Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 2
2 15. mars 2019FRÉTTIR sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í vikunni. Dómar Lands- réttar eru í uppnámi og málið hefur valdið Íslendingum niður- lægingu á alþjóðavísu. Við emb- ættinu tók Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð sem nú þegar gegnir glás af ráðherraemb- ættum. Hér eru fimm einstak- lingar sem hefðu getað tekið við lyklunum að dómsmála- ráðuneytinu. Brynjar Níelsson Brynjar hefur langað í ráðherraembætti lengi og dómsmála- ráðuneytið myndi henta honum vel. Reyndar var Arnfríður Einarsdóttir, eiginkona hans, einn af þeim dómurum sem Sigríður skipaði í Landsrétt. En hei, þetta er Ísland. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Allir varaformenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa setið sem ráðherrar á einhverjum tímapunkti, nema Áslaug Arna. Áslaug gegndi stöðunni árin 2017 til 2018 og er nafn hennar stílbrot á listanum. Það verður að laga sem fyrst. Jón Gunnarsson Jón fór í rokna fýlu þegar samgöngu- ráðuneytið var tekið af honum. Brást hann við með því að ögra eftirmanni sínum, Sigurði Inga, með veg- tollahugmynd sinni. Hægt hefði verið að friða Jón með dóms- málaráðuneytinu. Birgir Ármannsson Birgir hefur setið á Al- þingi síðan árið 2003. Sama ár og Íraks- stríðið hófst, Finding Nemo var frumsýnd og mannkynið lærði að temja eldinn. Aldrei hefur hann komið til greina í ráðherrastól sem er vandræðalegt fyrir bæði hann og flokkinn. Nú hefði verið lag að leiðrétta það. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Vilhjálmur var maðurinn sem fór með Landsréttarmálið til Mannréttindadóm- stólsins og kom þar með upp um ráðherra. Ef ríkisstjórnin hefði það í sér að sýna iðrun væri tilvalin og tákn- ræn yfirbót að bjóða Vilhjálmi sjálfum að taka að sér embættið sem utan- þingsráð- herra. Á þessum degi, 15. mars 44 f.Kr – Júlíus Sesar, keisari Róma- veldisins, er stunginn til bana af Marcus Junius Brutus, Gaius Cassius Longinus, Decimus Junius Brutus og nokkrum öðrum meðlimum öldungaráðsins. 1493 – Kristófer Kólumbus kemur til Spánar að lokinni fyrstu för sinni til Ameríku. 1877 – Fyrsti opinberi krikketleikurinn fer fram. Ástralía keppir við England á MCG-leikvanginum í Melbourne í Ástralíu. 1985 – Fyrsta internetlénið er skráð – symbolics.com. 1990 – Mikhail Gorbachev er kjörinn fyrsti forseti Sovétríkjanna. Síðustu orðin „Allar eigur mínar fyrir eitt stutt andartak“ – Elísabet I. Englandsdrottning (1533–1603) M MA-bardagakappi var handtekinn fyrir alvar- lega líkamsárás um síð- ustu helgi. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmti- staðinn SPOT í Kópavogi og var árásarmaðurinn handtekinn á vettvangi. Fjölmörg vitni voru að árásinni og hlaut fórnarlambið margvíslega áverka. Árásarmað- urinn á nokkra bardaga að baki er- lendis sem áhugamaður í MMA. Fjölmörg vitni að árásinni Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 10. mars síðast- liðinn við skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi, eins og áður segir. Þá voru gestir að streyma út af fjöl- mennu balli þar sem landsþekktir listamenn, eins og Páll Óskar og Jói Pé og Króli tróðu upp. Samkvæmt heimildum DV var árásin tilefn- islaus með öllu en árásarmaður- inn réðst til atlögu í reykrými beint fyrir utan skemmtistaðinn. Hann lét höggin dynja á fórnarlambinu og hlaut sá margvíslega áverka, meðal annars kjálka- og kinn- beinsbrot. Fjölmörg vitni voru að árásinni og var þeim verulega brugðið. Mun berjast á Bretlands- eyjum í apríl Lögreglan var kölluð á vettvang rétt fyrir fjögur og var bardagakappinn handtekinn á vettvangi. Hann var látinn dúsa í fangageymslu lög- reglu þar til daginn eftir og þá var tekin af honum skýrsla. Reiknað er með að hann verði ákærður fyrir alvarlega líkamsárás á næstunni og gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. Umræddur bardagakappi á að baki nokkra bardaga í blönduðum bardagaíþróttum á erlendri grundu. Árangurinn hans hefur verið með ágætum hingað til og er ráðgert að hann muni aftur stíga í hringinn í Bretlandseyjum um miðjan apríl. DV hefur þó heimildir fyrir því að hann sé ekki vel liðinn innan MMA-samfélagsins á Íslandi og hafi átt þar í ítrekuðum útistöðum við aðra iðkendur. Meðal annars fyrir hrottafengna framgöngu. Þannig æfir umræddur einstak- lingur á eigin vegum og er ekki innan vébanda hinna þriggja bar- dagafélaga á höfuðborgarsvæð- inu, Mjölnis, RVK MMA og VBC MMA íþróttafélags. n MMA-BARDAGAKAPPI HANDTEKINN VEGNA ALVARLEGRAR LÍKAMSÁRÁSAR n Á að baki nokkra áhugamannabardaga erlendis n Stígur aftur í hringinn í apríl Árásin átti sér stað fyrir utan skemmi- staðinn SPOT í Kópavogi Árásarmað- urinn hefur barist í áhuga- mannabardög- um erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.