Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 51
FÓKUS - VIÐTAL 5115. mars 2019 P atrekur Sólrúnarson er tutt­ ugu og þriggja ára gamall Íslendingur sem á og rekur 100 manna ræstingafyrir­ tæki í Noregi. Fyrirtækið, Support Services A/S, veltir hálfum milljarði á ári en félagið stofnaði Patrekur ásamt vini sínum þegar þeir voru 18 ára gamlir. Norskir fjölmiðlar hafa veitt fyrirtækinu eftirtekt í gegnum árin sem varð til þess að DV fjallaði stuttlega um Patrek og afrek hans fyrir þremur árum. Á dögunum átti Patrekur síðan erindi til Íslands og settist niður með blaðamanni til þess að fara yfir ævintýrið sem byrjaði með vinskap við múslímskan innflytj­ anda og ryðgaðri skúringamoppu. Erfið fyrstu ár í Noregi Patrekur flutti til Noregs árið 2008, þegar hann var þrettán ára gam­ all, ásamt móður sinni og tveim­ ur systrum. „Við fluttum til bæjar­ ins Kongsberg mánuði áður en að bankahrunið gekk yfir á Íslandi. Það má því segja að tímasetningin hafi verið heppileg. Æskuvinur minn hafði einnig flutt út ásamt fjölskyldu sinni aðeins fyrr. Þannig vildi til að fyrr um sumarið hafði ég heimsótt hann út til Noregs. Mér líkaði sú dvöl afar vel. Sérstaklega hvað veðrið var gott og því var ég spenntur fyrir því að flytja til Nor­ egs,“ segir Patrekur. Þegar blákaldur hversdagsleik­ inn í Noregi tók við þá var gleðin skammvin. „Þetta var mjög erfiður tími og ég var mjög einangraður. Í rauninni var ég hálfþunglyndur á þessum tíma. Þar sem ég kunni ekkert í norsku þá var ég ekki inni í neinu sem var í gangi í kennslu­ stofunni né utan hennar. Ég man að ég grátbað mömmu um að fá að fara aftur til Íslands,“ segir Patrek­ ur. Hann hafði alltaf verið góður námsmaður en fljótt fjaraði undan því. „Ég fékk hræðilegar einkunnir og vanlíðanin var slík að ég skróp­ aði oft í prófum,“ segir Patrekur. Heppinn með stjúpföður Hlutirnir áttu þó eftir að breytast. Um leið og Patrekur hafði náð tök­ um á norskunni fór hann aftur að blómstra í námi. „Ég var svo hepp­ inn að ég eignaðist frábæran stjúp­ föður sem ég leit mjög upp til. Hann hafði verið kennari í Noregi og hjálpaði mér mikið með námið. Þá fór allt að ganga mun betur,“ seg­ ir Patrekur. Svo vel gekk honum að hann fékk hæstu einkunn skólans í norsku við útskrift. Þegar í mennta­ skóla var komið þá tók Patrekur námið enn fastari tökum, sérstak­ lega þegar hann eygði tækifæri til þess að útskrifast fyrr en ella. „Menntaskólanámið í Noregi er venjulega þrjú ár. Ég áttaði mig hins vegar á því að ég gat skráð mig í lokapróf í fögum þegar ég treysti mér til þess og það gerði ég óspart. Það endaði með því að ég útskrif­ aðist eftir tvö ár,“ segir Patrekur. Þrátt fyrir að hann elski að læra hef­ ur frekara nám setið á hakanum, enn um sinn. Patreki lá nefnilega á að komast í eigin rekstur. Á menntaskólaárunum kynntist Patrekur sínum besta vini og sam­ starfsfélaga, Ghazi Khder. Ghazi er innflytjandi af kúrdísku bergi brot­ inn en Patrekur þvertekur fyrir að sameiginleg reynsla þeirra sem innflytjenda hafi leitt þá saman. „Reynsla okkar af því að vera inn­ flytjandi í Noregi er allt öðruvísi. Norðmenn líta á Íslendinga sem frændur eða bræður en það er frekar litið niður á þá sem flytja til Noregs úr austri. Hann átti því mun erfiðara uppdráttar en ég, en vann sigur á þeim hindrunum,“ segir Patrekur. Þeim Ghazi varð vel til vina og fljótlega fundu þeir sameiginlega löngun til að stofna fyrirtæki og láta til sín taka. „Við ræddum þetta mik­ ið og vorum mjög spenntir að fara út í einhvern rekstur. Við hugsuð­ um þetta mjög stórt frá fyrstu tíð og vorum fullir af bjartsýni. Það var svo í raun tilviljun að ræstingar urðu fyrir valinu. Faðir Ghazi hafði reynslu af því að vinna við ræstingar og þannig kom sú hugmynd til. Við redduðum okkur síðan efnum og ryðgaðri skúringamoppu og fórum að taka að okkur stök verkefni sem auglýst voru. Við reyndum yfir­ leitt að skúra fyrir skólann,“ segir Patrekur. Töldu niður dagana til að stofna fyrirtæki Hann segir hlæjandi frá því að móð­ ir sín hafi ekki verið sérstaklega bjartsýn á þennan nýja starfsferil til að byrja með, enda umgengni Pat­ reks á heimilinu ekki alltaf til fyrir­ myndar. „Henni fannst skrýtið að ég nennti að byrja skúra hjá fyrirtækj­ um en nennti því varla heima hjá mér,“ segir Patrekur og hlær. Félagarnir voru aðeins sautján ára gamlir og þurftu að bíða til átján ára aldurs til að stofna fyrirtæki. „Við töldum niður dagana þar til við gátum skráð fyrirtækið okkar og það var stór stund þegar það gekk í gegn,“ segir Patrekur. Til að byrja með reyndist reksturinn þó erfiðari en félagarnir bjuggust við. „Við keyrðum um bæinn okk­ ar og rukum inn í fyrirtæki til þess að bjóða þeim þjónustu okkar. Okkur var yfirleitt tekið hlýlega en mjög fáir vildu gefa okkur tæki­ færi, sem er kannski skiljanlegt í Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi n Stofnaði fyrirtækið 18 ára með vini sínum n Velta hálfum milljarði á áriPatrekur Sólrúnarson MYND HANNA ANDRÉSDÓTTIR/DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.