Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 62
62 FÓKUS 15. mars 2019 JÓHANN HEFUR MYNDAÐ AKSTURSÍÞRÓTTIR Í ÁRATUGI Myndir frá fyrstu bílasýningu Kvartmíluklúbbsins J óhann A. Kristjánsson ljós- myndari stofnaði hópinn JAK Mótorsport á Facebook ný- lega, þar sem hann deilir ljós- myndum úr eigin safni. Jóhann er einnig meðlimur í Kvartmílu- klúbbnum og eru myndirnar hér frá fyrstu bílasýningu klúbbsins. Jóhann er kennari að mennt og starfaði lengst af sem kennari, að- stoðarskólastjóri og að lokum sem skólastjóri í Öskjuhlíðarskóla. „Í dag er ég skólastjóri á eftirlaun- um og starfa sem forfallakennari í Klettaskóla, sem tók við af Öskju- hlíðarskóla og Safamýrarskóla.“ Ljósmyndunin hefur verið áhugamál í áratugi hjá Jóhanni. „Ég byrjaði að taka myndir 1967, 1968 þegar ég var við nám í kennaraskólanum. Ég hef myndað allar götur síðan og þá mikið svona önnur áhugamál. Á upphafsárum Kvartmíluklúbbsins myndaði ég fyrir DB, Dagblaðið gamla, og svo hélt ég áfram þegar það sameinað- ist Vísi og varð að DV og var við- loðandi það í lausamennsku að mynda og skrifa um akstursíþrótt- ir. Eftir 1983 skrifaði ég líka mikið um vaxtarsport, kraftlyftingar og slíkt. Og er ég með annan hóp á Facbook fyrir það: Jak kraftasport.“ Jóhann starfaði í afleysingum í ljósmyndun fyrir DV á sama tíma og hann sinnti kennslunni. „Ég kom inn á sumrin og tók líka kvöld- og helgarvaktir.“ Jóhann starfaði einnig á Fréttablaðinu og Morgunblaðinu þar sem hann myndaði akstursíþróttir. Jóhann á fjölda mynda sem hann er að vinna við að koma á stafrænt form. „Mér reiknast til að þetta séu 250 þúsund myndir á filmu. Þegar filman datt út fór allt DV-safnið mitt á Ljósmyndasafn Reykjavíkur.“ Jóhann á Corvettu, sem hann er búinn að eiga í 40 ár, 69 Corvettu. „Það er færsla um hann í hópnum, sem ég setti inn þegar voru liðin 40 ár frá því ég keypti hann. Ég hef keppt á honum í 2–3 keppnum, svo gerði ég nú ekki mikið meira af því.“ Börn Jóhanns hafa ekki elt hann í áhuga- málin, hvorki kvartmíluna né ljósmyndunina, en taka þó illa í það þegar Jó- hann imprar á að selja Cor- vettuna. Kvartmílu- klúbburinn var stofnaður 6. júlí 1975 og er Jó- hann einn af stofnfé- lögum hans. Stofnfundur- inn var haldinn fyrir fullu húsi í ráðstefnusal Hótel Loftleiða. „Ég er líka heiðursfélagi í Bílaklúbbi Akur eyrar, þeim fannst ég skrifa svo fallega um þá á sínum tíma og gerðu mig að heiðursfélaga fy- irr mörgum árum,“ segir Jóhann og hlær. Þann 30. maí 1976 hélt Kvartmíluklúbburinn fyrstu bíla- sýningu sína og eru myndirnar hér frá þeirri sýningu. Sýningin var haldin úti, á lóð Austurbæjar- skólans í Reykjavík og var tilgangurinn með sýningunni að afla fjár til brautar- byggingar. Reykja- víkurborg úthlutaði Kvartmílu- klúbbnum lóð við spennistöðina á Geithálsi, og var farið að mæla út fyrir braut þar. Það kom hins vegar fljótlega í ljós að mjög dýrt yrði að byggja braut á þeim stað vegna þeirra umfangsmiklu jarðvegsskipta sem þyrftu að fara fram. Þegar þetta kom í ljós þá var þegar farið að leita að öðrum stað til að byggja braut á. Það end- aði síðan á því að klúbburinn gerði samning við Skógrækt ríkis- ins sem átti land í Kapelluhrauni sunnan Hafnarfjarðar. Áður en byrjað var á byggingu brautarinn- ar þurfti meðal annars að athuga með grunnvatn í nágrenninu vegna hugsanlegrar mengunar, og var Jón Jónsson jarðfræðingur fenginn til að meta þann þátt. Eftir að hann hafði gefið grænt ljós gáfu bæjar yfirvöld í Hafnarfirði líka grænt ljós á byggingu brautarinn- ar. Hafist var handa við bygginguna 1978 og var það verk- takafyrirtækið Aðalbraut sem sá um vinnuna. Lokið var síðan við lagningu brautarinnar 1979 og var fyrsta keppni áætluð 28. október sama ár. Ekkert varð þó af henni þar sem að morgni þess dags var 20 sentimetra jafnfallinn snjór yfir öllu og þar með var að fresta þessu til næsta vors. Það var síðan vorið 1980 sem brautin var form- lega opnuð og byrjað var að keppa á henni, en þá var hún eina sér- byggða spyrnubrautin í Evrópu. Markmið Kvartmíluklúbbsins og slagorð hefur alltaf verið „Hraðakstur af götunum og á inn á lokuð svæði.“ Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Jóhann og börnin hans Vettan hans Jóhanns gull- falleg sem brúðarbíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.