Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 24
24 FÓKUS - VIÐTAL 15. mars 2019 NÆSTI KAFLI HEFST HJÁ OKKUR LANGALÍNA 13, 210 GARÐABÆR 59.500.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýli 128 M2 4 SUNNUBRAUT 30, 200 KÓPAVOGUR 65.000.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Einbýli 272 M2 7 BREKKUGATA, 210 GARÐABÆR 84.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Raðhús 217 M2 6 Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800 www.gimli.is BJÓÐUM UPPÁ FRÍTT SÖLUVERÐMAT náttúrulegt, en ég held að afar fáar konur upplifi þetta sjónarhorn.“ Fær ekki að vera móðir barnsins Segist María ekki tengja við föður­ hlutverkið þrátt fyrir að standa þeim megin við línuna. María: „Þegar ég les um hluti sem beint er til feðra þá tengi ég ekki, því ég er ekki að verða pabbi. Ég er að verða mamma. En munurinn er að daginn eftir að barnið fæðist þá þarf ég að fara og fá vottorð til staðfestingar á því að ég sé foreldri þess og senda á fæðingarorlofssjóð. Ef að gagn­ kynhneigt par væri í sömu stöðu og við, væri að eignast barn saman í gegnum tæknisæðingu, þá þyrfti karlmaðurinn ekki að fara og gera þetta. Ef fólk er í hjónabandi þá verður hann sjálfkrafa faðir barns­ ins í öllum skrám. Jafnvel þótt þau hafi keypt sæði eða hún hafi haldið framhjá. Ég þarf hins vegar að sækja sérstaklega um það.“ Ingileif: „Svo verð ég skráð móðir barnsins en hún verður skráð foreldri þess, hún fær ekki að vera móðir líka. Það eru alls kon­ ar svona litlir hlutir sem eru alltaf að minna mann á að það er ennþá mismunun í kerfinu.“ Parið segist ekki útiloka þann möguleika að ættleiða barn í fram­ tíðinni en að staðan sé nú þannig að samkynhneigðum pörum hér­ lendis sé nánast ómögulegt að fá barn. María: „Ísland heimilar ætt­ leiðingar samkynhneigðra eða hinsegin fólks en flest öll lönd úti í heimi heimila ekki ættleiðingar til samkynhneigðra á móti. Þannig að þetta er bara „dead end“ einmitt núna. Svo er ættleiðing yfirhöfuð líka erfið fyrir gagnkynhneigt fólk. Þetta tekur rosalega langan tíma og tekur mikið á fólk. Við útilok­ um ekkert en þetta er bara hægara sagt en gert af því að við erum tvær konur.“ Ingileif: „Það er alveg ótrúlega sturlað af því að ég er alveg örugg með að við eigum alla ást í heim­ inum. Við eigum gott heimili og allar aðstæður okkar eru upp á tíu. Það er fjöldi fólks sem á börn sem er í slæmum aðstæðum. Þrátt fyrir að við séum samkynhneigt par þá þýðir það ekki að við séum slæm­ ir foreldrar. María: „Það er löngu búið að ákveða að normið sé karl og kona, vissulega, og við erum undantekn­ ingin. En mælikvarðinn á það að vera gott foreldri eða geta veitt gott heimili snýst ekki um það hvort að það séu karl og kona á heimilinu. Það snýst um það hvort þú gefir góðan ramma, ást, umhyggju og skýra leiðsögn. Það hefur ekkert með kynið að gera. Það eru til frá­ bærir pabbar og frábærar mömm­ ur, það eru líka til ömurlegar mömmur og ömurlegir pabbar.“ Vilja að fólk gefi skít í normið og fagni fjölbreytileikanum Þegar Ingileif og María tilkynntu fólki að von væri á viðbót við fjöl­ skylduna fengu þær strax skilaboð frá óviðkomandi einstaklingum um hvernig þær yrðu að ala barnið upp. Ingileif: „Við fengum strax skilaboð þess efnis að ef þetta yrði strákur að þá yrðum við að hafa einhverja mjög sterka karlkynsí­ mynd í lífi barnsins sem fengi að hitta barnið reglulega. Þetta fannst okkur skringilegt. Við þekkjum auðvitað fjölda frábærra manna sem munu koma til með að vera inni í lífi þessa barns, en ef það á að vera einhver fókuspunktur þá getur það líka haft skringileg áhrif. Ég held einmitt að af því að strák­ urinn okkar hefur svona mikið af kvenkynsfyrirmyndum í sínu lífi að það hafi gert það að verkum að hann er mikið í tengslum við sínar tilfinningar. Við eigum bara að gefa skít í þetta norm og viðurkenna að við erum öll mismunandi og það er frábært. Við eigum að fagna því að eiga alls konar fyrir myndir sem eru svo ólíkar. Það er það sem ger­ ir okkur, að okkur. Það væri heldur ekkert skemmtilegt ef að við vær­ um öll eins og að enginn mætti vera neitt öðruvísi.“ Síðasta sumar giftu María og Ingileif sig við hátíðlega athöfn á Flateyri. Þar slógu þær til þriggja daga veislu og fjöldinn í bænum jókst um helming. Fyrir veisluna höfðu þær farið til sýslumanns sem gaf þær saman og þær kalla brúðkaup sitt ástarveislu. María: „Það eru ekkert margir sem sjá hinsegin brúðkaup og við gerðum líka í því að brjóta allar hefðir. Við gengum saman inn að altari með mæðrum okkar og rugl­ uðum í öllu svoleiðis. Af því að maður má það. Þetta var bara gott partí, ástarveisla.“ Ingileif: „Það var líka svo ótrú­ lega gaman að í kjölfar þess að við sýndum frá brúðkaupinu þá var svo margt fólk sem sendi okk­ ur skilaboð og þakkaði okkur fyrir. Sagði okkur að þetta hefði sýnt þeim að þau geti líka á einhverjum tímapunkti gifst manneskjunni sem þau elska. Öll þessi skilaboð eru okkur svo mikils virði og fær okkur til þess að halda áfram, af því að við þekkjum það að vera í þessum sporum.“ Leyndarmál velgengninnar er einlægni og hreinskilni Bæði Ingileif og María eru metn­ aðarfullar í því sem þær taka sér fyrir hendur og þær hafa báðar náð langt í því sem þær hafa tek­ ið sér fyrir hendur. Blaðakona forvitnaðist um velgengni þeirra og velti því fyrir sér hvert leyndar­ málið væri. María: „Einlægni og hrein­ skilni. Aldrei þykjast vera eitthvað annað en þú ert og að gera hlutina frá hjartanu. Þetta hljómar rosa­ lega klisjukennt en fólk sér í gegn­ um það um leið og þú ert farinn að gera eitthvað sem er ekki einlægt.“ Ingileif: „Já, ég tek undir það og líka bara að gera hluti sem maður trúir á sjálfur. Ef þú ert að gera hluti sem þú brennur fyrir þá leið­ ir það þig á staði þar sem þú nærð að blómstra.“ Hvað framtíðarhorfur varðar segjast þær bíða spenntar eftir því að verða vísitölufjölskylda í ágúst. Þær muni halda áfram að rækta sig og vefja sig ást og fjölskyldu. María: „Það er ekkert sjálfgefið að vera við góða líkamlega heilsu eða geðheilsu og lykillinn er svo­ lítið þetta zen sem við erum að læra á. Þessi nýi lífsstíll sem við erum að fikra okkur áfram í og er bara fjandi góður.“ Ingileif: „Okkar ráðleggingar til ungra kvenna er líka það að slaka á og varast að ofkeyra sig. Maður vill oft sigra heiminn og gleypa hann í einum bita, en maður verður líka að kunna að meta rólegheitin inni á milli og vera þakklátur fyrir þau. Það var auðvitað ákveðið áfall að greinast með þennan sjúkdóm, en ég er samt mjög þakklát fyrir það. Það dró okkur niður á jörðina og fékk mig til þess að velta því fyr­ ir mér hvort ég væri að gera hluti fyrir sjálfa mig eða aðra.“ María: „Ætli við séum ekki bara að fara að gleypa heiminn í litlum bitum. Ekki í einum bita.“ n Viðtalið við Maríu og Ingileif verður hægt að lesa í heild sinni á dv.is. „Okkur finnst okkar fjölskylda alveg jafn eðlileg og allra annarra „Ætli við séum ekki bara að fara að gleypa heiminn í litlum bitum. Ekki í einum bita.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.