Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 60
60 PRESSAN 15. mars 2019 verði að leysa þessa miklu ráðgátu. En án árangurs, flakið er ófundið. Brak, sem að öllum líkindum er úr vélinni, hefur fundist eða 20 til 30 hlutir. Þeir fundust á reki í Ind- landshafi eða við strendur sama hafs. Af þessum sökum og vegna þeirra merkjasendinga sem In- marsat-gervihnattakerfið mót- tók hefur leitin að flaki vélarinnar að mestu beinst að Indlandshafi. Í janúar á þessu ári fannst brak, sem líklega er úr flugi MH370, á Madagaskar. Þetta dularfulla mál hefur að vonum orðið upp- spretta ótal samsæriskenninga og kenninga um örlög vélarinnar og margir hafa stigið fram og fullyrt að þeir hafi leyst málið en það er nú samt enn óleyst. Síðast var það indónesíski sjó- maðurinn Rusli Khusmin sem komst í heimsfréttirnar þegar hann kom fram á fréttamanna- fundi í Indónesíu í janúar síð- astliðnum og sagðist hafa séð vélina hrapa í sjóinn umrædda nótt þegar hann var á veiðum í Malacca-sundi á milli Indónesíu og Malasíu. Hann skráði GPS- -hnitin hjá sér þessa nótt og skýrði frá þeim á fréttamannafundinum. „Ég sá flugvélina fara frá vinstri til hægri eins og brotinn dreka. Það var ekkert hljóð. Bara svartur reykur frá eldi áður en hún hrap- aði í sjóinn,“ sagði hann á frétta- mannafundinum. En Khusmin gaf engar skýringar á af hverju hann hefði ekki skýrt frá þessu fyrr, en á fundinum sór hann við Kóraninn að hann væri að segja satt. Í desember birti Cornell Uni- versity umfangsmikla skýrslu, sem var gerð af danska prófessornum Martin Kristensen, um hvarf flugs MH370. Samkvæmt henni hrap- aði vélin í sjóinn undan strönd- um Jólaeyju, ástralskri eyju und- an ströndum Indónesíu. Þar hefur ekki verið leitað að flakinu. Flugrán er ekki talið útilokað Í skýrslu Kristensen er sjónum beint að fjórum þáttum: hraða flugvélarinnar, magni eldsneytis, merkjasendingum frá henni og hinum svokölluðu doppleráhrif- um. Niðurstaðan er að í tilfelli flugs MH370 séu aðeins fjórir staðir á jörðinni þar sem þessir fjórir þætt- ir passa saman. Fyrsti staðurinn er í Indlandshafi en hann pass- ar við það sem Inmarsat-gervi- hnattakerfið nam. Annar stað- urinn er á landi í Kasakstan. En það á við um báða þessa staði að vélin hefði komið fram á ratsjám ef hún hrapað þar. Þriðji staður- inn er utan við Perth í vesturhluta Ástralíu en þar hefur ítrekað verið leitað að flakinu en án árangurs. Því stendur fjórði staðurinn einn eftir að mati Kristensen en hann er utan við Jólaeyju. Hann telur 90 prósent líkur á að flakið sé þar. Ef það er rétt hefur stefnu vélarinn- ar verið breytt mikið þegar hún var yfir Bengalflóa og henni hefur þá verið flogið meðfram strönd- um Indónesíu. Kristensen telur að þessi stefnubreyting hafi verið gerð að yfirlögðu ráði og hann úti- lokar ekki að um flugrán hafi verið að ræða. Hann útilokar ekki held- ur að flugstjórinn, Zaharie Ahmad Shah, hafi átt hlut að máli. Hann telur að hugsanlegir flugræningjar hafi mögulega ætlað að lenda vél- inni á Súmötru. Annar möguleiki að hans mati er að flugræningj- arnir hafi stokkið út í fallhlíf. Til þess að það væri hægt hefði þurft að lækka flugið mikið, hægja á vél- inni og opna dyr. Ef þetta var gert og flugræningjarnir höfðu stillt sjálfstýringuna á að hækka flugið aftur hefði flugvélin, vegna hinna opnu dyra, flogið áfram með of lít- inn loftþrýsting í farþegarýminu en það hefði haft í för með sér að reykjarslóði hefði myndast á eftir henni áður en hún hrapaði í sjóinn. Í lokaskýrslu flugmálayfirvalda í Malasíu um málið, en hún var birt síðasta sumar, kemur fram að ekki sé útilokað að vélinni hafi verið rænt en ekki er farið nánar út í það frekar en annað því í skýrslunni er forðast að giska á hvað gerðist þessa örlagaríku nótt. Ef um vel skipulagt hryðjuverk var að ræða vantar algjörlega svör við hverjir stóðu á bak við það og hver til- gangurinn var. Enginn, að minnsta kosti sem mark er takandi á, hefur lýst yfir ábyrgð á hvarfi vélarinnar. Var þetta sjálfsvíg? Sú kenning sem hefur kannski fengið allra mesta umfjöllun í tengslum við hvarf vélarinnar er að flugstjórinn hafi ákveðið að fremja sjálfsvíg með því að granda vélinni og þar með öllum öðrum um borð. Ástæðan fyrir þessu hef- ur verið sögð að hann hafi glímt við persónuleg vandamál og hafa sumir fjölmiðlar nefnt að daginn áður en vélin hvarf hafi eiginkona hans tilkynnt honum að hún og börn þeirra vildu yfirgefa hann. Það var til að styrkja þennan orðróm að Andreas Lubitz, flug- maður hjá Germanwings, stýrði farþegavél með 149 öðrum um borð beint inn í fjallshlíð í frönsku Ölpunum ári síðar. Yfirvöld hafa algjörlega hafnað þessum kenn- ingum og segja að engar sannan- ir hafi fundist fyrir að flugstjórinn eða flugmaðurinn hafi haft nokkur tengsl við hryðjuverkasamtök eða hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum. En þetta hefur ekki orðið til að gera út af við kenningar sem þessar. Fyrir þremur árum fjallaði New York Post um málið og kenn- inguna um að flugstjórinn hafi tek- ið áhöfnina og farþegana með sér í dauðann. Blaðið fjallaði á nýjan leik um upplýsingar þess efnis að flugstjórinn hafi æft sig á flugleið, sem svipar til þeirrar sem talið er að flug MH370 hafi farið nóttina örlagaríku, í einkaflughermi sín- um. Í lok febrúar fjallaði ástralski netmiðillinn news.com.au einnig um þetta en útgangspunktur- inn var ný bók rithöfundarins og blaðamannsins Eans Higgins, The Hunt for MH370, sem er ný- komin út. Í henni setur Higgins fram nokkrar kenningar um örlög flugs MH370. Meðal annars varpar hann því fram að flugstjórinn hafi sent flugvélina og alla um borð í dauðann en hafi sjálfur stokkið út í fallhlíf og lifað af. Higgins er sannfærður um að flugstjórinn, Zaharie Ahmad Shah, sé enn á lífi og fari huldu höfði með ástkonu sinni, einni af mörgum. Íranirnir Pouria Nour Mohammad og Seved Mohammed Rezar Delawar vöktu líka áhuga rannsakenda en þeir voru báðir um borð í vélinni. Þeir ferðuðust undir fölskum nöfnum með stolin vegabréf sem hafði ver- ið stolið frá Ítala og Austurríkis- manni í Taílandi, þeim Christian Kozel og Luigi Maraldi. Íranirnir voru því fljótt stimplaðir hryðju- verkamenn. En rannsókn leiddi í ljós að þeir voru hafðir fyrir rangri sök. Þeir höfðu ætlað að komast til Evrópu í gegnum Peking og það- an til Amsterdam. Þeir ætluðu að sækja um pólitískt hæli í Evrópu. Ein stór ráðgáta Auk fyrrgreindra kenninga hefur því verið velt upp hvort sprenging hafi orðið í vélinni af slysni eða hvort hryðjuverkamenn hafi not- að fjarstýrð flugför til að granda henni. Sumir eru sannfærðir um að vélin hafi ekki lent í sjónum, heldur hafi flugmenn hennar verið neyddir til að lenda á óþekkt- um stað. Samsæriskenningasmið- ir eru að vonum í essinu sínu og eru þess fullvissir að yfirvöld viti vel hvað kom fyrir flugvélina en leyni því af pólitískum ástæðum. Margir aðstandendur, þeirra sem voru um borð, telja að fólkið sé enn á lífi. Það ýtti enn undir samsæris- kenningar að þann 24. ágúst 2017 var Zahid Raza, sem var konsúll Malasíu á Madagaskar, myrtur. Hann hafði rannsakað hvarf flugs MH370 af miklum krafti og ætlaði, rétt áður en hann var myrtur, að afhenda yfirvöldum í Malasíu brak úr vélinni. Morðið hristi vel upp í samsæriskenningum og gaf þeim byr undir báða vængi. En málið er enn óleyst og ekk- ert útlit fyrir að það sé að leysast. Um 30 ríki hafa komið að leitinni, þar á meðal Ástralía, Kína, Banda- ríkin og Malasía. Leitin að vélinni er sú umfangsmesta og dýrasta í sögu flugsins. n EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Zahid Raza Myrtur eftir að hann rannsakaði hvarfið. MH370 Hvarf með 239 manns um borð. „Higgins er sann- færður um að flugstjórinn, Zaharie Ahmad Shah, sé enn á lífi og fari huldu höfði með ástkonu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.