Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Page 49
Fyrirtækjalausnir 15. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ Húsfélagaþjónusta og útleiga á fasteignum REKSTRARUMSJÓN: Við þjónustum öll húsfélög, stór og smá, en það veltur svo á þörfum hvers og eins húsfélags hvaða þjónustuleið er valin. Það eru allir velkomnir í þjón- ustu til okkar og tökum við mið af stærð og umfangi hvers og eins,“ segir Bjartmar Steinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Rekstrarumsjónar. Um er að ræða fjölskyldufyrirtæki í eigu rótgróinna Hafnfirðinga sem eru tengdaforeldrar Bjartmars og börn þeirra, en hann stjórnar rekstri þess ásamt mágkonu sinni, Helgu Soffíu Guðjónsdóttur. Fyrir húsfélög eru í boði þrjár rekstrarleiðir. Sú fyrsta lýtur að fjár- málum og innheimtu en í rekstrarleið 2 bætist við fundaþjónusta. Rekstrarleið 3 er síðan full þjónusta. Nánari útfærslu á þjónustuleiðunum gefur að líta á vefnum rekstrarum- sjon.com. Eins og gefur að skilja er ógnar- mikil hagræðing fólgin í því að flytja verkefni húsfélags í hendur þjónustu- aðila á borð við Rekstrarumsjón: „Við hugsum starf okkar fyrir húsfélögin á þá leið að við séum verkfæri sem auðveldi stjórnum og íbúum hvers og eins húsfélags verulega vinnuna. Íbúar, og þá sérstaklega stjórnir húsfélaga, finna almennt fyrir miklum létti eftir að rekstri húsfélags er komið í okkar hendur þar sem mikið álag getur fylgt því að reka húsfélag,“ segir Bjartmar. Viðskiptavinir Rekstrarum- sjónar eru afar ánægðir með þjón- ustuna enda leggur fyrirtækið þunga áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu. Í fullri þjónustu ber Rekstrarumsjón hitann og þungann af því að verkefni komist í fram- kvæmd og viðhald sé gott: „Þegar við fáum beiðnir frá hússtjórnum þá sinnum við öllu frá a til ö og afhend- um málin fullunnin aftur til stjórnar- innar. Við höldum vel á spöðunum og fylgjum því eftir að öll verkefni séu unnin vel og samkvæmt áætlun,“ segir Bjartmar. Útleiga á fasteignum Það getur verið mikil fyrirhöfn fyrir fasteignaeigendur að sjá um útleigu og rekstur á fasteignum sínum. Þar kemur Rekstrarumsjón til sögunnar með hinn hluta þjónustu sinnar; útleigu fasteigna, og sinnir jafnt útleigu á íbúðarhúsnæði og atvinnu- húsnæði. Þetta auðveldar eigendum að leigja út sínar fasteignir og takmarkar vinnu þeirra í tengslum við útleiguna. Utanumhald leigutekna og eftirlit með því að leigutekjur skili sér kemur í hlut Rekstrarumsjónar, sem bregst þá hratt og örugglega við ef vanskil eiga sér stað. Nánari upplýsingar eru á vef- síðunni rekstrarumsjon.com og Facebooksíðunni Rekstrarumsjón

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.