Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 6
6 29. mars 2019FRÉTTIR S kúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur alla tíð verið þekktur fyrir að vera bjartsýnn og stórhuga. Nú er þó ævintýrinu lokið. Undan­ farin ár hefur Skúli lýst yfir ýms­ um áætlunum sem mörgum þóttu djarfar en mætti í dag líkja við skýjaborgir. Stærsta skýjaborg Skúla hlýtur að vera þegar hann spáði því að í nálægri framtíð yrði ókeypis að fljúga. Draumar um Asíuferðir urðu að veruleika í einungis nokk­ ur skipti. Svo má nefna áform um að opna bækistöðvar utan Íslands, svo nokkuð sé nefnt. Bylting fyrir Íslendinga Skúli sjálfur hafði ekki bakgrunn úr fluginu. Hann rak Hótel Borg og tók þátt í að byggja upp hugbún­ aðarfyrirtæk­ ið Oz á tíunda áratugnum. Þegar Oz var selt til Nokia árið 2008 stór­ græddi Skúli. Eftir það keypti hann stóran hlut í MP banka. WOW air var stofnað árið 2011 og ári síðar tók það yfir rekstur Iceland Express. WOW air markaði mik­ il tímamót fyrir hinn al­ menna Íslending. Verðið var viðráðanlegt fyr­ ir flesta og ut­ anlandsferð­ um fjölgaði með hverju árinu samfara því sem Íslendingar voru að ná sér upp úr hrun­ inu og gengið að styrkjast. Ókeypis flug Það var í árs­ byrjun 2017 sem Skúli spáði því í viðtali við Business Insider að flugfargjöld yrðu ekki lengur helsta tekjulind flugfélaga. Hann taldi líklegt flugið sjálft yrði ýmist ókeypis eða mjög ódýrt en í stað þess myndu viðskiptavin­ ir kaupa aðra þjónustu af flugfé­ lögunum. Hann hugsaði sér að aðaltekjur flugfélaga kæmu frá sölu á hótelgistingu og leigu á bíl­ um. Aldrei varð þó af þessu. Skúli virðist hafa verið óvenju stórhuga í ársbyrjun 2017 því þá sagði hann að Dublin kæmi til greina sem fyrsta bækistöð flugfé­ lagsins utan Íslands. Skúli sá fyrir sér að WOW byrjaði á því að stað­ setja tvær til þrjá þotur á flugvell­ inum við borgina og innan fimm ára gæti farið svo að WOW gerði út frá öðrum flugvelli og væri þá komið með tvær bækistöðvar utan Íslands. Aldrei varð úr þessu. Asíuflugið entist stutt Svo var það hótelið sem Skúli opn­ aði um tíma á Ásbrú. „Ég er mjög ánægður að vera kom inn á heima­ slóðir enda fædd ur í Kefla vík og hlakka til að hefja uppbygg ingu á svæðinu,“ var haft eft ir Skúla í fréttatilkynningu árið 2016. Ríf­ lega ári síðar voru fasteignirnar settar í söluferli til að fjármagna höfuðstöðvar WOW air. Asíuflugið var sú skýjaborg sem Skúli komst sennilega lengst með. Sumarið 2016 lýsti Skúli því yfir að Asía væri í sigti hans. „Við erum fullkomlega staðsett á milli Ameríku og Evrópu og einnig Asíu,“ var þá haft eftir Skúla. Hann sá fyrir sér að hægt yrði að fljúga fram og til baka til Peking á sama sólarhring og þannig væri hægt að mynda brú frá Asíu til Ame­ ríku. Síðastliðinn desember flaug WOW sitt fyrsta Indlandsflug en hugmyndin var að félagið myndi fljúga þangað þrisvar í viku. Það áætlunarflug entist ekki lengi. Heimsmeistari Sumarið 2017 skaut Skúli föstum skotum á Icelandair og sagðist ekkert botna í stefnu keppinautar­ ins. „Ég botna ekkert í flotastefnu Icelandair, hvorki að halda áfram að taka inn tuttugu ára gamlar vél­ ar í núverandi árferði né að fjár­ festa í þotum sem rúma færri far­ þega en vélarnar sem fyrir eru,“ sagði hann. Skúli spáði því svo að innan skamms yrði WOW stærra en Icelandair, en tók þó fram að það væri ekkert merkilegt mark­ mið. „Ég tel verulegar líkur á því að við verðum með fleiri farþega en Icelandair strax á næsta ári. Það er hins vegar ekkert mark­ mið í sjálfu sér að verða stærri en Icelandair. Ég hef látið það líka flakka að það er ágætt að stefna að því að verða Íslandsmeistari en ég hef miklu meiri áhuga á að verða heimsmeistari. Þess vegna er ég að horfa á Norwegian með þeirra 155 vélar og þeir verða með 178 vélar á næsta ári.“ Áberandi í viðskiptafréttum og slúðurdálkum Skúli hefur verið einn mest áber­ andi viðskiptamaður eftirhrunsár­ anna. Í tvígang hefur hann verið valinn viðskiptamaður ársins hjá Markaðnum. Í fyrra skiptið árið 2011 þegar hann sem eig­ andi Títan fjárfestingafélags stofn­ aði WOW air. Í seinna skiptið árið 2016 þegar umsvifin voru hvað mest. Á því ári voru farþegarnir 1,6 milljónir talsins, þoturnar tólf og áfangastaðirnir þrjátíu. Var þetta meira en tvöföldun frá árinu áður og hagnaðurinn 4,4 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins. Persónulegt líf Skúla hefur ekki síður verið til tals á síðum blað­ anna. Til að mynda sambönd hans við sjónvarpskokkinn Frið­ riku Hjördísi Geirsdóttur og flug­ freyjuna Grímu Björgu Thoraren­ sen. Sumarið 2015 toppaði Skúli lista DV yfir eftirsóttustu bólfélaga landsins og var langoftast nefndur til sögunnar af álitsgjöfum. n KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA Skýjaborgir Skúla n Sá fyrir sér ókeypis flugferðir n Ísland ekki nógu stórt Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Viðskiptamaður ársins Skúli valinn í tvígang, árin 2011 og 2016. Rikka og Skúli Á góðri stund árið 2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.