Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 46
46 FÓKUS - VIÐTAL 24. maí 2019 GRÆNA TUNNAN AUÐVELDAR FLOKKUNINA Pappír, pappa, plast og minni málmhluti má setja beint í tunnuna - Muna að skola Pantaðu grænu tunnuna í síma 577-5757 eða www.igf.is/panta Hugsum áður en við hendum! 577 5757 10 árum eldri. Áhugi okkar, mark- mið og metnaður eru eins þó að við keppum ekki í sama flokki. Það er svo gott að hafa einhvern sem er á sömu leið og þú. Við erum líka með sama húmor, þannig að við erum ekkert að móðgast út í hvor aðra. Við höfum aldrei rifist, við skiljum hvor aðra og vitum hvar við höfum hvor aðra og það er ótrúlega dýrmætt.“ Sambandið varð að ehf. Á þessum tíma var Hafdís flutt aftur til Reykjavíkur með fjöl- skylduna, en hún og barnsfaðir hennar tóku ákvörðun um að flytja til að eiga kost á betri þjónustu fyr- ir elsta soninn, eftir að hann var greindur heyrnarskertur. „Hlíða- skóli er eini skólinn á landinu sem er með utanumhald fyrir heyrnar- skert börn og ég var hörð á því að flytja þangað sem hann fengi bestu aðstoð og þjónustu. Hins vegar breyttist sambandið og við urðum bara eins og fyrirtæki, þegar barnsfaðir minn kom heim úr vinnu, þá fór ég að vinna og svo kom ég heim og hann fór að vinna. Við bara týndum okkur, við vorum búin að vera saman í 13 ár, þannig að við vorum orðin meira eins og sambýlingar en par.“ Í desember árið 2015 skildi Hafdís á sama tíma og hún var að undirbúa sig í annað sinn fyrir Arnold Classic, sem er stærsta fit- nessmót í heimi, haldið ár hvert í Bandaríkjunum. „Mér gekk mjög vel á fyrsta mótinu í mars 2015, náði topp sex, og það var gaman að upplifa þetta og sjá hvað þetta er stórt erlendis. Ég fann að þetta var það sem ég vil gera og gera að atvinnu. Að mæta á æfingar hélt mér gangandi í gegnum skilnaðinn, því þó að það hafi verið sam- eiginleg ákvörðun okkar að skilja, þá var það samt erfitt, eins og það er alltaf, sérstaklega þegar börn eru með í spilinu. Konni leyfði mér bara að vera eins og ég var, en þegar ég þurfti að tala þá hlust- aði hann. Við einkaþjálfarar erum oft hálfgerðir sálfræðingar. Þetta er svona 80 prósent sálfræði og 20 prósent hreyfing.“ Nokkrum mánuðum eftir skiln- aðinn keppti Hafdís í annað sinn á Arnold, varð aftur í topp sex og gekk að eigin sögn betur en í fyrra skiptið. „Ég var hins vegar mjög rýr, ég léttist mikið meðan á skiln- aðinum stóð, þannig að þrátt fyrir að mér hafi gengið vel þá gekk mér ekki eins vel og ég stefndi að. Hausinn var líka ekki alveg með og kannski hefði ég átt að bíða í eitt ár, en þá hefði ég heldur ekki kynnst Gunna.“ Gunni er seinni barnsfaðir Haf- dísar og hún segir þau hafa smoll- ið strax saman sem góðir vinir og félagar úti, þau tvö og Hrönn. „Hann er með sama húmor og við og þetta var bara alveg áreynslu- laust. Það var aldrei daður úti og ég var meira að segja að ýta frekar undir það þegar við fórum að versla saman að hann reyndi við afgreiðslustúlkurnar. Þegar við komum heim fannst okkur hins vegar eitthvað vanta, það vantaði félagann. Þannig að við fórum að hittast, kepptum saman á Íslands- meistaramótinu, þar sem ég vann fyrsta sætið og fórum síðan að deita af fullri alvöru og eiginlega allt of hratt.“ Gunnar átti engin börn og þrátt fyrir að Hafdís væri búin að ákveða að eignast ekki fleiri börn og ekki að giftast heldur, gerði hún hvort tveggja. Þau ákváðu að eignast eitt barn og Ingimar fæddist. „Ég hélt að þetta væri maðurinn sem ég yrði með að eilífu, þannig að af hverju ekki að koma með eitt í viðbót. Svo án gríns þá slysast þessi í heiminn,“ segir Hafdís og vaggar Sigurði, fjögurra mánaða, sem kom með móður sinni í við- talið og er búinn að hjala stilltur og góður í fangi hennar. „Það var aldrei inni í myndinni hjá mér að fara í fóstureyðingu, ég styð rétt kvenna til að fara í hana, en ég sjálf gæti það ekki. Við vor- um á því að þetta hefði bara átt að gerast, við erum komin með fjög- ur, af hverju ekki bara að koma með það fimmta.“ Parið gifti sig í ágúst í fyrra, þegar Hafdís var gengin 21 viku og allir fengu að vita kynið í brúð- kaupinu, fimmti strákurinn var staðreynd og Hafdís segir að fólk hafi haft orð á því við hana að næst myndi hún reyna við stelpuna. „En það hefur aldrei verið neitt mark- mið hjá mér, mér finnst bara þægi- legt að hafa annað kynið. Systur mínar og vinkonur segja að það sé auðveldara að vera með stráka, þannig að ég er bara mjög sátt við það að vera strákamamma.“ Skilnaður korter í fæðingu Hafdís og eiginmaður hennar voru mjög hamingjusöm og því kom það mörgum á óvart þegar þau sögðu frá því fyrir stuttu að þau væru skilin. Aðspurð hvað hafi valdið því, segir Hafdís að barns- faðir hennar hafi áttað sig full seint á því að samband með öllu því sem því fylgir væri kannski ekki al- veg það sem hann vildi. „Hann tók einhverja u-beygju þarna í desember, korter í fæðingu. Og þegar Sigurður var fjögurra vikna þá bað ég hann að flytja út og mamma kom í bæinn til að að- stoða mig. Ég veit ekki hvar ég væri án hennar,“ segir Hafdís og segist í dag vera komin yfir reiðina og sorgina, sem þyrmdi yfir hana við skilnaðinn. „Ég er fegin að við sögðum engum frá skilnaðinum fyrr en í mars eða apríl, þá var ég komin yfir reiðina og sorgina og orðin sátt. Margir hafa orðið mjög reiðir, en ég er komin yfir þetta og reiðist því ekki með þeim. Hvort sem mér líkar betur eða verr þá er ég að fara að ala tvo syni upp með barnsföður mínum næstu 18 ár og það er mikilvægt að muna þegar börn eru í spilinu að skilnaður fari ekki út í eitthvert skítkast. Fólk verður að átta sig á að ef maður talar illa um foreldri við barnið, þá er maður að tala illa um þann sem er hluti af barninu, og börn taka slíkt inn á sig. Það er líka algengt að fólk noti börnin sem vopn, sem bitnar fyrst og fremst á börnunum. Ég hef upplifað það í gegnum vin- konur mínar hvað slíkt getur ver- ið erfitt. Það gerði mig líka reiða að hann var búinn að sjá hvaða áhrif skilnaður hafði á syni mína, sem var erfitt fyrir þá, svo leggur hann þetta á þá aftur. Í stað þess að bara ákveða fyrr hvað hann vildi eða bara tækla tilfinningar sínar eins og fullorðinn maður. En þó að sambandið hafi ekki enst hjá okkur, þá er hann frábær pabbi og sinnir strákunum mjög vel. Ég er mjög sjálfstæð og lærði það ung af mömmu. Hún var bæði mamman og pabbinn í uppeldinu og kenndi mér strax að ef það þarf að gera eitthvað þá geri ég það sjálf, í stað þess að bíða eftir ein- hverjum öðrum. Ég hef aldrei ver- ið háð öðrum og mér finnst það mikið frelsi. Mér finnst ég eiga allt það besta skilið og er ekki hrædd við að vera ein, maður á ekki að sætta sig við aðstæður sem mað- ur vill ekki vera í. Ég hef alltaf lifað þannig að ég hugsa; ef ég dey á Arnold-stórmótið Hafdís árið 2016. Alltaf til staðar Hafdís ásamt móður sinni, Laufeyju Gísladóttur, sem hefur ávallt stutt hana. Þjálfarinn Hafdís ásamt Konráði Val Gíslasyni, þjálf- ara sínum. Besta vinkonan Hafdís og Hrönn eiga vel saman, styðja hvor aðra og bregða oft á leik. Stuð í ræktinni Ásrún, Hrönn, Hafdís, Hera og Bára keppa allar í fitness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.