Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Page 41
FÓKUS - VIÐTAL 4124. maí 2019
R
agnhildur Þórðardóttir er
landsþekkt sem Ragga nagli
og er virk á samfélagsmiðl-
um undir því nafni þar sem
hún skrifar um heilsu á manna-
máli. Ragga er búsett í Kaup-
mannahöfn, en heldur tryggð við
Ísland, kemur reglulega hingað
og heldur fyrirlestra um heilsu.
Það var einmitt einn slíkur, Korter
í kulnun, sem vakti athygli blaða-
manns og því var tilvalið að setjast
niður með Röggu og fræðast nánar
um hana sjálfa og þetta fallega orð
kulnun, sem er eigi að síður heiti
á ástandi sem getur haft alvar-
legar afleiðingar í för með sér fyrir
heilsu fólks.
„Ég fór sjálf að glíma við smá
streitu og kulnun fyrir 2–3 árum,
fór að sofa illa og var farin að
upplifa ýmislegt eins og mikla
síþreytu. Ég var að vakna eftir 7–8
klukkustunda svefn, en var samt
þreytt. Ég var farin að fá mikið hár-
los og líkamleg einkenni líka, eins
og mikið mígreni. Það var rosalega
mikið að gera hjá mér, eins og er
alltaf, ég er eins og þeytiskífa milli
landa með fyrirlestra og nám-
skeið. Svo er ég með stofuna mína
úti og að vinna sem sálfræðingur
er ekkert eins og að vinna á kassa
í stórverslun, þú stimplar þig ekk-
ert út þegar vinnudegi lýkur. Þú ert
kannski enn að hugsa um eitthvert
mál þegar þú kemur heim, erfitt
viðtal situr í þér. Þannig að maður
er undir þessu streituálagi þegar
maður kemur heim og er ekki í
vinnunni per se.“
Á þessum tíma æfði Ragga
einnig mikið og var með alla bolta
á lofti og að eigin sögn einhvern
veginn búin að brenna öll kertin.
„Þannig að ég þurfti aðeins að
endurskoða hjá mér, skala niður
æfingar, og horfast í augu við að
ég er ekki lengur 25 ára. Ég þarf
meiri hvíld en áður. Ég hef alltaf
verið orkumikil og getað æft mik-
ið og lagt mikið á skrokkinn,
Ragga nagli
glímdi við
streitu og
kulnun
Kennir fólki að bregðast við áður en komið
er í óefni - Kynntist eiginmanninum á Kúbu
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
M
Y
N
D
IR
: H
A
N
N
A
/D
V
Mamma ákvað
ævistarfið Ragga fór
í sálfræðina eftir uppá-
stungu móður sinnar og
sér ekki eftir því.