Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 8
8 15. mars 2019FRÉTTIR Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR er hún meðlimur í leynilegum hópi á Facebook fyrir fólk með sama áhugamál. Sagðist hún vel geta hugsað sér að starfa sem heimavinnandi húsmóðir enda hefur hún gaman af heimilisstörf­ um. Þá kom einnig fram að fráfar­ andi dómsmálaráðherra Íslands drekkur ekki kaffi. Á vef Sjálfstæð­ isflokksins kemur fram að hún „fylgi trú liðum sínum í fótbolta og hefur alla tíð haldið með KR, Urug uay eða Íslandi.“ Harðlega gagnrýnd Sigríður var dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem mynduð var af Sjálfstæðis­ flokknum, Viðreisn og Bjartri framtíð. Sú ríkisstjórn sprakk að­ eins átta mánuðum eftir að hún var mynduð. Fallið má rekja til þess þegar Hjalti Sigurjónsson fékk uppreist æru. Þá komu í ljós tengsl við fjölskyldu Bjarna Bene­ diktssonar forsætisráðherra en Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, gaf Hjalta meðmæli. Þá kom í ljós að Sigríður upplýsti Bjarna, um sumarið 2017, en ekki aðra í ríkis­ stjórninni um að faðir hans hefði gefið Hjalta meðmæli. Í kjölfarið sleit Björt fram­ tíð stjórnarsamstarfinu. Þann 11. september kom í ljós að Sigríð­ ur hafði gengið lengra í upplýs­ ingaleynd um annan barnaníðing, Róbert Downey, en upplýsingalög heimila. Var hún harðlega gagn­ rýnd fyrir að neita bæði þolend­ um og fjölmiðlum um gögn er vörðuðu uppreista æru hans. Þá sagði Sigríður að hún vildi skoða hvernig væri staðið að því að veita mönnum upp­ reisn æru og þá hvort allir ættu að eiga rétt á slíku. Sagðist hún einnig vilja breyta lögum um upp­ reisn æru þannig að ekki yrði hægt að sækja um slíka meðferð. Um svipað leyti var gerð könnun sem framkvæmd var af Maskínu og Stundinni. Þar kom í ljós að 72,5 prósent stuðningsmanna Sjálf­ stæðisflokksins vildu að hún segði af sér. Sagði af sér Leið Sigríðar átti síðan eftir að liggja aftur í dómsmálaráðuneytið. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsóknarflokk­ urinn mynduðu ríkisstjórn eftir kosningar 28. október 2018 sett­ ist Sigríður á ný í sinn gamla stól. Helsta mál sem hún hefur haft að­ komu að er ný persónuverndar­ reglugerð sem kveður á um auk­ ið hlutverk eftirlitsstofnana og á að styrkja grundvallarréttindi einstaklinga í stafrænum heimi og með því tryggja rétt þeirra til að gleymast. Sigríður sagði síðan af sér emb­ ætti þann 13. mars síðastliðinn. Afsögnina má rekja til þess að árið 2017 skipaði Sigríður 15 dóm­ ara við hinn nýja Landsrétt. Fjórir dómaranna sem metnir voru hæf­ ir af hæfnisnefnd voru ekki skip­ aðir af Sigríði, og leituðu þeir allir réttar síns og unnu mál sitt. Þegar Landsréttur tók til starfa lagði lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson fram þá kröfu fyrir hönd síns skjólstæðings, að einn dómari, Arnfríður Einarsdóttur, sem skipuð var af dómsmálaráð­ herra í stað eins umræddra fjór­ menninga, yrði dæmd vanhæf vegna skipunarinnar. Þeirri kröfu var hafnað og var sú ákvörðun kærð til Hæstaréttar, sem staðfesti dóm Landsréttar. Sigríður var harðlega gagnrýnd í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar og þess krafist að hún segði af sér embætti vegna málsins, en stjórnarandstaðan lagði fram vantrauststillögu gegn henni, sem var felld. Því leitaði Vilhjálmur til Mannréttindadóm­ stóls Evrópu, sem hef­ ur nú staðfest að dómara­ skipan Sigríðar var ekki réttmæt. Með því að skipta fjórum umsækjendum af lista út fyrir fjóra sem metnir höfðu verið minna hæfir sagði Mannréttinda­ dómstóllinn að Sigríður Andersen hefði með öllu sniðgengið gild­ andi lög, og þar með varð skip­ unarferlið sjálft í andstöðu við þá grundvallarreglu réttarríkisins að dómstólar skuli skipaðir með lög­ um. Fyrst eftir að fregnir bárust af niðurstöðunni var Sigríður And­ ersen brött. Þann 12. mars kvaðst hún ekki ætla að segja af sér. „Ég mun ekki gera það. Ég hef ekki ástæðu til þess,“ sagði Sigríður í samtali við RÚV og bætti við að dómurinn hefði komið henni á óvart. Daginn eftir var komið annað hljóð í strokkinn. Þá boðaði Sig­ ríður til blaðamannafundar og til­ kynnti að hún myndi segja af sér. Sjálf orðaði hún það á þann hátt að hún væri að stíga til hliðar. Þing­ menn geta stigið til hliðar og þá varaþingmenn tekið sæti þeirra en sama gildir ekki um ráðherra. Sig­ ríður sagði því einfaldlega af sér sem dómsmálaráðherra. Sigríður sagði á þeim fundi að Katrínu Jakobsdóttur væri ekki kunnugt um ákvörðun hennar. Hún myndi væntanlega lesa um hana í blöðunum. Þegar Katrín var spurð hvort Sigríður ætti afturkvæmt í emb­ ættið var svarið einfaldlega: „Það er ekki tímabært að segja til um það.“ n Unglingsárin Sigríður tók Buffaló-tískunni vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.