Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 19
UMRÆÐA 1915. mars 2019 Spurning vikunnar Hvert er leiðinlegasta húsverkið? „Mér finnst rosalega leiðinlegt að þurrka af og þrífa, meira að segja að skúra.“ Gunnar Hansson „Að setja í uppþvottavél.“ Kristófer Liljar Fannarsson „Að ganga frá þvottinum.“ María Beck „Að strauja.“ Ragnheiður Gissurardóttir Sandkorn Kúnstin að tapa með reisn É g hef teflt skák frá því að ég var á barnsaldri. Ég segi ekki að þeim tíma sem ég hef eytt í íþróttina hafi alltaf verið vel varið en við skákborðið lærði ég þó mikilvægar lexíur. Að tapa. Og ekki síður að horfast í augu við mistök mín. Það skal enginn halda að það sé auðvelt að tapa í skák, sérstaklega hefðbundnum kappskákum sem taka oft fimm til sex klukku­ stundir. Maður mætir til leiks með heilann að vopni og byrjar að hreyfa mennina samkvæmt öllum kúnstarinnar reglum. Á móti manni situr andstæðingur, sem getur verið á hvaða aldri sem er, og gerir slíkt hið sama. Skyndilega gerir maður mistök sem kosta mann skákina. Stundum er maður mátaður strax en ég hef líka lent í því að vera þrjár klukkustundir að berjast í verri stöðu gegn náunga sem smjattaði alltaf á munnvatni allan tímann og var með ógeðslegt skítaglott á vörunum. Ég náði ekki að bjarga mér og varð að gefast upp. Niðurlægingin var algjör og ég hef upplifað fleiri slíkar en ég kæri mig um að rifja upp. Töp sem voru tilkomin vegna minna eigin mistaka. Það er erfitt að horfast í augu við eigin breyskleika. Eins og frægt er komst Mannréttinda dómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráð­ herra landsins, hafi gert alvar­ leg mistök. Mistök sem gerðu það að verkum að dómskerfi okkar Íslendinga er í uppnámi. Fyrstu viðbrögð dómsmálaráðherrans ollu miklum vonbrigðum. Hún mætti niðurstöðunni af hroka og gerði lítið úr vægi dómstóls­ ins. Þá benti hún á að dómurinn hefði klofnað í afstöðu sinni til málsins, sem ég vona að verði ekki réttlæting sakamanna í dóms­ málum framtíðarinnar. Degi síðar var komið annað hljóð í strokkinn og það skal enginn segja mér að Sigríður hafi sjálf komist að þeirri niður­ stöðu. Sennilega hefur hún ofmetið stuðning við sig og séð þann kost vænstan að stíga til hliðar (lesist: segja af sér). Ég efa það ekki að Sigríður hafi upplifað mikla persónulega niðurlægingu vegna málsins. Það er erfitt að vera dreginn til ábyrgðar vegna mistaka sinna, sérstaklega ef maður vill ekki horfast í augu við þau. Ég held að flestir Íslendingar beri meira traust til Mannréttinda­ dómstóls Evrópu en íslenskra dómstóla eða stjórnvalda. Þess vegna er beinlínis hrollvekjandi að heyra málsvara flokksins gefa það til kynna að lítið sem ekkert sé að marka þessa niðurstöðu. Ég tel að það sé ekki til of mikils mælst að íslenskir ráðherrar kunni að standa og falla með sínum gjörðum, horfast í augu við mistök sín og tapa með reisn. Það er fátt sem bendir til þess að Sigríður Á. Andersen hafi lært þá lexíu og því á hún ekkert erindi aftur í ráðherrastól. n Katrín hnyklar vöðvana Augljóst var að Katrín Jakobs- dóttir beitti Sjálfstæðismenn miklum þrýstingi til þess að koma Sigríði Á. Andersen úr sæti dómsmálaráðherra. Á þriðju­ dag var ekkert fararsnið á Sig­ ríði og hún hefur talið stöðu sína trausta. En annað kom á daginn eftir að Katrín sneri heim frá New York. Þegar Sigríður boðaði til blaða­ mannafundar sagðist hún ætla að lesa upp stutta yfirlýsingu. Við tók hins vegar nærri hálf­ tíma ræða þar sem Sigríður reifaði enn á ný allar afsakanir sínar. Þegar hún loks kom sér að því að segja blaðamönn­ um frá afsögninni gerði hún það þannig að enginn skildi nákvæmlega hvað hún var að gera. Erfitt var að kyngja stoltinu. Út á við stendur Katrín sterkt eftir þessa uppákomu, en spurningin sem eftir situr er hvort hún hafi lofað einhverju á móti. Hvað fær Sigríður? Eftir atburði liðinnar viku situr Sigríður Á. Ander sen eftir með póli­ tískt svöðu sár. Sigríður hefur lengi verið um­ deild en staða hennar innan Sjálfstæðis­ flokksins hefur verið sterk enda er hún góð vinkona vina sinna. Sjálfstæðismenn sem falla af stalli fá gjarnan góðar stöð­ ur í kjölfarið, annaðhvort á vegum hins opinbera eða í einka geiranum. Geir H. Haarde var gerður að sendiherra í Wash ington, Davíð Oddsson að ritstjóra Morgunblaðsins og Hanna birna að formanni utan ríkismálanefndar og starfar hún nú sem sérstakur ráðgjafi UN Women. Ætla má að Sigríður fái einnig góða stöðu, annaðhvort í þinginu eða annars staðar. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Orðið á götunni: Ráðherrastóll er 25 prósent vinna O rðið á götunni er að nú sé lag að stórfækka ráð­ herraembættum. Þórdís Kolbrún Gylfa­ dóttir Reykfjörð tók í vikunni við emb­ ætti dómsmála­ ráðherra, sem áður hét dóms­ og kirkjumála­ ráðherra. Fyrir gegnir hún stöðu iðnaðar­, nýsköpunar­ og ferðamálaráð­ herra. Auðsýnt er að ráðherraembætti er ekki full vinna. Ætla má að hver ráð­ herrastóll sé um það bil 25 prósent vinna. Hægt sé að klára öll mánaðar­ verkefnin á einni viku og skella sér síðan í golf eða til Tene og hafa það gott fram að útborgunardegi. Þó að verkefnin séu fá þá er vitaskuld greitt upp í topp fyrir vinnuna. Glöggt má sjá að Þórdís Kol­ brún er duglegri og metnaðarfyllri en flestir kollegar hennar, því hún reynir að fylla upp í mánuðinn. Sumir þeirra vinna hálfa vinnu eins og Lilja Dögg sem er mennta­ og menningarmálaráðherra. Sigurður Ingi er samgöngu­ og sveitar­ stjórnarmálaráðherra. Ásmundur Einar félagsmálaráðherra sá að sér og bætti barnamálaráðherra­ stólnum við. Meðal letingja má nefna Guðlaug Þór Þórðarson utan­ ríkisráðherra og Svandísi Svavars­ dóttur heilbrigðisráðherra. Þau hljóta að vera í Candy Crush þrjár vikur í mánuði. Miðað við vinnugetu heilbrigðs starfsmanns ætti að vera hægt að fækka ráðherrum niður í þrjá og hlaða á þá eins og gert er við Þór­ dísi nú. Fram til ársins 1938 voru aðeins þrír ráðherrar á Íslandi, for­ sætis, fjármála og atvinnumála. Það gekk fínt. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.