Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 14
14 SPORT 29. mars 2019 Brettatjakkar kynningarverð ! Upplýsingar og fyrirspurnir í síma 698 1539 - email: siggi@pmt.is ETNA ehf. Til sýnis hjá Pmt, Krókhálsi 1. Galvaniseraður 49.800kr + vsk Lakkaður 29.800 + vsk Vonarstjörnur Íslands n Samantekt á efnilegustu knattspyrnumönnum Íslands n Ný gullkynslóð á leiðinni Þ rátt fyrir að margir séu neikvæðir í garð íslenska A-landsliðins í karla- flokki þessa stundina eru bjartir tím- ar fram undan þegar horft er á ungu kynslóðina. U17 ára landslið karla tryggði sér í vikunni farseðilinn í lokakeppni EM 2019. Þetta varð ljóst í kjölfar 4-1 sigurs liðsins gegn Hvíta-Rússlandi, en Ísland endaði á toppi riðilsins með sjö stig. Ísak Bergmann Jó- hannesson skoraði tvö mörk og Andri Fannar Baldursson og Andri Lucas Guðjohnsen eitt mark hvor. Lokakeppni fer fram í Dublin dag- ana 3.–19. maí næstkomandi. Mikið er til af ungum og efnilegum leik- mönnum núna og ef rétt verður haldið á spilunum ætti A-landslið karla að eiga bjarta framtíð. Þessir ungu drengir gætu á allra næstu árum farið að banka á dyrnar og þeim þarf að gefa tækifæri. Endurnýjun- in á A-landsliði karla hefur gengið illa, þeir sem hafa fengið tækifæri hafa ekki nýtt það og kjarninn sem ber liðið uppi hefur verið sá sami í mörg ár. Í þessari samantekt gefur að líta nokkrar af vonarstjörnum okkar. Patrik Gunnars- son (Markvörður – 2000) Hefur fengið tæki- færi með Brentford í næstefstu deild Eng- lands. Patrik er sonur Gunnars Sigurðsson- ar markvarðar. Patrik er mikið efni og ef hann heldur rétt á spöðun- um, gæti hann brotið sér leið inn í íslenska landsliðið á næstu árum og barist við Rún- ar Alex Rúnarsson um stöðuna í marki Íslands. Oliver Stefánsson (Varnarmaður – 2002) Öflugur varnarmaður sem gekk í raðir IFK Norrköping í Svíþjóð á dögunum. Oliver lék einn leik með meistaraflokki ÍA síðasta sumar. Hann er fyrirliði U17 ára landsliðsins og virðist vera leið- togi líkt og faðir hans, en Stefán Þórðarson, fyrrverandi atvinnu- maður og leikmaður íslenska landsliðsins, er faðir hans. Ísak Bergmann Jóhannesson (Miðjumaður – 2003) Það virðist ekki vera svo langt í það að íslenska landsliðið nýti sér krafta Ísaks. Þessi öflugi miðjumaður á ekki langt að sækja hæfileikana. Jóhannes Karl Guðjónsson, faðir hans, átti afar farsælan feril á með- al þeirra bestu. Ísak lék einn leik með ÍA áður en hann var seldur til IFK Norrköping í vetur, þar er hann ekki langt frá aðalliði félagsins. Ísak lék með aðalliðinu í æfingaferð á dögunum og gæti spilað í efstu deild Svíþjóðar á komandi leiktíð. Hann á eftir að taka út líkamlega styrkinn en skilur leikinn betur en flestir. Andri Lucas Guðjohnsen (Sóknarmaður – 2002) Eftirnafnið gerir alla spennta, en það ætti að forðast að setja einhverja auka pressu á kauða, þrátt fyrir afrekin sem faðir hans, Eiður Smári, vann á ferli sínum. Andri Lucas virð- ist vera fæddur markaskorari og hann leikur í dag með Real Madrid. Hann verður 17 ára á þessu ári og er orðinn lykil- maður í U19 ára landsliðinu. Gera má ráð fyrir að hann verði kallaður inn í U21 árs landsliðið í næsta verkefni og svo ætti að styttast í tækifærið með A-landsliðinu. Jón Gísli Eyland Gíslason (Varnar- maður – 2002) Varnarmaðurinn er kominn með reynslu úr meistaraflokki með Tindastóli. Hann tók skrefið til ÍA í vetur og hefur verið að fá tækifæri með meist- araflokknum þar í vet- ur. Ætti að fá smjör- þefinn af Pepsi-Max deildinni í sumar. Fað- ir hans er fyrrverandi markvörðurinn Gísli Eyland Sveinsson. Orri Hrafn Kjartansson (Miðjumaður – 2002) Fjölhæfur miðjumaður sem Fylkir seldi til Hollands síðasta sumar. Orri var byrjaður að spila með meistaraflokki Fylkis áður en Heerenveen í Hollandi festi kaup á honum. Orri er fjölhæfur miðjumaður og getur leyst bæði varnar- og sóknarhlutverkið. Andri Fannar Baldursson (Miðju- maður – 2002) Andri gekk í raðir Bologna á Ítalíu á dögunum frá Breiðabliki. Andri Fannar lék sinn fyrsta leik í Pepsi- -deildinni síðasta sumar, aðeins 16 ára. Andri Fann- ar, sem er nýorðinn 17 ára gamall, er einn efnilegasti leikmaður landsins og öflugur miðjumaður sem getur náð mjög langt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.