Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Side 8
8 24. maí 2019FRÉTTIR Market á þremur stöðum í Reykjavík og Kópavogi. Hús­ leit var gerð í verslununum og lagt hald á eignir. Samkvæmt ársreikningum hafði velta fé­ lagsins tvöfaldast á einu ári, úr 250 milljónum í 500. Eigend­ urnir voru Arkadiusz Niescier og Arkadiusz Maciej Latowski. Greint var frá því að fimm Pól­ verjar hefðu verið handteknir í lögregluaðgerðunum. Voru þeir allir vel þekktir af lögregluyfir­ völdum í Póllandi og einhverjir höfðu setið inni. Einnig höfðu ein­ hverjir þeirra hlotið dóma hér á landi fyrir fíkniefnamisferli. Karl Steinar sagði mál­ ið skýrasta dæmið um fjölþætta brotastarf­ semi sem Íslendingar hefðu staðið frammi fyrir. „Hvorki fugl né fiskur“ Rannsókn og yfir­ heyrslur héldu áfram um vorið og í júlí var greint frá því að um fimmtán manns hefðu stöðu sak­ bornings í málinu. Seinna urðu þeir 28. Ekki væru öll málin kom­ in til ákærusviðs. Steinbergur Finnbogason, verjandi annars eiganda verslunarinnar, sagði hins vegar við fjölmiðla að málið hefði minnkað töluvert í umfangi og væri „hvorki fugl né fiskur miðað við þá alþjóðlegu skrautsýningu sem sett var upp og kölluð blaða­ mannafundur á sínum tíma.“ Einnig sagði hann að upplýs­ ingarnar um fíkniefnafundinn hefðu verið mjög á reiki. Hvorki hefðu fundist fíkniefni hér á Ís­ landi eða í Póllandi. Verslanir Euro Market væru einnig enn í fullum rekstri og enga breytingu á merkja á rekstrinum fyrir og eft­ ir aðgerðirnar, utan þess að posa­ kerfinu var lokað tímabundið. Þær eignir sem lagt hefði verið hald á væru að mestu íbúðir í Breiðholti að verðmæti um 200 milljóna en á þeim hvíldu lán upp á 170 millj­ ónir. Haldlagðar eignir væru því í raun í kringum 30 milljónir. Þá hafi lögreglan gengið furðu­ lega hart fram í málinu og meðal annars tekið húsleit upp á mynd­ band hjá fjölskyldu einni í Kópa­ vogi og sent umrætt myndband út til pólskra fjölmiðla í trássi við lög. Meðalhófsreglu hafi heldur ekki verið gætt við gæsluvarðhald og dómstólar snúið ákvörðunum lögreglu í tvígang. Velti Stein­ bergur því fyrir sér hvort að þjóð­ erni mannanna væri að flækjast fyrir íslensku lögreglunni eða að lögreglan hefði talið sig þurfa að standa við stóru orðin eftir „digur­ barkalegar lýsingar í byrjun.“ Framsali snúið við Í október var reynt að framselja Latkowski, meintan höfuðpaur í málinu, til Póllands að beiðni þar­ lendra yfirvalda. En hann hafði verið til rannsóknar hér vegna sömu brota og engin ákæra kom­ in fram. Héraðsdómur staðfesti framsalsúrskurð dómsmálaráðu­ neytisins en Landsréttur sneri honum við. Um þetta leyti sagði Karl Steinar að málið væri „á loka­ metrunum.“ Önnur framsals­ beiðni var gerð og farbann yfir Latkowski framlengt. Í janúar á þessu ári hafnaði Landsréttur því að forsvarsmenn Euro Market fengju fimmtán millj­ ónir til baka af fé sem lögreglan hefði lagt hald á. Voru þetta bæði bankainnistæður og reiðufé sem grunur lék á að hefði verið þvætt­ að. Höfðu alls 28 milljónir verið millifærðar frá reikningum í eigu grunaðra inn á reikninga hjá Euro Market sem lán en lögreglan taldi sig hvergi sjá að lánin hefðu ver­ ið endurgreidd og skýringar á því hvaðan peningarnir komu ótrú­ verðugar. Um miðjan maí komst Euro Market­málið loksins inn á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuð­ borgarsvæðinu. Verður þar tekin ákvörðun um hvort að málið telj­ ist fullrannsakað og hvort saksókn verði gerð. Ekki liggur fyrir hvenær málið fer frá ákærusviði. „Allt lúslesið“ Þórður Áskell Magnússon var dreginn inn í Euro Market­málið og sætti ítarlegri rannsókn. Hann ræddi við DV um málið eftir að hann opnaði sig nýlega á samfé­ lagsmiðlum um reynsluna. „Fyrir rúmu ári var gerð árás á heimilið mitt og fyrirtæki af Rann­ sóknarlögreglu ríkisins. Ég var sjálfur í Bandaríkjunum, en ekki færri en átta lögreglumenn sáu til þess að samtímis væri farið í fyrir­ tækið mitt, bókhald allt fjarlægt, heimili mitt sett á hvolf, lögreglu­ menn fóru með heimild í bank­ ann til að brjótast inn í bankahólf sem ég var með þar á leigu. Teknar voru myndir af öllum skartgripum konunnar, erfðaskránni minni, og allar eigur mínar skráðar. Ríkis­ skattstjóra var sent allt með kröfu um að bókhaldið yrði lúslesið.“ Þórður hefur undanfarna tvo áratugi rekið löndunarþjónustuna Djúpaklett ehf. á Grundarfirði en fyrirtækið sinnir þjónustu við sjávar útveg, skip og fiskvinnslur. Forsaga málsins er sú að árið 2013 lánaði Þórður Arek Niescier, fyrrnefndum eiganda Euro Market, 18 milljónir í tengslum við stofnun á bílaleigu. Eiginkona Þórðar er tengd Arek fjölskyldu­ böndum, en þau eru bræðrabörn og ólust upp saman í Póllandi. „Arek þessi reyndist Dóru konu minni alger klettur þegar ég lenti í mjög alvarlegu mótorhjólaslysi þann 30. júní 2012, mér var ekki hugað líf og Arek lánaði okkur allt sem hann átti á þessum tíma, Dóra þurfti að borga laun og ýmis­ legt og ég var að deyja uppi á spít­ ala. Hann átti því stóra hönk upp í FEGURÐ ENDING MÝKT Kostirnir eru ótvíræðir: • Fallegra hús • Ekkert viðhald Ál er okkar mál • Fossaleyni 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 4100 • altak.is VEGGKLÆÐNINGAR Fyrir allar gerðir húsa, ný jafnt sem gömul, fjöldi lita og gerða Þórður Áskell Magnússon Hreinsaður af Ríkisskattstjóra. Steinbergur Finnbogason Verjandi í málinu. „Daginn sem þessu lýkur þá mun ég hefja málsókn Rannsókn á heimili Allt var skoðað í þaula.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.