Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Qupperneq 16
16 FÓKUS 24. maí 2019 NÆSTI KAFLI HEFST HJÁ OKKUR HJALLABRÚN 25, 810 HVERAGERÐI 37.600.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Byggingarlóð 160 M2 6 SÖLKUGATA 20, 270 MOSFELLSBÆR 69.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Raðhús 210 M2 5 BORGARHOLTSBRAUT 15, 200 KÓPAVOGUR 74.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Einbýli 155 M2 4 Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800 www.gimli.is BJÓÐUM UPPÁ FRÍTT SÖLUVERÐMAT nokkuð stuttum tíma hafi ég tekið U-beygju í skoðunum og ég fór að endurmeta afstöðu mína.“ Foreldrarnir urðu fyrir mótlæti Iva segir að vissulega séu miklir fötlunarfordómar hér á landi eins og annars staðar. Ég horfði upp á það og heyrði sögur af því hvern- ig fötluðu fólki var mismunað hægri vinstri. Í því ljósi var skiljan- legt að ég hafi svolítið misst trúna á mannkyninu en á einhverj- um tímapunkti sá ég að það væri stutt í að þetta viðhorf kostaði mig geðheilsuna. Þegar maður er far- inn að túlka minnstu smáatriði á versta veg held ég að það sé fínt að taka svolitla hvíld og skoða sín mál. Það má vel vera að annað fólk hafi andlega heilsu í að takast á við svona djúpar pælingar varðandi mismunun, en hana hef ég ein- faldlega ekki og kýs þess í stað að horfa frekar fram á veginn og spila úr því sem ég hef.“ Iva segir að fæstir sem sýni fötl- uðum fordóma geri það af illsku heldur sé yfirleitt um að ræða fljótfærni, vanþekkingu og skort á hæfni í mannlegum samskipt- um. Hins vegar sé illskan alveg til þarna líka og hún þekki mörg dæmi um það. En algengustu for- dómarnir sem hún verður vör við koma fram í því að henni hafi ekki verið treyst til að sjá um sig sjálf í sama mæli og sjáandi jafnöldr- um hennar, eða gera það sem aðr- ir gera. „Í dag verð ég til dæmis vör við að mörgum þykir ekki eðlilegt að ég hafi flutt svona ung að heiman og stundi framhaldsnám í útlönd- um. Ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurð hvort foreldrum mín- um finnist þetta í lagi og af hverju fjölskyldan flutti ekki með mér út. Ég stórefast um að sjáandi jafna- ldrar mínir séu oft spurðir þessara spurninga. Foreldrar mínir þurftu oft að sanna sig brjálæðislega mikið til að fá að ala mig upp eins og venjulega manneskju. Til dæmis gerði kennarinn minn í grunn- skóla stórmál úr því að þau skildu mig eina eftir heima þegar ég var 11 ára. Uppeldisstefna foreldra minna var að sleppa takinu, sem er afskaplega mikilvægt til að ná þroska og sjálfstæði. Mörg fötl- uð börn eru ofvernduð og þurfa að taka afleiðingum þess á full- orðinsaldri.“ Mikilvægt að flokka ekki fólk Iva er samkynhneigð en að sögn hennar eru minni fordómar og staðalmyndir ríkjandi gegn samkynhneigð í dag en fötluðum. Segir hún að barátta samkyn- hneigðra hafi staðið talsvert leng- ur yfir en barátta fatlaðs fólks og því séu samkynhneigðir með öfl- ugri rödd í samfélaginu. Meðal fordóma gegn fötluðu fólki er skilningsskortur á því að það sé jafnmiklar kynverur og ann- að fólk og alveg jafn fært að eiga maka og fjölskyldur og hverjir aðr- ir einstaklingar. „Ég hef ekki lent mikið í því að vera ekki álitin kyn- vera og ég held að það stafi af því að allt við líkama minn og greind er samkvæmt normum samfélags- ins, að sjóninni frátalinni. Ég hef orðið fyrir því að sumt fólk skil- ur ekki að ég geti verið samkyn- hneigð af því ég sé ekki með sömu sjónrænu upplifun og aðrar konur hafa af gagnstæða kyninu. Eins og kynhneigð hafi eitthvað með sjón að gera.“ Iva segir mikilvægt fyrir hana að gera sér grein fyrir því að hún er ekki fötlun hennar og hún er ekki kynhneigðin. Allt of algengt sé að fólk sé flokkað eftir eiginleikum eða félagslegri stöðu: „Á tímabili var ég ofboðs- lega mikið að skilgreina allt út frá minni kynhneigð og fötlun. Ég var sífellt að spyrja sjálfa mig hvort ég hefði nú lent í þessum eða hinum uppákomum af því ég er fötluð eða af því að ég er samkynhneigð. Jafn- vel af því ég er kona í ofanálag. Nú er ég komin á þá skoðun að það sé mikil þröngsýni og fordómar að dæma fólk út frá kyni, húðlit, fötl- un, kynhneigð eða annars konar félagslegri stöðu. Það kaldhæðn- islega finnst mér að fólk sem telur sig víðsýnt og umburðarlynt fellur oft sjálft í skilgreiningar gryfjuna og gengur jafnvel svo langt að ásaka fólk fyrir að tilheyra ákveðn- um hópum.“ Að sama skapi er vaxandi til- hneiging til að dæma persónu fólks út frá skoðunum þess, að mati Ivu. „Ég hef misst gott fólk út úr lífi mínu út af fyrrnefndri U-beygju minni, en svo er það aft- ur spurning hve góðir vinir það eru sem snúa við manni baki af því að maður er ekki sammála þeim varðandi einhver álitamál. Sjálf þekki ég yndislegt fólk sem mér finnst hafa fáránlegar skoðanir en það hvarflar ekki að mér að dæma það sem vondar manneskjur bara af því ég er svo innilega ósammála því um margt.“ Sem fyrr segir óttast Iva minnk- andi málfrelsi sem stafi af síauk- inni heift og dómhörku í skoð- anaskiptum fólks. Hún segir að fólk eigi ekki að gjalda skoðana sinna og tjáningarfrelsi eigi að vera sem óheftast: „Ég dreg hins vegar mörkin við líflátshótanir eða hótanir um líkamsmeiðingar. Slík tjáning á engan rétt á sér.“ „Við erum forréttindagrísir“ „Við Íslendingar höfum það bara afskaplega fínt miðað við flesta, sama hvaða hópi við tilheyrum. En þetta er eitthvað sem má ekki segja upphátt, þá er líklegt að fá yfir sig riddara réttlætisins og ásak- anir um að lifa í eigin forréttinda- búbblu. En svo er það samt líka hættulegt í sjálfu sér að finnast maður hafa það of gott því fólk gæti þá farið að halda að ekki þurfi að halda áfram baráttu fyrir bættu samfélagi. Þetta breytir samt því ekki, að ég sjálf kýs að vera mjög meðvituð um forréttindin sem ég bý við með því að vera uppalin á Íslandi. Sem dæmi er það ekki sjálfsagt mál að fá notendastýrða persónulega aðstoð, NPA. Ef ekki væri fyrir NPA þá væri ég ekki hér í útlöndum að gera það sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítið barn, svo einfalt er það. Ég leyfi mér því hiklaust að segja að ég, og við flest séum forréttindagrísir í samanburði við marga aðra. Freyja Haraldsdóttir hefur ver- ið í fremstu röð baráttukvenna og hefur lagt á sig þrotlausa vinnu til að koma þessu mikla fram- faramáli sem NPA er í gegnum þing. Þó að við Freyja séum ekki alltaf sammála ber ég takmarka- lausa virðingu fyrir henni og það hefur verið ótrúlega ánægjulegt að kynnast henni og vinna með henni í mikilvægum baráttumál- um. Ég fullyrði að svona frábær þjónusta við fatlaða þekkist ekki í Evrópu og fatlað fólk hér í Hollandi er margt algjörlega upp á aðstoð fjölskyldu og vina komið. En ég er með dásamlegt starfsfólk sem ger- ir mér kleift að þiggja aðstoð á eig- in forsendum og stjórna hvernig, hvar og hvenær hún er veitt.“ Björt og spennandi framtíð virðist blasa við Ivu og hún á ábyggilega eftir að láta mikið að sér kveða. Í augnablikinu hlakkar hún hins vegar mest til að heim- sækja Ísland en hún mun fljótlega koma til landsins í gott sumarfrí. n Breytti um lífsviðhorf Reiðin ekki alltaf best í mannréttindabaráttu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.