Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 4
4 29. mars 2019FRÉTTIR Himnaríki og helvíti S varthöfði hefur aldrei verið mjög trúrækinn. Barátta hins algóða gegn hinu al- slæma finnst Svarthöfða ekki alltaf eiga við í hinum marg- breytilega heimi. Sumar reglurnar úr bókinni góðu eru líka hreint út sagt furðulegar eins og blátt bann við neyslu skelfisks. Svarthöfða finnst hörpudiskur hreint lostæti. Hvað um það. Nýlega rambaði Svarthöfði inn á heimspekilegt spjall á virðulegri netsíðu þar sem hart var deilt um eftirlífið. Að ákveðin breytni sendi sálu okk- ar upp til himnaríkis og Jésúm Krists sem fórnaði sér fyrir okkur syndarana. Ef við tækjum ekki við þeim boðskap færum við lóðbeint niður til skrattans. Þar myndum við steikjast á pinna yfir vítislog- um. Góður guð gæfi okkur þetta val, þetta unaðslega frelsi. „Hlýddu mér og þér er borgið, annars læt ég gamlan félaga minn pynta þig!“ Þetta er ekki ósvipað og eiturlyfja- sali sem kemur til að innheimta skuld. „Borgaðu bara og þá færðu meira djönk, annars læt ég Stebba stóra hérna mölva á þér hnéskelj- arnar.“ Þetta spjall fékk Svarthöfða til að hugsa. Ekki um hvort helvíti væri vondur staður, því það er augljóst. Heldur um hvort himna- ríki væri góður staður. Boðberar kristninnar bjóða fólki þessa framtíðarsýn ef það fellur á kné og játar. Eilíft líf með guði, Jésú og englunum. Syngjandi Kúmbaja og leikandi á hörpu. Engar syndir, engar freistingar, engar nautnir. Eilíft líf! Þessi hugmynd skelfir Svarthöfða eiginlega meira en helvíti sjálft. Þar má að minnsta kosti reykja og hlusta á AC/DC. Svarthöfði veit ekki, og þyk- ist ekki vita, hvað tekur við þegar hinu jarðneska lífi lýkur. Óskandi væri að það væri hvíld en ekki ei- líft neitt. Að lifa að eilífu yrði alltaf helvíti, sama hvort það væri uppi eða niðri. Þetta umrædda val sem okkur er boðið er því ekkert val eftir allt saman. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Kaffi kom til Íslands um miðja 18. öld. 5 prósent fullorðinna ganga í svefni. Hestar geta ekki kastað upp. Í einu ári eru 31.557.600 sekúndur. Íslenskar konur gátu gifst án sam- þykkis föður eða bróður árið 1921. YFIRHEYRSLAN Helga Vala Helgadóttir er alþingismaður Samfylkingarinnar og hefur setið á þingi síðan árið 2017. Hún er dóttir hinna ástsælu leikara Helgu Bachmann og Helga Skúlasonar. Helga Vala er lærð leikkona og lögfræðingur og fékk lögmannsréttindi árið 2011. DV tók Helgu Völu í yfirheyrslu. Hjúskaparstaða og börn Ég er gift Grími Atlasyni og börnin eru Snærós, Emil, Ásta Júlía og Arnaldur. Svo er ég komin með barnabörnin Urði Völu og Tíbrá, Freyju og Kára. Jáh, ég er sko rík. Fyrsta atvinnan Fyrsta starfið mitt var í litlu hlutverki Antigónu í leikritinu Ödipus konungur í Þjóðleikhúsinu. Ég var fimm ára og þetta var mikið ævintýri. Skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegast að vera með fólkinu mínu og vinum, á einhverjum þvælingi innan- sem utanlands. Mér finnst líka ofsalega skemmtilegt að halda matarboð, en af því geri ég því miður allt allt of lítið. En leiðinlegast? Ganga frá hreina þvottinum. Spilar þú á hljóðfæri? Í raun ekki, en þar sem ég er leikkona þá hef ég leikið tónlistarmann uppi á sviði á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Ég var vissulega með bassann í höndunum og lék þær nótur sem mér var ætlað … en ég get samt ekki sagt að ég spili á hljóðfæri. Trúir þú á drauga? Drauga? Tjah … svona í hvítu laki? Nei, en ég trúi að það taki eitthvað við eftir þetta líf. Besta ráð sem þú hefur fengið? Mamma og pabbi voru dugleg að segja mér að ég gæti allt sem ég vildi, ég þyrfti bara að fara í málin. Það hefur reynst mér mjög vel, enda stoppar eigið hik oft besta fólk í að gera frábæra hluti. Leiðinlegasta bók sem þú hefur lesið? Þær eru margar en sem betur fer eru þær miklu fleiri sem eru skemmtilegar. Ég nenni yfirleitt ekki að klára leiðinlegar bækur og alls ekki muna eftir þeim. Fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem þú kaust? Kaus fyrst Reykjavíkurlistann í borgarstjórnarkosningunum 1994. Hver myndi leika þig í kvikmynd? Ég var einu sinni staðgengill fyrir Örn Árnason, í kvik- myndinni Stikkfrí, svo mig langar mest að nefna hann, en svo fékk hin frábæra leikkona Katla Margrét Þorgeirsdóttir það verkefni að leika mig í Skaupinu svo ég bara panta hana! Hefur þú fallið á prófi? Já, oft, meira hér í denn. Skulum orða það þannig að ég hafi tekið það misjafnlega nærri mér. Ertu dýravinur? Ég er kisukona, kann mjög vel við sjálfstæði þeirra. Ferðu seint eða snemma að sofa á kvöldin? Ég fer yfirleitt snemma að sofa, ég er algjör A-manneskja, eiginlega AAA. Mannkostir þínir? Ég er bjartsýn að eðlisfari, hefur stundum verið sagt að ég hafi fæðst undir sól, mér þykir lífið yfirleitt bara skemmti- legt. Svo er ég dugleg, held að það sé kostur. En lestir? Ég er með frestunaráráttu svo ég fer oft í hlutina algerlega á síðustu stundu. Nenni lítið að skipuleggja mig fram í tímann og svo er ég mjög kröfuhörð á sjálfa mig og aðra. Svo er ég dugleg, held það sé löstur. Best að vera leikari, lögmaður eða þingmaður? Mér hefur gagnast mjög vel að vera leikkona í lögmennsku og þingmennsku, mér hefur gagnast vel að vera lögmaður í þingmennskunni og klárlega mun það gagnast mér vel að hafa verið þingmaður og lögmaður í leiklistinni, næst þegar ég fer þangað. Þetta hefur allt sína kosti og galla. Fyrsti bíllinn? Daihatsu Charade, 1982 módel. Hann gekk fyrir eigin vilja og meðaumkun með mér, fátækum námsmanninum. Eitthvað að lokum? Lífið er eins og hlaðborð, ef þú borðar alltaf sama réttinn þá missir þú af ótalmörgu spennandi og öðru minna spennandi. Ögraðu vitsmunum þínum og getu, það er magnað hvað kemur í ljós. Hver er hann n Fæddur 1977 og úr Kópavogi. n Stýrði þáttunum Íslensk kjötsúpa á Skjá einum. n Dæmdur fyrir að smána Banda- ríkin árið 2002. n Aðdáandi kúbverskrar menn- ingar. n Gengur undir listamannsnafninu Blaz Roca. SVAR: ERPUR EYVINDARSON Helga Vala Helgadóttir 482225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.