Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Síða 18
18 SPORT 15. mars 2019 Afgreiðum HÁDEGISMAT Í BÖKKUM alla daga ársins til fyrirtækja og stofnana GÆÐA BAKKAMATUR Mismunandi réttir ALLA DAGA VIKUNNAR Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Þ að eru ekki allir ánægðir með það hvaða leið knattspyrnan í heiminum hefur farið á síðustu árum og áratugum, peningar ráða öllu, félögin mörg hver eiga digra sjóði og leikmenn þéna ótrúlegar upp- hæðir í viku hverri. Á árum áður var knattspyrnan leikur verka- mannsins en það hefur breyst, margt hefur orðið betra en ann- að ekki. Eitt af því sem vekur hvað mesta furðu og reiði, er oft á tíð- um eignarhald félaga. Tvö stór fé- lög í hinum stóra heimi eru hvað umdeildust, eigendur þeirra hafa dælt fjármunum í félagið, því er haldið fram að þar hafi ekki verið farið eftir öllum reglum. Um er að ræða Manchester City á Englandi og Paris Saint-Germain í Frakk- landi. Farið í kringum reglur FIFA: Ekki eru mörg ár síðan FIFA, al- þjóða knattspyrnusambandið, setti upp reglur sem félög verða að fara eftir. Samkvæmt þeim má ekki reka félag með tapi yfir nokkurra ára tímabil, þetta var gert til að koma í veg fyrir skulda- söfnun félaga. Ástandið var orðið slæmt og er enn í dag, félög höfðu skuldsett sig upp í topp, í von um að ná árangri, stundum heppnað- ist það en oft gekk það ekki upp. Rannsókn er nú í gangi á bókhaldi Manchester City, þar sem félagið þarf að svara hvort félagið hafi brotið þessar reglur. PSG á í vand- ræðum með að standast þær og þarf að grípa til aðgerða í sumar. Rannsókn hjá City Manchester City er nú rannsakað í bak og fyrir en FIFA hefur grun um að félagið hafi farið á svig við reglurnar um fjármál félaga. Sheikh Mansour, eigandi félags- ins, er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann hefur dælt peningum inn í félagið og gert það sigursælt, ekki er víst að hann og starfsmenn hans hafi far- ið eftir öllum reglum. Þannig er talið að félagið hafi farið í kring- um reglur með því að borga hluta af greiðslum til leikmanna í gegn- um annað félag og gefi ekki upp alla samninga, og að Mansour hafi í gegnum fyrirtæki í heima- landi sínu gert samninga við Man- chester City. Þannig hafi hann komið háum fjárhæðum inn í reksturinn úr eigin vasa, í gegnum félög annarra. FIFA skoðar nú allt bókhald félagsins og búast má við niðurstöðu á næstu mánuðum. Fari allt á versta veg kynni City að verða bannað að taka þátt í Meist- aradeild Evrópu. PSG þarf að búa til fjármagn Rekstur PSG hefur verið til rann- sóknar og til að komast í gegn- um reglur FIFA þarf félagið að búa til fjármagn í sumar. Þannig hefur félagið keypt dýrustu leik- menn heims án þess að hafa tekj- ur til að komast í gegnum reglur FIFA. Búist er við að félagið þurfi að selja nokkra leikmenn í sum- ar og ná sér þannig í um 15 millj- arða íslenskra króna til að kom- ast í gegnum regluverkið. Annars kynni félaginu að verða refsað. n Svindla hinir sterkefnuðu? n Grunur leikur á að svindlað sé í fótboltanum n Farið á svig við reglurnar Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is GHETTYIMAGES Harmleikur Hamren á enda? Dómarinn: Erik Hamren er á leið í sitt stærsta próf sem landsliðsþjálfari Íslands, prófið gæti einnig orðið það síðast ef illa fer. Undankeppni Evrópumótsins hefst á föstudag í næstu viku og fer Ísland í heimsókn til Andorra og Frakklands þremur dögum síðar. Tap gegn Andorra myndi setja mikla pressu á Hamren í starfi og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, yrði að íhuga stöðu hans. Hamren hefur ekki unnið leik í starfi; átta leikir og ekki einn sigur. Ísland hefur annars mætt Andorra fimm sinnum og unnið alla leikina. Svíinn valdi hóp sinn fyrir verkefnið í gær (fimmtudag), það kom fátt á óvart í vali Hamren, nema sú staðreynd að hann velur aðeins tvo hreinræktaða framherja. Jón Daði Böðvarsson er meiddur og Viðar Örn Kjartansson gefur ekki kost á sér. Skilaboðin sem aðrir framherjar, sem höfðu von- ast eftir því að verða valdir, fá, eru fremur einföld frá Hamren, þeir eru ekki nógu góðir að hans mati. Kjartan Henry Finnbogason, Hólmbert Aron Friðjónsson og Andri Rúnar Bjarna- son eru menn sem koma upp í hugann, þeir eru ekki nógu góðir að mati Hamren til að geta nýst íslenska landsliðinu, þegar meiðsli herja á aðra framherja. Andorra leikur heimaleiki sína á gervi- grasi sem veldur talsverðum áhyggjum enda hafa lykilmenn verið að glíma við meiðsli. Alfreð Finnbogason er einn þeirra og Aron Einar Gunnarsson hefur ekki farið í felur með að líkami hans hefur ekki verið alveg heill, þótt hann spili flesta leiki með Cardiff. Það gæti því gerst og er ansi líklegt að Aron verði ekki í byrj- unarliðinu í Andorra, heilsunnar vegna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.