Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Qupperneq 43
FÓKUS - VIÐTAL 4324. maí 2019 að nota veikindaleyfið til að vinna í sjálfum sér og heilsunni og not- ar sem myndlíkingu pott á heitri hellu. „Sá sem er útbrunninn í vinnu, er potturinn sem sýður á hellunni. Síðan, líkt og potturinn sé tekinn af hellunni, fer einstak- lingurinn í veikindaleyfi. Hvað ger- ist svo ef potturinn er settur strax aftur á heita helluna? Jú, það fer strax að sjóða aftur. Það sama gild- ir um okkur þegar við snúum aftur til baka úr veikindafríi, ef við höf- um ekkert unnið í okkur og heils- unni, við förum að sjóða, strax, við minnsta áreiti. Við erum að byggja upp mótstöðuafl meðan við erum í veikindaleyfi og það er því nauðsynlegt að nýta tímann til að vinna í sér.“ Svefninn er undirstaða heilsunnar Það er ýmislegt sem við getum gert til að bæta heilsu okkar, að sögn Röggu, og fyrst telur hún til bætiefni sem við getum tekið inn. „Rhodiola sem er burnirót, það eru ýmsir sveppir sem eru nátt- úrulegir og hafa áhrif á sympat- íska kerfið, róa okkur niður og koma okkur á parasympatíska kerfið, eins og Reishi. Cordyceps og Lions Mane. Öndunaræfingar ættum við að gera reglulega, vinna með hugarfarið: „Hvernig er ég að bregðast við hinum ýmsu aðstæð- um?“ og leita jafnvel til fagaðila og sálfræðings. Það er nauðsynlegt að passa líka upp á svefninn, hann er undir- staða heilsu okkar og við eigum að reyna að miða við 8–9 tíma svefn, á álagstíma þurfum við jafnvel lengri svefn.“ Ragga segir fólk alltaf velja að láta svefninn sitja á hakanum. „Ég sef þegar ég er dauður!, en mál- ið er, að því styttri svefn yfir ævi- skeiðið því styttra er lífið. Það eru margar rannsóknir sem sýna hvaða áhrif of lítill svefn hefur á hugræna getu og alla færni sem við lærum. Það er svo margt sem gerist í svefninum og ef við erum ekki að sofa nema 5–6 tíma á nóttu í langan, langan tíma, þá erum við ekki að fara í gegnum öll svefnstig- in og ekki að ná þeim djúpsvefni sem við þurfum.“ Fullorðnir eru stór ungbörn sem þrífast best á rútínu „Ef fólk ætlar að taka eitthvað í gegn hjá sér þá er málið að byrja á svefninum og reyna að fara fyrr að sofa. Við erum að fara allt of seint að sofa, miðnætti er mið nótt. Í rauninni eigum við að vera að fara að sofa klukkan 20–21 og vakna klukkan 4–5, það er okkar eðlilegi rytmi. Við erum með alls konar gervibirtu sem heldur okkur vak- andi og nú erum við komin með skjáina sem örva ljósopið og sjón- taugina, þannig að við náum ekki að festa svefn. Rannsóknir sýna að það að lesa bók af iPad fyrir svefn seinkar melatónínframleiðslu um tvær klukkustundir. Það er hægt að nota gleraugu sem sía út bláu birtuna ef fólk þarf að vinna við tölvu fram á kvöld, en langbest er að slökkva á öllum skjáum tveim- ur klukkustundum áður en mað- ur fer að sofa, dimma í rýminu, jafnvel kveikja á kertum, hafa kalt í herberginu, opna glugga og til- einka sér þá rútínu að fara að sofa og vakna á sama tíma. Við erum bara stór ungbörn, við þrífumst á rútínu og funkerum best þannig. Líkaminn fer í rytma og fer að senda út merki um þreytu á þeim tíma sem hann er vanur að fara að sofa. Sama er með mat, líkaminn fer að senda út merki um svengd: „Ég er vanur að borða á þessum tíma“.“ Föstur og ákafar æfingar ekki málið í streituástandi Ragga bendir einnig á að þegar einstaklingur er í streituástandi, þá sé það ekki rétti tíminn fyr- ir föstur í mataræði og ákafar æf- ingar. „Fasta er streituáreiti til lík- amans, hann er ekki að fá mat. Þetta getur haft áhrif á skjaldkirtil- inn, það er mikil framleiðsla á kortisól fyrir, þannig að líkaminn má ekki við því að fara að búa til meira og adrenalín í ofanálag. Lík- aminn skynjar alltaf ákveðna ógn þegar hann fær ekki mat. Hér er því kannski bara tíminn til að hafa góða reglu og borða þrjár máltíð- ir á dag. Sama gildir um æfingar, á þess- um tíma er ekki gott að æfa af mik- illi ákefð, þótt ég sé mikill tals- maður þess að fara í ræktina og taka vel á því þegar maður er í góðu standi til þess. Undir miklu álagi þá er það bara of mikið fyr- ir líkamann, adrenalín og kortisól losast út þegar maður er að æfa og því erfiðari og ákafari sem æf- ingin er því meira losast út og því lengur er maður í endurheimt á eftir, þannig að líkaminn er jafn- vel ekki í stakk búinn fyrir slíkar æfingar. Þetta er frekar tími fyrir jóga, göngutúra, sund og styrktar- þjálfun, þannig verður maður líka sterkari, sem er ákveðin valdefling fyrir mann, og það getur kýlt upp sjálfstraustið sem hjálpar manni líka,“ segir Ragga og bætir við að hreyfing eigi alltaf að vera til stað- ar. „Hreyfing er nauðsynleg, hún losar út dópamín og endorfín sem hjálpar okkur við að líða betur og býr til orkuefnið ATP í hvatber- unum, þannig að við verðum orkumeiri við það að hreyfa okkur. Stundum er það eins og að draga blóð úr steini að koma sér út að hreyfa sig. Þá er gott að ákveða 10 mínútna göngutúr, eitthvað sem er yfirstíganlegt. Ef þú ferð í þrjá slíka á dag þá ertu kominn með 30 mínútur í hreyfingu. Svona þarf bara að vinna þetta, í litlum skrefum.“ „Veldu félagsskap sem nærir þig“ Þegar fólk ákveður að taka lífsstíl- inn í gegn, mataræðið, svefninn og hreyfinguna, þá má ekki gleyma að sinna félagslífinu líka og Ragga segir að það sé mikilvægt að fara út, hitta vinina og vera með þeim, en setja sér líka ákveðin mörk. „Ekki fara í hittinga sem eru ekki að næra þig, veldu gæði hittinga frekar en fjöldann. Hittu þessa góðu vini sem eru stuðningur fyrir þig, sem skilja þig og þér finnst gott að vera innan um. Þú þarft ekki að sitja lengi eða langt fram á kvöld, ákveddu hvað hentar þér, en gættu þess að fara út og hitta fólk. Að hitta aðra hjálpar okkur líka að komast út úr hausnum á okkur, þar sem við erum að garfa í okk- ar eigin hugsunum, og að fá ann- að sjónarhorn á vandamál okkar og einnig að heyra hvað aðrir eru að ganga í gegnum, það hjálpar okkur líka til að setja okkar hluti í samhengi. Að sjá að okkar vanda- mál eru ekki óyfirstíganleg,“ segir Ragga. „Einhver hefur kannski gengið í gegnum það sama og þú og get- ur miðlað af reynslu sinni og það veistu ekki nema tala um þín vandamál. Ef þú ert ekki í ástandi til að fara út og hitta einhvern þá geturðu kannski hringt í einhvern. Við eigum það nefnilega til að ein- angra okkur, þegar við erum þreytt og orkulítil.“ Ragga segir einnig nauðsynlegt að setja öðru fólki mörk og vera ekki að taka að sér verkefni, þegar mörg önnur verkefni eru í gangi. „Eins og til dæmis að baka fyrir einhverja kökusölu í skólanum. Segðu einfaldlega að þú getir það ekki núna. Það er svo ríkt í okkur að þurfa að útskýra af hverju við getum ekki tekið eitthvað að okk- ur, en ég brýni fyrir mínum skjól- stæðingum að þeir skuldi engum neina útskýringu. Við verðum að passa hvernig við orðum hlutina og fólk verður oft hrætt við að segja nei, og hvað er það sem þú hræðist við að segja nei? Jú, að öðrum muni ekki líka við þig. Hef- ur þú upplifað að aðrir segi nei við þig? Ef svarið er já, varð þá álit þitt á þeirri manneskju minna? Svar- ið er líklega; alls ekki. Um leið og við segjum já við einhverju ver- kefni erum við að segja nei við okkur sjálf, börnin okkar, fjöl- skylduna eða annað, við erum að fórna okkar tíma sem færi annars í sjálfsrækt eða gæðastundir með fjölskyldunni. Þannig að það að setja mörk og átta sig á að maður er með alltof marga bolta á lofti og getur ekki bætt meira á sig, er mjög nauðsynlegt.“ Get ekki sleppt danska lífsstílnum Áður en blaðamaður sleppir Röggu, svo hún geti búið sig und- ir flugið, er rétt að spyrja hvort þau hjónin ætli ekkert að flytja heim. „Nei, það er svo gott að vera í Dan- mörku, kerfið er svo gott og vel hugsað um mann. Danska sum- arið er sex mánuðir og er dásam- legt. Við þurfum ekki að eiga bíl og ég fer með taupokann á hjólinu í búðina, maður er svo umhverfi- svænn. Ég veit að það er hægt að vera í bíllausum lífsstíl á Íslandi, en það er bara svo miklu erfiðara, almenningssamgöngur í Dan- mörku eru mjög góðar, ég er með alþjóðaflugvöll þar sem ég get flogið hvert sem er fyrir „skid og ingenting,“ og get flogið til systur minnar í London fyrir 5.000 krón- ur. Þetta eru hlutir sem er ekki hægt að sleppa. Tempóið er allt annað hér en á Íslandi, Daninn vinnur frá klukkan átta til níu á morgnana til hálf fjög- ur eða fjögur, síðan tekur gæða- stund fjölskyldunnar við til svona klukkan sjö eða átta á kvöldin. Á Íslandi vinnur fólk til klukk- an fimm eða sex, barnið er sótt á leikskólann rétt áður en skellt er í lás. Síðan er haldið heim, matur, æfing hjá einhverjum, barnatím- inn, sofa, drífa sig, drífa sig, síð- an endurtekur þetta sig næsta dag. Þetta er svo mikið kapphlaup við tímann. Það er svo allt öðru- vísi menning hér og svo margt í danska lífsstílnum sem ég get ekki sleppt.“ Ragga mun halda námskeiðið Korter í kulnun í Reykjavík í haust, og má finna upplýsingar um það þegar nær dregur á heimasíðunni ragganagli.com og á samfélags- miðlum undir ragganagli. n Umboðsaðilar: Húsgagnaval Höfn Bara snilld ehf. Egilsstöðum Korter í kulnun Ragga glímdi sjálf við kulnun fyrir nokkrum árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.