Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 56
56 15. mars 2019
Tímavélin Gamla auglýsinginVísir 22. júní 1926
Í
kringum aldamótin 1900 voru
morðmál óalgeng á Íslandi.
Það er ef frá eru talin dulsmál
þar sem nýfædd börn voru bor-
in út. Árið 1913 myrti Júlíana Silfa
Jónsdóttir bróður sinn Eyjólf með
því að byrla honum eitur. Í kjölfar-
ið féll síðasti líflátsdómurinn á Ís-
landi en hann var síðar mildaður.
Ríkur verkamaður
Eyjólfur Jónsson flutti til Reykja-
víkur frá Snæfellsnesi árið 1912,
þá tæplega fimmtugur að aldri.
Hann kom til þess að vinna verka-
mannavinnu og þótti fílefld-
ur að burðum. Fæstir
vissu þó að hann ætti
bólgna sparisjóðsbók
og meira að segja
jarðir fyrir vest-
an. Samanlagt
átti hann fjár-
muni upp á þrjú þúsund krónur,
sem var mikill peningur á þeim
tíma. Eyjólfur bruðlaði aldrei
með peninga en lánaði
fólki hins vegar án þess
að taka vexti fyrir við-
vikið.
Ógiftur og barnlaus
var Eyjólfur en talið var
að hann ætlaði að arf-
leiða unga stúlku í fóstri
að fjármunum sínum.
Gramdist þetta Júlíönu
Silfu, systur hans, sem
var þremur árum
yngri. Júlíana hafði
flutt til Reykjavíkur
árið 1911 eftir að hún
varð ekkja. En hún
bjó við þröngan kost
við Hverfisgötu með
dætrum sínum
tveimur og sjó-
manni, að nafni
Hannes Hansson,
sem hún hafði tek-
ið saman við.
Slagsmál og hótanir
Einn daginn kom Júlíana heim
með mann og leyfði honum að
dvelja á heimilinu í óþökk Hann-
esar. Jón hét sá maður, var veik-
ur, óvinnufær og hafði yfirgefið
eiginkonu sína. Þegar Júlíönu og
Hannesi lenti saman vildi hún að
Hannes færi af heimilinu og gæfi
eftir hluta eigna sinna til hennar.
Fór svo að Júlíana og Hannes
skildu og Júlíana flutti að Brekku-
stíg með Jóni. Júlíana og Jón lifðu
áfram í fátækt en Eyjólfur aðstoð-
aði með því að borga húsaleiguna.
Í staðinn fékk hann að gista þar og
Júlíana sá um hann. Eyjólfur fékk
einnig að geyma koffort með al-
eigu sinni á Brekkustígnum, jafn-
vel eftir að hann sjálfur fékk leigt
herbergi að Dúkskoti í vesturbæ
Reykjavíkur.
Haustið 1913 kom upp deilu-
mál á milli Eyjólfs og fyrrverandi
vinnuveitanda hans. Deildu þeir
um hver skuldaði hvorum pening
og ætluðu fyrir dómstóla. Þegar
Eyjólfur kom til að sækja skulda-
viðurkenningu í koffortið var hana
hvergi að finna og reiddist Eyjólfur
þá svo að hann skemmdi læs-
inguna. Kenndi hann Júlíönu um
að hafa tekið plaggið. Lenti Eyjólf-
ur í slagsmálum við bæði hana
og Jón. Þau vísuðu honum á dyr
og gengu líflátshótanirnar á milli
þeirra.
Síðar sá Eyjólfur eftir þessu,
bað Júlíönu afsökunar og borg-
aði henni lækniskostnað vegna
meiðsla sem hún hafði hlotið í
átökunum. Júlíana bar hins vegar
ennþá kala til hans.
Veikur eftir skyr
Þann 1. nóvember þetta sama ár
bankaði Eyjólfur upp á á Brekku-
stígnum og Júlíana bauð honum
inn til að þiggja kaffi og veitingar.
Júlíana bar fram skyr með sykri
sem Eyjólfur borðaði upp til agna.
Fannst honum bragðið hins vegar
ekki gott. Gaf hún honum einnig
vel af brennivíni út í kaffið.
Um kvöldið, þegar Eyjólfur var
kominn heim í Dúkskot, kvart-
aði hann yfir ónotum í maga við
heimilisfólkið. Taldi hann skyrið
hafa verið skemmt og um nóttina
byrjaði hann að kasta upp. Fram
á miðja nótt kastaði hann sífellt
upp, var sárkvalinn og emjaði.
Taldi heimilisfólkið í Dúkskoti að
eitthvað undarlegt væri á seyði og
að ælan væri „kvik.“
Næstu tvo daga fór Eyjólfur til
vinnu en var þó mjög aumur og
lasinn. Að kvöldi 3. nóvember fór
hann að Brekkustíg og sótti koff-
ortið. Áttu þau Júlíana þá hörð
orðaskipti og sagðist Eyjólfur hafa
orðið veikur eftir skyrið hennar.
Þegar hann kom með koffortið að
Dúkskoti sá hann að bæði vantaði
sparisjóðsbókina og peninga úr
buddu. Fór hann þá, ásamt tveim-
ur mönnum úr Dúkskoti, til að
sækja sparisjóðsbókina og Júlíana
lét hann hafa hana eftir nokkurra
rekistefnu.
Rottueitur dauðaorsökin
Eyjólfur hélt áfram að veikjast
og vitjaði læknir hans í Dúkskot.
Sagðist hann viss um að Júlíana
og Jón hefðu eitrað fyrir sér. Hann
varð slappari með hverjum degin-
um og þann 10. nóvember missti
hann málið og var meðvitundar-
lítill. Var hann þá fluttur að spít-
alanum á Landakoti. Læknarnir
þar gátu hins vegar ekkert hjálpað
honum og kvöldið 13. nóvember
lést hann á spítalanum.
Við krufningu degi síðar kom í
ljós að Eyjólfur hafði látist vegna
eitrunar. Að öllum líkindum fos-
fórs sem er í rottueitri. Rottueitur
tekur langan tíma til að drepa
mann og herjar aðallega á lifrina
sem gefur sig að lokum.
Lögreglan í Reykjavík leit á
dauða Eyjólfs sem sakamál og
þann 15. nóvember var Júlíana
handtekin. Strax um kvöldið var
Júlíana dregin fyrir rétt í Hegn-
ingarhúsinu við Skólavörðustíg.
Játaði hún þá strax glæp sinn,
að hafa eitrað skyrið fyrir Eyjólfi.
Sagðist hún bæði hafa orðið hrædd
við hann og að hún hafi vonast til
að erfa hann og losna þar með úr
fátækt. Hún sagðist jafnframt hafa
framið ódæðið fyrir áeggjan sam-
býlismanns síns, Jóns.
Jón var einnig handtekinn og
færður fyrir fógeta. Hann neitaði
hins vegar sök en sagðist bæði
hafa heyrt Júlíönu tala um að eitra
fyrir Eyjólfi og að hún hefði beðið
sig að útvega eitur. Þótti framburð-
ur hans nokkuð ótrúverðugur og
Jón ósamkvæmur sjálfum sér. Var
hann loks látinn sverja framburð
sinn í líkskurðarhúsinu með hönd
á brjósti Eyjólfs.
Dauðadómur
Júlíana var mjög móðursjúk í öllu
ferlinu, grét hástöfum og orgaði.
Tafði þetta réttarhöldin í nokkur
skipti. Hún hélt sig við fram-
burðinn um að Jón hefði eggjað
hana til morðsins en jafnframt að
hún sjálf væri geðveik. Geðlæknir
vitnaði hins vegar um að Júlíana
væri sakhæf.
Júlíana og Jón voru í varðhaldi
fram á vorið og bæði báru þau sig
illa. Hegðuðu þau sér sem geð-
veik væru en fangaverðirnir voru
ekki sannfærðir um það. Þann
24. apríl árið 1914 voru dómarnir
loks kveðnir upp. Jón var sýknaður
vegna skorts á sönnunargögnum
en úrskurðaður geðveikur og
færður beint á Kleppsspítala. Júl-
íana Silfa var hins vegar dæmd til
dauða og sá dómur staðfestur í
landsyfirrétti.
Tæpu ári síðar var dómurinn
staðfestur af Hæstarétti í Kaup-
mannahöfn en konungur mildaði
dóminn úr lífláti í ævilanga fang-
elsisvist. Haustið 1919 var hún
loks náðuð af konungi og lifði hún
í tólf ár eftir það. En allan þann
tíma var hún veikluð, bæði á lík-
ama og sál. Jón Jónsson lést þetta
sama ár, 1931, sem vistmaður á
Kleppsspítala. n
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
Sérsmíðum eftir
óskum hvers og eins
Gylfaflöt 6-8 / S. 587 6688 / fanntofell.is
Bar eitrað skyr í bróður sinn
n Samverkamaður endaði á Kleppi n Dauðadómur mildaður af konungi
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
Herbergið að Dúkskoti Koffortið til hægri.
Dúkskot Þar sem nú er Vesturgata 13.
Júlíana Silfa Úr þáttunum
Sönn íslensk sakamál.