Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Side 2
2 15. mars 2019FRÉTTIR sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í vikunni. Dómar Lands- réttar eru í uppnámi og málið hefur valdið Íslendingum niður- lægingu á alþjóðavísu. Við emb- ættinu tók Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð sem nú þegar gegnir glás af ráðherraemb- ættum. Hér eru fimm einstak- lingar sem hefðu getað tekið við lyklunum að dómsmála- ráðuneytinu. Brynjar Níelsson Brynjar hefur langað í ráðherraembætti lengi og dómsmála- ráðuneytið myndi henta honum vel. Reyndar var Arnfríður Einarsdóttir, eiginkona hans, einn af þeim dómurum sem Sigríður skipaði í Landsrétt. En hei, þetta er Ísland. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Allir varaformenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa setið sem ráðherrar á einhverjum tímapunkti, nema Áslaug Arna. Áslaug gegndi stöðunni árin 2017 til 2018 og er nafn hennar stílbrot á listanum. Það verður að laga sem fyrst. Jón Gunnarsson Jón fór í rokna fýlu þegar samgöngu- ráðuneytið var tekið af honum. Brást hann við með því að ögra eftirmanni sínum, Sigurði Inga, með veg- tollahugmynd sinni. Hægt hefði verið að friða Jón með dóms- málaráðuneytinu. Birgir Ármannsson Birgir hefur setið á Al- þingi síðan árið 2003. Sama ár og Íraks- stríðið hófst, Finding Nemo var frumsýnd og mannkynið lærði að temja eldinn. Aldrei hefur hann komið til greina í ráðherrastól sem er vandræðalegt fyrir bæði hann og flokkinn. Nú hefði verið lag að leiðrétta það. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Vilhjálmur var maðurinn sem fór með Landsréttarmálið til Mannréttindadóm- stólsins og kom þar með upp um ráðherra. Ef ríkisstjórnin hefði það í sér að sýna iðrun væri tilvalin og tákn- ræn yfirbót að bjóða Vilhjálmi sjálfum að taka að sér embættið sem utan- þingsráð- herra. Á þessum degi, 15. mars 44 f.Kr – Júlíus Sesar, keisari Róma- veldisins, er stunginn til bana af Marcus Junius Brutus, Gaius Cassius Longinus, Decimus Junius Brutus og nokkrum öðrum meðlimum öldungaráðsins. 1493 – Kristófer Kólumbus kemur til Spánar að lokinni fyrstu för sinni til Ameríku. 1877 – Fyrsti opinberi krikketleikurinn fer fram. Ástralía keppir við England á MCG-leikvanginum í Melbourne í Ástralíu. 1985 – Fyrsta internetlénið er skráð – symbolics.com. 1990 – Mikhail Gorbachev er kjörinn fyrsti forseti Sovétríkjanna. Síðustu orðin „Allar eigur mínar fyrir eitt stutt andartak“ – Elísabet I. Englandsdrottning (1533–1603) M MA-bardagakappi var handtekinn fyrir alvar- lega líkamsárás um síð- ustu helgi. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmti- staðinn SPOT í Kópavogi og var árásarmaðurinn handtekinn á vettvangi. Fjölmörg vitni voru að árásinni og hlaut fórnarlambið margvíslega áverka. Árásarmað- urinn á nokkra bardaga að baki er- lendis sem áhugamaður í MMA. Fjölmörg vitni að árásinni Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 10. mars síðast- liðinn við skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi, eins og áður segir. Þá voru gestir að streyma út af fjöl- mennu balli þar sem landsþekktir listamenn, eins og Páll Óskar og Jói Pé og Króli tróðu upp. Samkvæmt heimildum DV var árásin tilefn- islaus með öllu en árásarmaður- inn réðst til atlögu í reykrými beint fyrir utan skemmtistaðinn. Hann lét höggin dynja á fórnarlambinu og hlaut sá margvíslega áverka, meðal annars kjálka- og kinn- beinsbrot. Fjölmörg vitni voru að árásinni og var þeim verulega brugðið. Mun berjast á Bretlands- eyjum í apríl Lögreglan var kölluð á vettvang rétt fyrir fjögur og var bardagakappinn handtekinn á vettvangi. Hann var látinn dúsa í fangageymslu lög- reglu þar til daginn eftir og þá var tekin af honum skýrsla. Reiknað er með að hann verði ákærður fyrir alvarlega líkamsárás á næstunni og gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. Umræddur bardagakappi á að baki nokkra bardaga í blönduðum bardagaíþróttum á erlendri grundu. Árangurinn hans hefur verið með ágætum hingað til og er ráðgert að hann muni aftur stíga í hringinn í Bretlandseyjum um miðjan apríl. DV hefur þó heimildir fyrir því að hann sé ekki vel liðinn innan MMA-samfélagsins á Íslandi og hafi átt þar í ítrekuðum útistöðum við aðra iðkendur. Meðal annars fyrir hrottafengna framgöngu. Þannig æfir umræddur einstak- lingur á eigin vegum og er ekki innan vébanda hinna þriggja bar- dagafélaga á höfuðborgarsvæð- inu, Mjölnis, RVK MMA og VBC MMA íþróttafélags. n MMA-BARDAGAKAPPI HANDTEKINN VEGNA ALVARLEGRAR LÍKAMSÁRÁSAR n Á að baki nokkra áhugamannabardaga erlendis n Stígur aftur í hringinn í apríl Árásin átti sér stað fyrir utan skemmi- staðinn SPOT í Kópavogi Árásarmað- urinn hefur barist í áhuga- mannabardög- um erlendis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.