Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Side 29
Hvert skal leita? 24. maí 2019 KYNNINGARBLAÐ Segja sögur með ljósmyndum CREO Ljós er framsækin ljós-myndastofa á Akranesi. „Við förum um allt land og jafnvel út fyrir landsteinana til að ljósmynda hvað sem viðskiptavinurinn vill fá ljósmynd af. Við erum að sjálfsögðiu einnig í þessu klassíska, þ.e. útskrift- ar-, fermingar-, brúðkaups- og tækifærisljósmyndun, hvort sem er í stúdíói, úti í náttúrunni eða í veislum. En einnig tökum við að okkur vöruljós- myndun fyrir fyrirtæki, fasteignaljós- myndir og fleira. Ef það er hægt að ljósmynda það, þá tökum við verk- efnið að okkur með glöðu geði,“ segir Axel Rafn Benediktsson. Axel er að sögn aðalljósmyndari hjá fyrirtækinu en hann er faglærður ljósmyndari. „Síðasta haust stofnuð- um við Svanfríður og Sunna ljós- myndastofuna CREO Ljós. Ég hef þó starfað við ljósmyndun í hátt í sex ár núna en ég hef verið að ljósmynda alveg frá því að ég var lítill pjakkur. Ég hef alveg ofboðslega gaman af þessu og það sést líka á myndunum frá mér. Þegar þú vilt taka góðar ljósmyndir af fólki, þá er mikilvægt að mynda tengsl svo að augnablikin verði ekta. Þá fyrst nærðu að sýna fólk í sínu rétta ljósi. Sumir ljósmyndarar tala um kúnna eða viðskiptavini, en sjálfur er ég fljót- ur að byrja að tala um kúnnana sem vini mína.“ Bjóða upp á förðun „Sunna er förðunarfræðingur og því getum við boðið okkar viðskiptavinum upp á förðun, bæði í stúdíóinu okkar og líka ef við erum að taka myndir í náttúrunni. Svanfríður sér svo um grafíska vinnslu en hún er alger lista- spíra og alveg ómetanlegur aðstoða- maður.“ Eltu brúðhjónin á röndum og náðu ómetanlegum augnablikum „Mér finnst fátt skemmtilegra en að ljósmynda brúðkaup. Þetta er svo mikill hamingjudagur í lífi fólks og það er ótrúlegt að fá að upplifa daginn með brúðhjónunum og fjölskyldu þeirra og fá að festa minningarnar á ljósmynd. Það er hægt að fá hefð- bundinn brúðkaupsmyndapakka hjá okkur en einnig bjóðum við upp á svokallaða heimildamyndatöku. Þá fylgjum við brúðhjónunum eftir allan daginn, þegar við á, og ljósmyndum þau næstum eins og papparassar. Svo erum við eins og fluga á vegg í veislunni og ljósmyndum allt sem á vegi okkar verður. Brúðhjónin fá svo allar myndirnar, en ekki bara einhverjar ákveðnar sem við veljum. Þetta gefur brúðhjónun- um tækifæri til þess að slaka á með sinni nánustu fjölskyldu án þess að hafa áhyggjur af því að fylgjast með og taka myndir af öllum gestunum líka. Við vorum til dæmis að mynda brúðkaup þar sem brúðhjónin og vinahópur þeirra var í þemabúning- um. Út úr þessu komu hátt í 5.000 ljósmyndir sem við fórum svo í gegn- um með brúðhjónunum. Þeim fannst ótrúlega gaman að fá að sjá allt sem gerðist á meðal gestanna og upplifðu daginn alveg upp á nýtt. Svo höfum við einnig hannað bók fyrir brúðhjónin með vel völdum myndum.“ Ljósmyndaverkefni í útlöndum „Við bjóðum viðskiptavinum okkar einnig að fara með þeim út fyr- ir landsteinana, til að mynda fyrir brúðkaupsveislur sem haldnar eru í útlöndum eða þess háttar. Fólki finnst gott að hafa ljósmyndara með sem talar íslensku, en það auðveldar öll samskipti ef fólk talar sama tungu- mál,“ segir Axel. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni creoljos.is Ljósmyndastofan er til húsa á Suðurgötu 57, 300 Akranesi. Netfang: hello@creoljos.is CREO LJÓS:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.