Það brá mörgum þegar Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra fékk aðsvif í ræðustól Alþingis í mars 2007. Magnús var að mæla fyrir þingsályktunartillögu um jafnréttismál en þurfti að gera hlé á máli sínu og fara úr ræðustólnum. Hann var studdur inn í hliðarherbergi og síðan fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Talið var að hann hefði fengið blóðsykursfall. Síðar um daginn barst tilkynning frá ráðuneytinu þar sem fram kom að þarna hefði verið á ferð samspil flensu og langvarandi álags hjá Magnúsi. Grein DV í nóvember 1995. Ljósmynd/Timarit.is AFTURENDASPARK ÁRNA JOHNSEN MEÐ BARN Á BRJÓSTI Í RÆÐUSTÓLNUM GUNGA OG DRUSLA FÉKK AÐSVIF Í MIÐRI RÆÐU BJÖRT OG KJÓLINN Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.