Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 52
52 FÓKUS - VIÐTAL 15. mars 2019 ljósi þess hversu ungir við vorum. Við héldum þó ótrauðir áfram og létum ekki deigan síga þó að sum­ ir væru margoft búnir að segja nei. Að lokum gaf húsgagnaverslun ein okkur tækifæri og við lögðum okkur alla fram um að gera eigendurna ánægða. Eftir rúman mánuð fórum við svo að banka upp á hjá nærliggj­ andi fyrirtækjum og benda þeim á að við værum að sjá um þrif hjá ná­ granna þeirra og þeir væru himin­ lifandi með þjónustuna. Smátt og smátt fór þannig viðskiptavinum að fjölga,“ segir Patrekur og brosir. Sköpuðu sér nafn í fjölmiðlum Fljótlega þurftu félagarnir að byrja að ráða starfsfólk, kaupa merkta fyrirtækjabíla og leigja fyrsta skrifstofuhúsnæði félagsins, litla kjallaraholu. „Orðspor okkar var aðeins byrjað að breiðast út en það sem kom okkur endanlega á kortið var athygli fjölmiðla,“ segir Patrekur. Dagblöð í heimabæ þeirra fengu veður af hinum ungu athafnamönnum og fljótlega fóru að birtast um þá fréttir í hér­ aðsmiðlum. „Þannig fóru eigendur fyrirtækja að kannast við okkur og það gerði allt markaðsstarfið mun auðveldara. Smátt og smátt fóru viðskiptavinir að átta sig á að við værum ekki ungir strákar að leika okkur heldur ætluðum að standa í alvöru rekstri,“ segir Patrekur. Viðskiptavinum fjölgaði hratt og það skapaði úlfúð meðal samkeppnisaðila. „Við fengum margar reiðihringingar á þessum tíma enda vorum við að hirða óánægða viðskiptavini af öðr­ um fyrirtækjum. Ég svaraði því alltaf til að fyrirtækin þyrftu engar áhyggjur að hafa ef þjónustan væri góð,“ segir Patrekur. Hann segir að reiðisímtölunum fari fækkandi en þess í stað hafi símtölum fjölgað þar sem eigendur stærri ræstinga­ fyrirtækja séu að kanna hvort Patrekur og Ghazi geti hugsað sér að selja fyrirtækið. „Við höfum engan áhuga á því á þessum tímapunkti og sjáum mörg tækifæri til áframhaldandi vaxtar. Við erum eiginlega komn­ ir með rekstur í öllum sveitarfélög­ um í kringum Ósló og á einhverj­ um tímapunkti munum við hefja innreið okkar þangað. Við erum ákveðnir í að bjóða upp á þjón­ ustu okkar um allan Noreg,“ segir Patrekur. Reyna að þjónusta starfsfólkið Aðspurður hvað hann telji fyrir tæki sitt gera öðruvísi en samkeppnis­ aðilarnir segir Patrekur: „Áherslan okkar er á starfsfólkið. Ég og Ghazi lítum svo á að okkar hlutverk sem stjórnendur sé að þjóna starfs­ fólkinu og tryggja að því líði vel í vinnunni. Það er oft talað um þennan klassíska valdapýramída en hjá okkur er hann öfugur. Við reynum líka að skapa góðan móral og ráða fólk á ólíkum aldri og með fjölbreytta reynslu. Elsti starfs­ maðurinn okkar er áttræður og á dögunum réðum við sjötugan mann til þess að sjá um að bóka sölufundi hjá væntanlegum við­ skiptavinum. Hann var búinn að vera á eftirlaunum í nokkur ár en leiddist þófið og ákvað að skella sér aftur út á vinnumarkaðinn. Ég og Ghazi gerum okkur fyllilega grein fyrir því að við eigum margt ólært sem stjórnendur og það er því ómetanlegt fyrir okkur að fá að skyggnast í reynslubanka slíkra starfsmanna,“ segir Patrekur. Að hans sögn er daglegur rekstur skrifstofu fyrirtækisins að mestu í hans höndum á meðan Ghazi vill helst sjá um að allt gangi vel við þjónustu við viðskiptavini. „Við vinnum mjög náið saman og bætum hvor annan upp. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tölum og því fór ég sjálfkrafa að veita fjár­ málahliðinni meiri áhuga. Ghazi á hins vegar mjög erfitt með að sitja kyrr og vill því helst vera úti að þjónusta viðskiptavini og sjá til þess að allt gangi vel fyrir sig,“ segir Patrekur. Í dag eru 100 starfsmenn hjá Support Service A/S og veltir fyrir­ tækið rúmlega hálfum milljarði íslenskra króna á hverju ári. Þrátt fyrir umfang starfseminnar þá grípur Patrekur reglulega í skúr­ ingamoppuna. „Við Ghazi leysum báðir af við skúringarnar ef þörf er á. Fyrir mér er það að skúra eins og róandi hugleiðsla og það heldur okkur við efnið að rifja reglulega upp hvaða þjónustu við erum að selja,“ segir Patrekur. n Ghazi og Patrekur hafa vakið talsverða athygli í Noregi „Ég var svo hepp- inn að ég eignað- ist frábæran stjúpföður sem ég leit mjög upp til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.