Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 18
18 SPORT 15. mars 2019 Afgreiðum HÁDEGISMAT Í BÖKKUM alla daga ársins til fyrirtækja og stofnana GÆÐA BAKKAMATUR Mismunandi réttir ALLA DAGA VIKUNNAR Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Þ að eru ekki allir ánægðir með það hvaða leið knattspyrnan í heiminum hefur farið á síðustu árum og áratugum, peningar ráða öllu, félögin mörg hver eiga digra sjóði og leikmenn þéna ótrúlegar upp- hæðir í viku hverri. Á árum áður var knattspyrnan leikur verka- mannsins en það hefur breyst, margt hefur orðið betra en ann- að ekki. Eitt af því sem vekur hvað mesta furðu og reiði, er oft á tíð- um eignarhald félaga. Tvö stór fé- lög í hinum stóra heimi eru hvað umdeildust, eigendur þeirra hafa dælt fjármunum í félagið, því er haldið fram að þar hafi ekki verið farið eftir öllum reglum. Um er að ræða Manchester City á Englandi og Paris Saint-Germain í Frakk- landi. Farið í kringum reglur FIFA: Ekki eru mörg ár síðan FIFA, al- þjóða knattspyrnusambandið, setti upp reglur sem félög verða að fara eftir. Samkvæmt þeim má ekki reka félag með tapi yfir nokkurra ára tímabil, þetta var gert til að koma í veg fyrir skulda- söfnun félaga. Ástandið var orðið slæmt og er enn í dag, félög höfðu skuldsett sig upp í topp, í von um að ná árangri, stundum heppnað- ist það en oft gekk það ekki upp. Rannsókn er nú í gangi á bókhaldi Manchester City, þar sem félagið þarf að svara hvort félagið hafi brotið þessar reglur. PSG á í vand- ræðum með að standast þær og þarf að grípa til aðgerða í sumar. Rannsókn hjá City Manchester City er nú rannsakað í bak og fyrir en FIFA hefur grun um að félagið hafi farið á svig við reglurnar um fjármál félaga. Sheikh Mansour, eigandi félags- ins, er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann hefur dælt peningum inn í félagið og gert það sigursælt, ekki er víst að hann og starfsmenn hans hafi far- ið eftir öllum reglum. Þannig er talið að félagið hafi farið í kring- um reglur með því að borga hluta af greiðslum til leikmanna í gegn- um annað félag og gefi ekki upp alla samninga, og að Mansour hafi í gegnum fyrirtæki í heima- landi sínu gert samninga við Man- chester City. Þannig hafi hann komið háum fjárhæðum inn í reksturinn úr eigin vasa, í gegnum félög annarra. FIFA skoðar nú allt bókhald félagsins og búast má við niðurstöðu á næstu mánuðum. Fari allt á versta veg kynni City að verða bannað að taka þátt í Meist- aradeild Evrópu. PSG þarf að búa til fjármagn Rekstur PSG hefur verið til rann- sóknar og til að komast í gegn- um reglur FIFA þarf félagið að búa til fjármagn í sumar. Þannig hefur félagið keypt dýrustu leik- menn heims án þess að hafa tekj- ur til að komast í gegnum reglur FIFA. Búist er við að félagið þurfi að selja nokkra leikmenn í sum- ar og ná sér þannig í um 15 millj- arða íslenskra króna til að kom- ast í gegnum regluverkið. Annars kynni félaginu að verða refsað. n Svindla hinir sterkefnuðu? n Grunur leikur á að svindlað sé í fótboltanum n Farið á svig við reglurnar Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is GHETTYIMAGES Harmleikur Hamren á enda? Dómarinn: Erik Hamren er á leið í sitt stærsta próf sem landsliðsþjálfari Íslands, prófið gæti einnig orðið það síðast ef illa fer. Undankeppni Evrópumótsins hefst á föstudag í næstu viku og fer Ísland í heimsókn til Andorra og Frakklands þremur dögum síðar. Tap gegn Andorra myndi setja mikla pressu á Hamren í starfi og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, yrði að íhuga stöðu hans. Hamren hefur ekki unnið leik í starfi; átta leikir og ekki einn sigur. Ísland hefur annars mætt Andorra fimm sinnum og unnið alla leikina. Svíinn valdi hóp sinn fyrir verkefnið í gær (fimmtudag), það kom fátt á óvart í vali Hamren, nema sú staðreynd að hann velur aðeins tvo hreinræktaða framherja. Jón Daði Böðvarsson er meiddur og Viðar Örn Kjartansson gefur ekki kost á sér. Skilaboðin sem aðrir framherjar, sem höfðu von- ast eftir því að verða valdir, fá, eru fremur einföld frá Hamren, þeir eru ekki nógu góðir að hans mati. Kjartan Henry Finnbogason, Hólmbert Aron Friðjónsson og Andri Rúnar Bjarna- son eru menn sem koma upp í hugann, þeir eru ekki nógu góðir að mati Hamren til að geta nýst íslenska landsliðinu, þegar meiðsli herja á aðra framherja. Andorra leikur heimaleiki sína á gervi- grasi sem veldur talsverðum áhyggjum enda hafa lykilmenn verið að glíma við meiðsli. Alfreð Finnbogason er einn þeirra og Aron Einar Gunnarsson hefur ekki farið í felur með að líkami hans hefur ekki verið alveg heill, þótt hann spili flesta leiki með Cardiff. Það gæti því gerst og er ansi líklegt að Aron verði ekki í byrj- unarliðinu í Andorra, heilsunnar vegna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.