Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Page 10
10 24. maí 2019FRÉTTIR
bakið á okkur. Það, sem og það að
ég þekki Arek og treysti honum,
var ástæða þess að ég lánaði hon-
um þessa peninga.“
Líkt og Þórður bendir á var
dregin sú ályktun að hann væri
að þvo fíkniefnapeninga. Ekki hafi
verið horft á þá staðreynd að Þórð-
ur lánaði Arek fjármagnið löngu
áður en verslanir Euro Market
voru stofnaðar.
„Þetta á að kallast peninga-
þvætti. Ég gaf þessar 18 milljónir
árlega upp á skattframtali frá 2013
til 2017. Hver stundar peninga-
þvætti og gefur það upp til skatts,
ég bara spyr?“
Níu með stöðu glæpamanna
Níu einstaklingar sem tengjast
Þórði fengu einnig réttarstöðu
grunaðs manns í tengslum við
rannsókn málsins. Eiginkona
hans og synir hans tveir voru köll-
uð til yfirheyrslu. Bræður eigin-
konu hans og kona annars þeirra
voru einnig yfirheyrð en þau voru
í vinnu hjá Þórði á árum áður. Þá
drógust bókhaldari Þórðar og
pólskur vinur hans á Grundarfirði
einnig inn í málið.
Við yfirheyrslur var eiginkona
Þórðar til að mynda spurð hvers
vegna þau hjón væru hvort með
sinn bankareikninginn. Þá var
yngri sonur Þórðar spurður að því
hvort að bróðir hans hefði lánað
honum 200 þúsund krónur árið
2013. Líkt og Þórður bendir á var
auðveldlega hægt að nálgast þær
upplýsingar á bankayfirliti sem
lögreglan hafði undir höndum.
„Bara ég, vinir mínir og þeir
sem mér tengjast, níu manns, vor-
um með stöðu glæpamanna. Fór-
um öll í yfirheyrslu hjá lögreglu
með þá stöðu. Sumt fólk bregst
ekki vel við slíku, slíkt byggir ekki
upp sjálfstraust. Og allt af því að ég
lánaði Arek peninga, allt uppgef-
ið,“ segir Þórður sem veit til þess
að sími hans hafi verið hleraður í
tengslum við rannsókn málsins.
„Ég er í bisness á Íslandi og á
í viðskiptum við mörg af stærstu
sjávarútvegsfyrirtækjunum. Það
kemur sér að sjálfsögðu illa fyr-
ir mig ef þeir áætla að ég tengist
fíkniefnaviðskiptum,“ segir Þórður
og bætir við að í kjölfar þess að
málið kom upp hafi hann séð sig
knúinn að til að hringja í marga
af viðskiptavinum sínum. „Ég
sagði við þá að ég vildi ekki að þeir
myndu frétta þetta utan úr bæ.
Ég vildi láta þá vita að ég tengdist
þessu máli ekkert.“
Með þykkan skráp
Í febrúar síðastliðnum barst Þórði
bréf frá Skattrannsóknarstjóra rík-
isins þar sem tilkynnt var að rann-
sókn málsins væri lokið hjá emb-
ættinu. Engin athugasemd gerð
við nokkra aðgerð eða færslu. „Ég
er ekki viss um að biskupsemb-
ættið á Íslandi kæmist í gegnum
slíka skoðun.“
Þórður segist vera harðgerð-
ur maður eftir að hafa verið í við-
skiptum í þrjá áratugi, með við-
komu í pólitík. Hann sé því ef til
vill með þykkari skráp en margir
aðrir. Það sama gildi þó ekki um
alla sem fengu stöðu grunaðs
manns í málinu.
„Ég hef þegar þurft að leggja
fram rúmlega þrjár milljónir
vegna málsins. Ég bý að því að vera
skuldlaus og í góðri stöðu fjárhags-
lega. En hvað ef ég væri það ekki?
Hvernig hefði ég þá getað staðið
undir þessu,“ spyr Þórður.
„Ég veit um fólk sem hefur
varla farið út úr húsi, það skamm-
ast sín svo fyrir að vera bendl-
að við fíkniefni og peningaþvætti.
Einn drengur sem vann í búðinni
hjá Arek mun aldrei ná sér. Hann
vinnur svona svipaða vinnu hjá
Arek eins og Piotr vinnur hjá mér,
sér ekki um peningamál en sér um
að vinnan sé framkvæmd. Hann
var settur í gæsluvarðhald yfir
jólin 2018. Hann sá ekki börnin sín
þau jól, hann hefur varla farið út
úr húsi eftir að honum var sleppt,
talar enn varla við nokkurn mann.
Hann mun aldrei ná sér. Vald ber
að umgangast með varúð,“ ritaði
Þórður meðal annars í fyrrnefndri
færslu.
Þórður hyggst leita réttar síns
í málinu, en það getur hann ekki
gert á meðan hann hefur réttar-
stöðu grunaðs manns.
„Daginn sem þessu lýkur þá
mun ég hefja málsókn. Að sjálf-
sögðu mun ég gera það. Þetta hlýt-
ur að vera fyrsta stóra fíkniefna-
málið þar sem engin fíkniefni eru
til staðar, enginn kaupandi og
engin söluaðili. Miðað við hvernig
þetta var presenterað þá var þetta
stærsta fíkniefnamál Íslands-
sögunnar.“
Þórður bendir á að enn hafi
engin ákæra verið gefin út í mál-
inu. Á meðan eru allir haldlagð-
ir fjármunir í geymslu ríkisins og
sömuleiðis eru allar eignir enn
frystar.
„Það er ljóst að þegar Ríkislög-
reglustjóri gefur það út að þessu
„máli“ sé endanlega lokið að kröf-
ur á ríkissjóð munu nema tugum
milljóna, að algeru lágmarki.
Bara minn kostnaður er kom-
in í um þrjár milljónir. Kostnaður
við störf þessara barna hjá Ríkis-
lögreglustjóra hlýtur að hlaupa
á tugum milljóna einnig, það er
gott að vita í hvað skatturinn okk-
ar fer. Ég og öll mín fjölskylda er
enn með „stöðu grunaðs manns“,
og hvenær því lýkur veit engin.
Ég ekki bara spái því, ég veit, að
engin ákæra verður nokkurn tím-
ann gefin út. Þeir fundu „glæpa-
mennina“ en eru enn að leita að
glæpnum.“ n
3 SKREF
BÓKHALDSÞJÓNUSTA
LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF
EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR
• Skráningartöflur
• Eignaskiptayfirlýsingar
• Eftirfylgni
EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR
ÞARABAKKA 3
S. 578 6800
„Teknar voru myndir af
öllum skartgripum kon-
unnar, erfðaskránni minni, og
allar eigur mínar skráðar.
Umfangsmiklar aðgerðir Hús-
leit var gerð á heimilum grunaðra.
Heimtur úr húsleit Eldhúshnífar
og gúmmíhamar.