Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 54
54 FÓKUS - VIÐTAL 15. mars 2019 og tjáð mig þannig. Ég tjái mig mjög mikið með fötum.“ Rakel Unnur hefur verið með blátt hár síðastliðin þrjú ár. Fyrir nokkrum mánuðum ákvað hún að lita það aftur dökkt, í uppruna- lega litinn, og segir að henni hafi aldrei liðið eins leiðinlega og hún var fljót að fara aftur í blátt. „Ég hætti við að vilja verða fata- hönnuður, mér fannst þægilegt að föt væru bara tilbúin,“ segir hún og hlær. „Ég er líka mjög góð í að sjá hvaða hlutir fara saman. Ég fann út að mig langaði að verða stílisti.“ Leiðin lá í London College of Fashion og hún innritaðist í BA- nám í Fashion Styling and Prod- uction. Eftir tveggja ára nám út- skrifaðist Rakel Unnur með diplómu en gat ekki klárað þriðja árið sitt. „ LÍN lánar bara ákveðna fjárhæð fyrir skólagjöldum. Ég hafði ekki efni á að borga mis- muninn en árið kostar þrjár millj- ónir. Nám erlendis er mjög dýrt,“ segir Rakel Unnur og bætir við: „Það er mjög sárt að hafa ekki geta fengið að klára nám, aðeins vegna þessarar ástæðu. LÍN segir að maður geti unnið fyrir mismunin- um á sumrin, en ef maður er dug- legur og vinnur mikið þá skerð- ist hvað maður fær í framfærslu. Manni er refsað fyrir að vera dug- legur.“ Kaupmannahöfn Rakel Unnur ætlaði að safna fyrir seinasta árinu sjálf og ákvað að taka eins árs pásu frá náminu til þess og flutti frá London. Kaup- mannahöfn varð fyrir valinu sem næsti áfangastaður. Hún fékk starf sem verslunar- stjóri hjá Wasteland, sem er ein vinsælasta vintage-fataverslun í Kaupmannahöfn. Ábyrgðin jókst og verkefnunum fjölgaði með tím- anum, eins og að fara til Banda- ríkjanna og handvelja föt fyrir verslunina. Á þessum tíma gat Rakel Unn- ur sér einnig gott orð sem stílisti, bæði í Kaupmannahöfn og á Ís- landi. Hún komst á skrá hjá um- boðsskrifstofu og hefur unnið að fjölda stílistaverkefna. Með- al þeirra eru tónlistarmyndband fyrir hljómsveitina Dream Wife, auglýsingu fyrir Ísey Skyr, herferð fyrir Hummel, Minimum, Soul- land og tískumyndaþættir fyrir tímarit. Rakel Unnur er einnig tískuritstjóri hjá Bast Magazine og hefur skrifað þar greinar síðast- liðin fimm ár. Hætti að drekka áfengi Þegar Rakel Unnur bjó í London ákvað hún að breyta um lífsstíl. Hún hætti að drekka áfengi. „Ég gafst upp. Ég ákvað að það væri kominn tími til að breyta um lífsstíl. Ég gerði það ekki vegna þess að ég ætti beint við vandamál að stríða, heldur hafði drykkjan svo mikil áhrif á mig andlega. Ég vildi breyta því hvernig mér liði og ákvað að taka pásu frá drykkju og djammi.“ Rakel Unnur segir að henni hafi aldrei liðið vel í glasi. „Ég átti ekki í neinum vandamálum með áfengi. En eins og það er hérna á Íslandi fóru helgarnar í drykkju, djamm og þynnku. Fólk bíður eftir helginni til að komast á djammið, svona er bara menningin hérna á Íslandi. Mig langaði sjaldan í áfengi, mér hefur aldrei fundist það einu sinni gott á bragðið. En það var hópþrýstingur um að fara að djamma og gleyma sér. Á end- anum fékk ég ógeð af því andlega. Það tekur á að djamma hverja ein- ustu helgi. Manni líður ekki vel. Ég fékk nóg á tímabili.“ Áfengispásan átti upprunalega að vera aðeins þrír mánuðir. Hins vegar leið henni svo vel að pásan lengdist. Í dag hefur Rakel Unnur ekki drukkið áfengissopa í þrjú og hálft ár. „Það sem ég er búin að afreka síðan ég hætti að drekka er ótrú- legt. Ég er með miklu meiri orku. Mér hefur ekki liðið illa í líkaman- um í þrjú og hálft ár. Þegar ég var þunn var ég bara veik og eyddi öll- um deginum uppi í rúmi.“ Fer út að skemmta sér Rakel Unnur segist fara út að skemmta sér með vinum sínum. Hún segir það þó takmarkað hvað hún nenni að vera lengi. „Mér líður alls ekki illa við að fara út að skemmta mér. Fyrst var erfitt að vera ekki í sama hugará- standi og aðrir. Það sem hjálpaði mér var að fá mér drykk með röri svo það liti út fyrir að ég væri að drekka. Því ef maður drekkur ekki fær maður endalausar spurn- ingar og ég þurfti sífellt að útskýra af hverju ég væri ekki að drekka. Mér fannst það óþægilegt fyrst, en ekki lengur. Stundum langar mig auðvitað að komast út úr hausn- um á mér eins og fólk gerir með drykkju. En það eru til aðrar leiðir til þess, eins og að hugleiða,“ seg- ir hún. „Arnar, kærasti minn, hætti að drekka áfengi fyrir tveimur árum af sömu ástæðu og ég. Að maki þinn sé með sömu áherslur og þú í lífinu, og að það snúist ekki allt um að fá sér bjór eða fara á djammið, er ótrúleg tilfinning.“ Draumurinn rættist Rakel Unnur segir að hún hafi ekk- ert á móti áfengi, það sé bara ekki fyrir hana. „Ég get alveg sagt að með því að hafa hætt að drekka hafi ég náð eins langt og ég hef gert,“ segir Rakel Unnur. Aðspurð hver draumur hennar sé, brosir Rakel Unnur og segir: „Einn af mínum stærstu draumum er að rætast. Það er mjög skrýtið! Ég er loksins að fá allt til baka sem ég hef gert.“ Opnar sína eigin verslun Wasteland er að fara út fyrir land- steina Danmerkur og hefur opn- að verslun í miðbæ Reykjavík- ur. Rakel Unnur er meðeigandi verslunarinnar. Verslunin var opnuð 14. mars og verður opin frá fimmtudögum til sunnudaga næsta mánuðinn og mun vera opin á hverjum degi frá 4. maí næstkomandi. Rakel Unnur segir að hún muni leggja áherslu á að allir geti kom- ið að keypt hjá henni, bæði ungir sem aldnir og fólk í öllum stærð- um og gerðum. „Það er ótrúlegt að hafa náð þessu markmiði, að eiga mína eigin verslun sem er einnig góð fyrir umhverfið. Ég er búin að vinna svo ótrúlega ötullega að þessu. Ef þú átt þér draum, fylgdu honum og hann mun rætast ,“ segir Rakel Unnur. n „Ég ákvað að það væri kominn tími til að breyta um lífsstíl Rakel Unnur í verslunarrýminu áður en verslunin var tilbúin fyrir opnun PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.