Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 37
Stóra bílablaðið 15. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ Kistufell er gamalgróið fyrirtæki sem var stofnað fyrir hartnær sjötíu árum af bræðrunum Jónasi og Guðmundi Jónassonum sem fæddust einmitt á bæ undir Kistufelli í Esjunni. „Það er náttúrlega heilmikil saga sem fylgir fyrirtækinu sem hefur starfað linnulaust frá því 1952. Ég er til dæmis þriðji ættliðurinn til þess að sjá um rekstur á Bifreiðaverkstæðinu Kistufelli,“ segir Guðmundur Ingi Skúlason, barnabarn Guðmundar. Á tíunda áratugnum skipt­ ist fyrirtækið upp í tvö fyrirtæki. Annars vegar varahlutaverslun og hins vegar vélaverkstæði sem er sá hluti fyrirtækisins sem Guðmund­ ur sér um í dag. Heitir fyrirtækið nú Bifreiðaverkstæðið Kistufell og sérhæfir það sig í bílum og viðgerðum á þeim, ásamt vélavinnu. Það er staðsett að Tangarhöfða 13. „Áður vorum við meira í að gera upp vélar og sinna þeim hluta bílsins, en í dag hefur reksturinn meira þróast í bæði vélavinnu og almennar bifreiðaviðgerðir. Eins vorum við meira í að þjónusta önnur verkstæði og sinna bílaumboðum. Nú höfum við fært reksturinn meira yfir í einkabílinn þó svo við séum enn að sinna stærri kúnnum sem eru stór hluti af okkar viðskiptavinum,“ segir Guðmundur. Bæði með varahluti og viðgerðir Bifreiðaverkstæðið Kistufell veitir hagkvæma og samkeppnishæfa þjónustu í bílaviðgerðum en sérhæfir sig jafnframt í innflutningi á varahlut­ um frá viðurkenndum aðilum sem framleiða parta í allar tegundir véla. „Við erum með túrbínur og spíssa í dísilvélar, stimpla, legur og pakkn­ ingar. Á verkstæðinu erum við með fimm lyftur þar sem við gerum við allar tegundir bifreiða, smábíla, jeppa, rútur, vörubíla og fleira. Við sinn­ um öllum bílaviðgerðum almennum sem sértækum. Þá skiptum við um tímareimar, hjólalegur, spyrnur, bremsur, headpakkningar og raunar allt sem viðkemur bifreiðum og viðhaldi á þeim,“ segir Guðmundur. Endurvinnslan fyrir umhverfið og veskið Í raun má segja að Bifreiða­ verkstæðið Kistufell sé gamalgróið endurvinnslufyrirtæki þar sem þeir eru einnig í því að endurbyggja vélar. „Okkur finnst mikilvægt að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir þá sem vilja endurnýta hlutina í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Oft á tíðum eru menn að fjárfesta í nýjum tækjum í stað þess að fara með í viðgerð, þrátt fyrir að það sé í raun hagstæðara að gera við. Okkar mottó er að gera við, endurnýta og endurvinna það sem hægt er þangað til það þarf að skipta út. Það er bæði betra fyrir umhverfið og seðlaveskið,“ segir Guðmundur. Alltaf dýrast að trassa viðhaldið Guðmundur bendir á að bílaviðgerðir séu og verði alltaf dýrar. „Það er þó alltaf dýrara að sinna ekki viðhaldi á bifreiðinni. Ódýrasta tryggingin til þess að þurfa ekki að lenda á bifreiðaverkstæðinu hjá mér er að smyrja bílinn reglulega. Og ef menn hugsa skynsamlega um tækin sín þá endist þetta auðvitað töluvert lengur. Þetta vita allir en stundum þarf að impra á þessu,“ segir Guðmundur. Nánari upplýsingar má nálgast á www.kistufell.com Tangarhöfði 13, 110 Reykjavík Sími: 577­1313 Opið er á verkstæðinu alla virka daga frá 08–17 Guðmundur Ingi Skúlason Kistufell, bifreiða- verkstæði með sögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.