Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 49
Fyrirtækjalausnir 15. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ Húsfélagaþjónusta og útleiga á fasteignum REKSTRARUMSJÓN: Við þjónustum öll húsfélög, stór og smá, en það veltur svo á þörfum hvers og eins húsfélags hvaða þjónustuleið er valin. Það eru allir velkomnir í þjón- ustu til okkar og tökum við mið af stærð og umfangi hvers og eins,“ segir Bjartmar Steinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Rekstrarumsjónar. Um er að ræða fjölskyldufyrirtæki í eigu rótgróinna Hafnfirðinga sem eru tengdaforeldrar Bjartmars og börn þeirra, en hann stjórnar rekstri þess ásamt mágkonu sinni, Helgu Soffíu Guðjónsdóttur. Fyrir húsfélög eru í boði þrjár rekstrarleiðir. Sú fyrsta lýtur að fjár- málum og innheimtu en í rekstrarleið 2 bætist við fundaþjónusta. Rekstrarleið 3 er síðan full þjónusta. Nánari útfærslu á þjónustuleiðunum gefur að líta á vefnum rekstrarum- sjon.com. Eins og gefur að skilja er ógnar- mikil hagræðing fólgin í því að flytja verkefni húsfélags í hendur þjónustu- aðila á borð við Rekstrarumsjón: „Við hugsum starf okkar fyrir húsfélögin á þá leið að við séum verkfæri sem auðveldi stjórnum og íbúum hvers og eins húsfélags verulega vinnuna. Íbúar, og þá sérstaklega stjórnir húsfélaga, finna almennt fyrir miklum létti eftir að rekstri húsfélags er komið í okkar hendur þar sem mikið álag getur fylgt því að reka húsfélag,“ segir Bjartmar. Viðskiptavinir Rekstrarum- sjónar eru afar ánægðir með þjón- ustuna enda leggur fyrirtækið þunga áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu. Í fullri þjónustu ber Rekstrarumsjón hitann og þungann af því að verkefni komist í fram- kvæmd og viðhald sé gott: „Þegar við fáum beiðnir frá hússtjórnum þá sinnum við öllu frá a til ö og afhend- um málin fullunnin aftur til stjórnar- innar. Við höldum vel á spöðunum og fylgjum því eftir að öll verkefni séu unnin vel og samkvæmt áætlun,“ segir Bjartmar. Útleiga á fasteignum Það getur verið mikil fyrirhöfn fyrir fasteignaeigendur að sjá um útleigu og rekstur á fasteignum sínum. Þar kemur Rekstrarumsjón til sögunnar með hinn hluta þjónustu sinnar; útleigu fasteigna, og sinnir jafnt útleigu á íbúðarhúsnæði og atvinnu- húsnæði. Þetta auðveldar eigendum að leigja út sínar fasteignir og takmarkar vinnu þeirra í tengslum við útleiguna. Utanumhald leigutekna og eftirlit með því að leigutekjur skili sér kemur í hlut Rekstrarumsjónar, sem bregst þá hratt og örugglega við ef vanskil eiga sér stað. Nánari upplýsingar eru á vef- síðunni rekstrarumsjon.com og Facebooksíðunni Rekstrarumsjón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.