Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 34
Stóra ferðablaðið 29. mars 2019KYNNINGARBLAÐ Þá erum við orðin 10 ára!!! Rjómabúið Erpsstaðir hóf starfsemi í byrjun apríl 2009, með framleiðslu á rjómaís. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Árlega leggja þúsundir gesta leið sína til Erpsstaða, en þar er fínasta aðstaða til áningar á leiðinni vestur. „Við höfum frá upphafi lagt áherslu á að hafa þetta barna- og fjölskyldu- vænt, hér er aðgengi að dýrunum og ýmis leikaðstaða fyrir börn á öllum aldri,“ segir Þorgrímur Einar Guðbjartsson sem rekur Rjóma- búið Erpsstaði við Búðardal ásamt eiginkonu sinni, Helgu Elínborgu Guðmundsdóttur. „Fyrir svona tveimur til þremur árum var það þannig að margir stoppuðu bara til að fá sér ís en uppgötvuðu svo aðrar vörur í leiðinni, sem og dýrin, þannig að fyrirhugað fimm mínútna stopp varð að hálftíma til klukkutíma stoppi. Núna er það meira þannig að Íslendingarnir sem hingað koma eru flestir meðvitaðir um hvað er í boði hér. Þeir fá sér ís og fara svo út í góða veðrið og leika sér, koma svo inn aftur og kaupa eitthvað til taka með sér heim.“ Að sögn eru erlendir ferðamenn í töluverðum meirihluta þeirra sem koma á Erpsstaði heilt yfir árið, en um hásumarið eru Íslendingar í meirihluta. Opið er frá 11 til 18 og lengur ef gestir eru enn á staðnum. „Við lokum yfirleitt ekki fyrr en traffíkin er búin. Hér er engum úthýst,“ segir Þorgrímur sposkur á svip. Vorið 2018 var opnuð sýning um skyr og skyrgerð á Erpsstöðum, en vegna ísframleiðslunnar fellur til óhemju magn af undanrennu sem er umbreytt í gamaldags sveita- skyr. „Íslenska skyrið er orðið hluti af Slow food sem eru alþjóðleg samtök sem vilja hvetja til smáframleiðslu og að fólk neyti sem mest vara sem framleiddar eru í nágrenni hvers og eins. Skyrið okkar var valið inn sem Presidium fyrir nokkrum árum, en um er að ræða viðurkenningu vegna notkunar á hefðbundnum aðferðum við framleiðslu á matvörum. Erlendir ferðamenn sem hingað koma vilja margir hverjir ólmir bragða á skyri eins og það var upphaflega og verða ekki fyrir vonbrigðum. Skyrið okkar er þykkt og með súrum keim. Það er engu bætt í það. Þegar þeir eru búnir að smakka fá þeir aðgang að bragðefnum og eru fíflasírópið og rabarbarasírópið vinsælustu bragð- efnin hjá þeim,“ segir Þorgrímur. Ísinn sem framleiddur er á Erpsstöðum ber heitið Kjaftæði og þykir hann einstaklega bragðgóð- ur. Í boði eru margar bragðtegundir en notast er við ýmis bragðefni úr íslenskri náttúru, svo sem rabar- bara, fíflasíróp og ber. Auk íss eru í boði ostar og hið fræga skyrkonfekt, sérhönnuð sælkeravara, konfekt sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi. Gott aðgengi er að dýrun- um fyrir gesti, nokkuð sem ekki síst börnin kunna vel að meta, en þau fá til dæmis að horfa á kýrn- ar mjólkaðar. Þá er leikaðstaða á staðnum fyrir börnin. Einnig er boðið upp á skoðunarferðir um staðinn og gestir fræddir um búskapinn og framleiðsluna. Það eru alltaf einhverjar nýjungar á Erpsstöðum og því spennandi að sjá hvað verður nýtt nú í vor. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni erpsstadir.is og Facebook- -síðunni Rjómabúið Erpsstaðir. ERPSSTAÐIR:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.